Vikan - 30.03.1939, Blaðsíða 7
Nr. 13, 1939
V IK A N
7
Á stöðum eins og þessum eru vatnasalamöndrurnar. Þær eru eins og litlar, svartar slöngur.
aftur í aðra helminga, svo að eggið, er nú
eins og epli, sem er skorið í fjóra parta.
Bráðlega kemur hrukka í mitt eggið, svo
að það er í átta stykkjum. Þannig heldur
það áfram að klofna, brúni hlutinn dálitið
örara en gulleiti hlutinn.
Þegar líður á daginn hefir það klofnað
í svo smáa hluta, að þeir sjást ekki í gegn-
um stækkunargler, heldur í smásjá. Þessir
hlutar eru kallaðir frumur og verða eins
og óklofið egg. En þessar litlu kúlur eru
holar að innan og eru kallaðar blöðru-
fóstur eða blastula.
Það er ótrúlegt, að þessar kúlur verði að
salamöndrum. En ef við nennum að fylgj-
ast með þróuninni, getum við séð mikið
furðuverk. Á ákveðnum stað á „blöðr-
unni“, dálítið fyrir neðan miðju, myndast
glufa, sem er eins og hálfmáni, og þar
verpist nokkuð af ytri frumunum inn í
,,blöðruna“. Þetta gerist svo hægt, að það
er auðveldlega hægt að fylgja því með aug-
unum. Vogt, þýzkur líffærafræðingur, hef-
ir fylgzt vandlega með þessarri þróun og
hefir gert uppdrátt að hinum ýmsu stig-
um hennar.
Vogt lét ákveðið plöntuefni, agar, sjúga
í sig meinlaus litarefni, hina svokallaða
lífshti. Hann klippti
agarin í smábita, sem
voru varla sýnilegir. —
Síðan losaði hann
„blöðruna" við hlaup-
hylkið og lagði hana í
vax, svo að hún yrði
föst. Því næst ýtti hann
lituðu agarbitunum að
ákveðnum stað á,,blöðr-
unni“.
Eftir einn til tvo tíma
höfðu agarbitarnir litað
Á vatnajurtunum finnast egg salamöndrunnar.
Þau eru vafin inn í blöðin.
yfirborðið á ,,blöðrunni“, — svo að á henni
sáust litaðir blettir.
Með því að nota mismunandi hti,
gat hann séð, hvernig blettirnir lágu,
fluttu sig og breyttu lögun. Þegar frumur
,,blöðrunnar“ runnu hægt og hægt inn í
hana, fluttu þær auðvitað litinn með sér.
Þannig var hægt að fylgjast með lituðu
frumunum og þróuninni, sem er kölluð
,,vambastigið“, og fóstrið „vömb“.
Á ,,vambastiginu“ verður glufan á yfir-
borði ,,blöðrunnar“ þrengri og þrengri.
Hún verður eins og skeifa í laginu og að
lokum verður hún hringmynduð og um-
lykur nokkrar ljósar frumur, sem í er
mikil næring og er kölluð blómutappinn.
Hingað til hefir salamöndrufóstrið verið
kúlumyndað. En nú taka líffærin að mynd-
ast. Báðum megin á baki fóstursins koma
upp háar fellingar, sem ná saman að
framan og umlykja hluta af „vömbinni“.
Þær færast síðan nær og nær hvor ann-
arri, og er þá fyrsta sýnilega líffærið
myndað, heih og mæna dýrsins. Innan í
„vömbinni“ hafa líka orðið breytingar, þar
sem þarmarnir, til dæmis, ,hafa myndazt.
Ef við fylgjum þróuninni enn lengra,
líður ekki á löngu áður en við sjáum votta
fyrir augum og eyrum, sitt hvoru megin
við heilann. Síðan kemur lítill hali í ljós,
sem fyrst er eins og lítill hnappur, sem er
beygður inn undir fóstrið. Og þá er sala-
mandran í aðalatriðum mynduð.
Með fjöldamörgum rannsóknum, hefir
verið sýnt fram á, að fósturþróunin fari
eftir þessum sömu grundvallarreglum hjá
öllum spendýrum, líka mönnum.
Af mörgum ástæðum hefir það geysi-
mikla þýðingu að þekkja þetta mesta
furðuverk lífsins: sköpun nýrrar veru. Ef
við þekktum lögmál fósturlífsins til hlít-
ar, gætum við komið í veg fyrir ýmsan
vanskapnað, bæði hjá mönnum og dýrum.
Og það sem er enn þýðingarmeira: með
r því mundum við ekki einungis geta lækn-
j,að, heldur algjörlega komið í veg fyrir hinn
leyndardómsfyllsta og ógeðslegasta sjúk-
dóm, krabbameinið. Því að svo langt er-
um við komin, að við verðum að álíta
krabbameinið sjúkdóm, sem kemur þegar
. þau lögmál, sem venjulega stjórna þróun
fóstursins — einstaklingsins — eru á ein-
hvern hátt rofin.--------
Þess vegna er það vel til fallið, að
Nobelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði
skyldu vera veitt þeim manni, sem hefir
tekizt eftir 15 ára strit að lyfta svolitlu
horni af tjaldinu, sem hylin* leyndardóma
fósturþróunarinnar. Þessi maður er Hans
Spemann, prófessor í dýrafræði við há-
skólann í Freiburg, sem er við rætur
Schwarzwald.
Rannsóknaraðferð Spemans er jafn
einföld og hún er snjöll. Aðalhugsun hans
er þessi: Hvað verður um litla hluta af
„blöðrunni" eða ,,vömbinni“, ef við flytj-
um þá á aðra staði, en þeir eiga heima?
Leita þeir aftur á sína staði eða verða þeir
kyrrir, þar sem þeir eru látnir og verða
Þessar níu myndir sýna þróun salamöndrueggsins. Allarmynd- uppskurðaráhöld.
imar eru 10 sinnum stækkaðar. Á 2. mynd sést, hvemig eg-gið Neðst: Eggiðsjálft Hlutinn X er tekinn og fluttur yfir á hitt kímið. Hér verður kímið
klofnar, og hinar myndimar sýna, hvemig fmmunum fjölgar. i vaxlagi í glerskál. að taka á sig nýja fósturgerð. Myndimar em 15 sinnum stækkaðar.