Vikan


Vikan - 30.03.1939, Blaðsíða 9

Vikan - 30.03.1939, Blaðsíða 9
Nr. 13, 1939 VIKAN 9 Allir eiga vonir... Smásaga eftir Kolbein þögla. Hann stendur þarna í kvöld, votur og kaldur, með blaðaböggulinn undir hendinn, fyrir framan stóra gisti- húsið, við eina aðalgötu borgarinnar, þar sem hann hefir valið sér stað til að selja blöðin sín. Hann er kominn yfir þrítugt, beinaber og horaður. Andlitið er fölt, kinnfiskasogið og fullorðinslegt. Um leið og einhver bifreiðin staðnæmist við gangstéttina, fyrir framan dyr gisti- hússins, eða einhver vegfarandi gengur fram hjá, mjakast hann líkt og skuggi undan húsveggnum og býður fram blöðin sín, auðmjúkur og hógvær. En fæstir staðnæmast til að kaupa af honum, ganga þegjandi fram hjá og gefa honum engan gaum. Og hann hrökklast aftur undir húsvegg- inn í skjól fyrir veðrinu. Hann líkist einna helzt hrörlegu gamalmenni, þarna sem hann húkir, lágvaxinn, allur saman kreppt- ur eins og kuðungur og spennir krókloppn- um höndunum utan um blaðaböggulinn. Herðakistillinn, sem hann hefir borið frá vöggu, virðist enn stærri nú, þegar hann hniprar sig saman af kuldanum. Það rignir, og stormhviðurnar koma þjótandi fyrir húshornin með leiðindavæli, líkt og gáskafullir hrekkjalómar, sem leika sér að því að gera þessum aumkunn- arverðu mannverum bylt við, er þramma um aurugar göturnar, leiðar í skapi vegna tíðarfarsins. Það er heldur ekki setið við það eitt, heldur þrifin höfuðfötin af karlmönnunum, svo að sumir standa ber- sköllóttir eftir og horfa þungbúnir eftir höttunum sínum fljúga eitthvað út í busk- ann og hafa ljót orð um munn. Og kon- urnar er ganga þarna í sakleysi sínu um göturnar, fínar og teprulegar í göngulagi, fara heldur ekki varhluta af ærslalátum stormsins, er umsvifalaust þrífur í regn- hlífar þeirra eða blæs með kuldagjóstri undir pilsfald þeirra, svo að þær standa á miðri götunni í dauðans angist, í virð- ingarleysi stormsins fyrir kvenlegu vel- sæmi. Blaðasölukrypplingurinn, undir hús- veggnum, lætur ærslaleik stormsins sig engu varða. Hann stendur í sömu spor- um, auðnulaus og þegjandalegur á svip- inn, og einblínir á eftir öllum, er fara inn í gistihúsið. Hann þekkir marga þeirra nú orðið í sjón, eftir að hafa staðið þarna allan veturinn, hvern dag. Margir af þeim hafa keypt af honum blöð daglega og jafnvel talað hlýlega til hans. En aðrir hafa líka gengið drembilega fram hjá hon- um og stjakað við honum, líkt og ein- hverju óhreinu, er varð á vegi þeirra. Það er komið fram á kvöldið. Blaðasöl- unni er alveg lokið. Það kemur hreyfing á blaðasölukrypp- linginn, því að kominn er tími til að halda heim. Hann gengur fram hjá gistihúsinu og lítur enn einu sinni inn um gluggann á litlu tóbaksbúðinni í anddyri gistihúss- ins þar sem laglega, ljóshærða afgreiðslu- stúlkan er. Hún snýr bakinu að gluggan- um, svo að hann sér ekki framan í hana. Og hann heldur heim.------- Á hverjum degi gengur hann inn til hennar og færir henni blað. Það er orðið þegjandi samkomulag þeirra á milli. 1 fyrstu hafði hún alltaf rétt honum pening eins og allir aðrir fyrir blaðið, en hann hafði ekki þótzt taka eftir því, að hún lagði peninginn á borðið. Hann munaði ekkert um að gefa vinum sínum eitt blað. Hann átti hvort sem var engan vin, nema ef hann mætti kalla hana það, og hann gerði það með sjálfum sér, þótt hann hefði sama og ekkert talað við hana. Hún var vinur hans fyrir það, meðan hann mátti gefa henni blað og doka við litla stund í anddyrinu, þegar kalt var úti. — Hún þurfti ekkert að vita það, að hann gerði það ekki alltaf vegna kuldans. Á horninu á L . . .. götu stendur litla, gulmálaða timburhúsið hennar Soffíu Han- sen. Hún er ekkja eftir Hansen bakara, er dó í innflúensufaraldrinum 1918. Nú lifir hún af þessari litlu brauðsölubúð, er hún starfrækir. Allir í nágrenninu þekkja hana Soffíu gömlu Hansen, litlu góðhjörtuðu konuna í brauðsölubúðinni. Hún hefir átt þarna heima svo lengi sem flestir muna eftir, og allir þarna í kring hafa verzlað við hana svo að segja daglega og margir verið í fastareikningi hjá henni árum saman og aldrei hefir hinn minnsti snúður komizt á viðskiptin. Alltaf þegar eitthvað hefir vantað af brauðvarningi í húsunum í kring, hefir svarið ætíð verið hið sama: Æ, skrepptu nú út til hennar Soffíu gömlu á horninu------- Á ömurlegu rigningarkvöldi, að haust- lagi, fyrir fáum árum, reikaði krypplingur- inn, kaldur og svangur, vinalaus og snauð- ur, nýkominn til borgarinnar fyrir framan brauðsölubúðina hennar með aleigu sína undir hendinni, tvöfalda harmoniku vafða innan í segldúk. Hann horfði inn um gluggann á brauðsölubúðinni öðru hvoru og beið eftir því, að þeir, sem inni voru, lyki erindi sínu, og um leið og gamla kon- an er að loka búðinni sinni, smeygir hann sér hæglátlega inn um dyrnar. Hann rakti þegar sína raunasögu fyrir þessari góðhjörtuðu, gömlu konu. Sagði henni frá fiskiþorpinu á Vesturlandi, það- an sem hann kom, frá gömlu konunni, er ól hann upp, því að hann hafði verið mun- aðarleysingi. En þegar fóstra hans dó, hélt hann suður, veill fyrir brjósti, en von- góður um betri framtíð, með sína harmó- niku. Og hann gerði sig líklegan til að vef ja segldúknum utan af hinum dýrmæta grip og bauð gömlu konunni að njóta þeirr- ar ánægju að heyra hans músik. En Soffía gamla Hansen afþakkaði góðlátlega boðið í það sinn, en gaf honum mjólkur- glas og snúð, er sögu.hans lauk. Þetta er auðnuleysingi, sem engan á að, hugsaði gamla konan, sem ekkert mátti aumt sjá. Þannig var það, að krypplingurinn hafn- aði í lítilli, óásjálegri kjallarakompu í hús- inu hennar Soffíu gömlu Hansen á horn- inu á L . . . götu. En nú var hann búinn að fá atvinnu við blaðasölu og borgaði sínar 10 kr. í húsaleigu á mánuði eins og vera bar. Og hann bar jafnan hlýjan hug til gömlu konunnar fyrir veglyndi hennar og hjálpsemi og sýndi henni virðingu sína með því eina sem hann gat að taka djúpt ofan svarta flókahattinn sinn í hvert sinn, sem hún varð á vegi hans. Hann er kominn heim. Situr við glugg- ann í rökkrinu. Það slær birtu á götuna, fram undan glugganum, frá götuljóskeri, er stendur hinu megin götunnar. Á gangstéttinni fyrir framan gluggann streymir hin eilífa götuumferð áfram, líkt og óendanleg rimlagirðing, sem er á fleygi ferð fyrir gluggann allan guðslangan daginn. Og þannig hefir lífið streymt áfram fyrir þennan óhreina kjallaraglugga ár frá ári, með sínum litríku myndum, þroska og þróun, allt frá æsku til elli, allt frá fyrstu hjólatíkunum, er laugakerling- arnar drógu ískrandi um göturnar á upp- vaxtarárum bæjarins og þar til nú, að þær sjálfar eru að lokum keyrðar í skrautleg- um líkbifreiðum seinasta áfangann. Og stundum, þegar skugga ber á glugg- ann, lítur krypplingurinn upp, en það eru þá ef til vill bara hundaskammirnar, sem alltaf eru að snuðra í kringum símastaur- inn á horninu. En stundum eru það líka Ijómandi fallegir kvenfætur, er berast fram hjá með mjúkum og liðlegum hreyfingum og eru horfnir sjónum á svipstundu. En í huga krypplingsins í rökkrinu við glugg- ann heldur mynd þeirra áfram að vera til, og mynd þeirra stækkar og smá skýrist, þar til hún er orðin að fullþroska stúlku — sérstakri stúlku. Mynd, sem á sína fögru draumheima inni í leyndardómun- um miklu í hans eigin höfuðskel. Hann seilist eftir harmónikunni á hill- unni fyrir ofan rúmið, strýkur um hana varfærnislegum og hlýlegum höndum. Fóstra hans hafði keypt hana handa hon- um fyrir peninga, er hún vann sér inn í síldinni. Síðan byrjaði hann að spila, hægt og hátíðlega. Þetta var hans hljóðfæri, og tónar þess hans eigin heimur og lagið, sem hann spil-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.