Vikan - 30.03.1939, Blaðsíða 8
8
V I K A N
Nr. 13, 1939
að öðrum líffærum en þeim var ætlað?
Ef þetta síðara á sér stað, hlýtur að
vera hægt að komast að því, hvar þessir
ákveðnu kraftar í kíminu hafa
aðsetur sitt eða hverskonar
kraftar það eru. Einkum þyrft-
um við að fá svar við síðari
staðreynd, að salamöndrueggið gangi eins
og klukka. Ákveðinn hluti eggsins verður
að ákveðnu líffæri. Einn verður að eyra,
Stórar vatnasalamöndrur. Karldýrið er auðþekkt á kambinum. Kven-
dýrið er að verpa. Fyrir neðan eru salamöndrur á mismunandi f óstur-
stigi. Takið einkum eftir tálknunum.
spumingunni.
Nú skulum við athuga, hvern-
ig Spemann hagaði vinnu sinni,
sem er mjög skemmtilegt og
æfintýralegt.
Þegar Spemann ætlaði að
skera upp kím, varð hann auð-
vitað að hafa uppskurðarborð.
Hann útbjó það með því að
hella bræddu vaxi í glerskál.
Þegar vaxið var storknað, bjó
hann til litla holu í það með gler-
stöng, en á endanum á henni var
glerkúla á stærð við sala-
möndruegg. 1 holuna lagði hann
kímið. En uppskurðaráhöldin ?
Það er augljóst, að jafnvel
litlir skurðarhnífar eru of gróf-
ir fyrir litla kímið. Spemann bjó
því til áhöld úr gleri. Hann
bræddi glerstöng í miðjunni,
togaði í báða enda, svo að á
milli myndaðist langur og mjór
þráður. Síðan var kveiktur lítill
gaslogi, og lítill glerþráður bor-
inn að honum. Hann bráðnaði
rétt hjá loganum, og ef tekið
var í endana, þá urðu bræddu
endarnir ákaflega grannir. Þeir
þræðir, sem hægt var að nota,
voru bræddir inn í stóra gler-
pípu.
Með þessu verkfæri gat Spe-
mann flett í sundur kíminu.
Auðvitað þarf að hafa smásjá
til að vinna úr þessu litla kími.
Það kemur oft fyrir, að flytja
þurfi smástykki til í kíminu og
láta önnur í staðinn. Til þessa
þarf mikla lagni og er ómögu-
legt að gera þetta með höndun-
um einum. En Spemann kunni
ráð við þessu. Með örmjórri
pípu, sem var með gummíslöngu
að framan, var soginn upp biti
af kíminu og fluttur yfir á ann-
að kím o. s. frv. Spemann notaði
venjulega tvennskonar sala-
möndruegg vegna þess, að þau
eru mislit.
Auðvitað var mjög erfitt að
flytja lítil, lifandi stykki úr egg-
inu án þess að eyðileggja þau.
Til þessa flutninga notaði Spe-
mann lykkjur, sem hann bjó til
úr bamshári og festi í örmjóar
glerpípur með vaxi. Þessi fínu
áhöld voru auðvitað breytileg
að lögun og stærð.
Og hverju hefir Spemann náð með þess-
um flutningum sínum?
Til þess að skilja það, sem hér kemur
á eftir, verður maður að halda sér við þá
annár að auga, þriðji að hala o. s. frv. En
Spemann sýndi fram á, hvernig með þessum
flutningum komu fram vanskapnaðir, og
stundum var hægt að bæta úr truflunum,
sem orðið höfðu, svo að ekkert sást á ungu
lirfunni.
Ef Spemann skipti snemma á þróunar-
stigi kímsins um vefinn, sem
átti að verða mæna, og vefinn,
sem átti að verða húð, þá varð
mænuvefurinn að húð og húð-
vefurinn að mænu.
Vefirnir í kring valda þessu.
En þetta verður ekki, nema til
þess sé stofnað í tæka tíð. Síð-
ar — að minnsta kosti hvað
viðvíkur mænuvefnum — er
ómögulegt að gera úr honum
annað en það, sem honum var
ætlað að verða í byrjun.
Þess vegna spyrjum við enn:
— Hvað er það, sem ákveður
örlög einstakra kímhluta? Það
eru bersýnilega kraftar, sem
eru háðir tímanum, og inn-
byrðis afstöðu kímnihlutanna.
Og það var þetta, sem Spe-
mann fékk Nobelsverðlaunin
fyrir. Hinar mörgu tilraunir
hans leiddu í ljós, að sérstök
ástæða var til að beina athygl-
inni að einum stað á kíminu,
sem kallaður er frummunnur.
Þar er fólginn leyndardómur
fósturþróunarinnar, sem virð-
ist vera aðgengilegastur til
rannsóknar.
Spemann hefir gert eftirfar-
andi úrslitatilraun: Dálítill
hluti af efri vör frummunns-
ins er fluttur á þann stað á
kíminu, sem húðin myndast
venjulega. Hlutinn vex við og
hvað verður? Annað tvíbura-
fóstur myndast. Það kemur í
ljós heili og mæna og innan í
kíminu myndast líffæri, sem
sýna, að hér er nýtt fóstur að
myndast jafnframt því upp-
runalega. I stað þess að kalla
þetta tvíburamyndun, ætti öllu
heldur að segja, að nýr ein-
staklingur hafi myndazt, sem
lifir eins og sníkjudýr á upp-
runalega einstaklingnum.
Þessi tilraun hefir oft verið
gerð og á ýmsan hátt, og niður-
staðan alltaf orðið hin sama.
Það kom strax í Ijós, að hér
var þýðingarmikil uppgötvun
á ferðinni. Fjöldivísindamanna
víðsvegar um heim hefir reynt
að rannsaka þetta furðuverk
nánar. Árangurinn er enn ekki
mikill, en menn eru samt
komnir svo langt, að það er
nokkumveginn hægt að full-
yrða, að það sé ákveðið efni
í efri vör frummunnsins, sem
hafi þessi áhrif. Það hefir
meira að segja tekizt að handsama
efni þetta, sem hefir sömu áhrif, þó
að þau séu ekki eins sterk. Samt hefir
Framh. á bls. 18.