Vikan - 13.04.1939, Blaðsíða 8
8
VIK A N
Nr. 15, 1939
Fjarlœgðin gerir fjöilin blá
Ein klukkustund í himnaríki:
\ 7el má það vera, að „fjarlægðin geri
* fjöllin blá og mennina mikla“, en þá
er hitt jafnvíst, að háflugsf jarlægðin dreg-
ur mjög úr stórfengleik alls, sem menn-
imir hafa reist og skapað.
Ef einhvem bölsýnan mann fýsir að
styrkja þá skoðun sína, að verk okkar
dauðlegra manna séu næsta smá, og við
litlir sjálfir, þá ætti hann að fljúga yfir
Reykjavík á sólbjörtum aprílmorgni og
skima niður fyrir sig um stundarsakir.
Vart mun geta nokkra höfuðborg jafn
klasturslega og óskipulega reista, séð af
flugi, í svo fögru umhverfi ósnortinnar
náttúm. Hin fægðu, kollóttu f jöll, hraunin,
nesin, sundin, vogamir og jöklarnir í
vestri, allt fellur í faðma við sólgyllt hafið,
— allt nema borgin okkar. Þegar undan-
skilin em þau hverfi hennar, sem reist
hafa verið hin allra síðustu ár, verður ekki
betur séð, en hver kumbaldinn sé reistur
með því aðalmarkmiði að stinga í stúf við
nálægar byggingar um lit og alla lögun,
— og götumar stanga hver aðra á snið.
Upp úr þessarri samræmislausu þyrpingu
skaga svo hér og hvar hús, eins og til að
gefa heildarmyndinni sterkari drætti og
áhrifameiri svip. Miðbærinn, kvosin milli
Tjamarinnar og hafnarinnar, sjálft verzl-
unar- og forráðahverfið, tekur öðm fram
rnn allt ósamræmi og alla samgræðslu hins
gamla og nýja.
Hér verður ekki betur séð, en menn
hafi beitt miklu hugviti til að reisa sem
ólánlegust hús og jafnframt heitið fom-
fálegustu húshjöllum, lákúrulegustu kof-
um, ryðbrunnum skúmm, skemmum, skíð-
görðum, kolabjmgjum og viðhýsum að
halda velli og þekja yfir stór svæði. Hve-
nær skyldu kolahaugamir urða síðasta
fermetrann af Amarhólstúni, og Ingólfs-
styttan gnæfa yfir hæstu hryggi stærsta
kolabyngsins ?
— en húsin smá♦
Reykjavík vantar sérstaka kolahöfn.
Yfir kvosinni miðri vakkar sér í vor-
blíðunni dálítið móbrúnt sótský til að
minna himininn á það, að hægt gangi það
með hitaveituna og sennilega megi geyma
umhyggjuna og áhugann fyrir þeim fram-
kvæmdum til næstu bæjarstjórnarkosn-
inga.
Flugmaðurinn felhr stýrið, og Öminn
lækkar flugið í tvö hundrað feta hæð yfir
miðbænum. Við þekkjum fólkið á götunum,
sjáum það bera fæturna óttogtíttogganga
hvað fram hjá öðm. Þarna gengur Árni
frá Múla yfir Austurstræti hjá Landsbank-
anum, og okkur sýnist hann hlaupa við
fót — eða er það missýning fjarlægðar-
innar. Sumir stjaldra við, bregða hönd fyr-
ir augu og horfa upp fyrir sig. Þeir hafa
heyrt dragsúg flugvélarinnar í loftinu, og
enn er þessi furðulega vél, þessi aldagamli
draumur mannkynsins, svo framandi ímeð-
vitund manna, að þeir stjaldra í spori og
virða hana fyrir sér, þótt þeir loki augum
og athygli fyrir brunandi gufuskipum, ak-
andi bílum og lýsandi rafmagni um haf og
hauður. Þessi töfraöfl em nú moldu orpin
í kirkjugarði vanans, og sljó augun og dauf
eyrun greina þau ekki framar í hnígandi
straumi hins daglega lífs.
Á Austurvelli miðjum, við minnismerki
Jóns Sigurðssonar forseta, standa nokkr-
ir drenghnokkar í hóp og benda upp til
okkar. Þeir eru á sífelldu iði og einhver
fáránleg ákefð lýsir af hverri hreyfingu
þeirra. Þetta em menn framtíðarinnar,
þeir, sem erfa landið og borgina, og það
em þessir snáðar, sem ætla að rífa gömlu
húsin í miðbænum og reisa þar ný og fög-
ur hús, þegar þeim vex fiskur um hrygg.
Nú greinum við svört, kringlótt göt í miðj-
um andlitum þeirra. Þeir hrópa víst:
húrra, húrra — húrrrra! fyrir flugvélinni,
og það er undir hælinn lagt, hvort íslenzk-
um flugmálum hefir nokkru sinni fyrr
verið sýndur slíkur skilningur og jafn
fölskvalaus hrifning og aðdáun, eins og
af þessum æpandi snáðum, því að hverju
því málefni, sem hrífur barnshjartað, er
sigurinn vís, þegar sól athafnanna rennur
UPP °S stjórnartaumarnir falla komandi
kynslóð í greipar.
Alþingishúsið — þama stendur það, —
húsið, þar sem lögin verða til og málum
er vísað til nefnda. — Ein loftsprengja
— og ef hún hitti, þá væri þetta vígi
íslenzkra þjóðmála og löggjafarvalds
unnið og jafnað við jörðu. Fleiri sprengj-
ur og borgin öll á valdi viðkomanda.
Þetta em okkar landvarnir, lofther og
floti. IJtkjálkalegan er okkar eina öryggi,
hvað sem líður öllum lögum, frumvörpum
og milliþingasamþykktum. En á næsta
götuhomi hefir guð sitt þinghús — dóm-
kirkjuna, og sé hann með oss, á okkur ekki
að standa neinn geigur af sprengjuflugvél-
um né öðmm framandi morðtólum, sem
nú troða blóðslóðir um fjarlæg lönd. En
eitt gætum við fyrir hann gert: að hirða
betur, mála oftar og vanda meira allan frá-
gang á húsaþökum okkar, og betur en raun
er á, því að þegar allt kemur til alls, er
þetta þó sú hliðin á híbýlum okkar, sem
að honum snýr, og virðist lítil ástæða til
að hirða hana ver en hinar hliðar húsanna,
sem úr jörðu standa. Þetta hof sækja
bljúgar sáhr og hógvær hjörtu, fólk, sem
reiðir sig á allsnægtir himnanna eftir vos-
búð og vonbrigði langrar dvalar á jörð-
inni, og héðan eru á hverjum degi ungir
og aldnir kvaddir lífsins hinstu og dauð-
ans fyrstu kveðju. Stundum em tröppur
þessa húss döggvotar af tárum syrgjandi
fólks, og gólfið þakið föllnum rósablöðum.
Hugsum okkur, að hinir látnu svifu í
ósýnilegum flugvélum yfir kirkjunni við
þeirra eigin jarðarfarir. Skyldi þeim ekki
blöskra allt það umstang, öll sú sorg og
allur sá kostnaður. Hví er dýrara að deyja
í Reykjavík en á nokkrum stað öðrum á
yfirborði jarðar?
Og næsta musteri, á næsta götuhomi,
er hof gleði og munaðar — Hótel Borg.
Dálítið norðar, við norðanvert Austur-
stræti, er musteri peninganna — Lands-
banki íslands. Þar slær gullhjarta þjóðar-
innar fimm tíma á sólarhring, alla virka
daga og rúmhelga, og spúir straumum f jár-
magnsins til starfs og viðhalds hinum ein-
stöku líkamshlutum þjóðfélagsins. Hve
margar handsprengjur, herrar mínir og
frúr?
Öminn sveiflar sér upp úr kvosinni, er
geymir svo margar gersemar þjóðarinnar,
og stígur hátt yfir vesturbæinn. Hér
keyptu kaþólskir munkar tún og seldu lóð-
ir, reistu sjúkrahús og kirkju í Landakoti,
og boða heiðnum sanna trú og eilíft líf.
Það eru vart skiptar skoðanir um það, að
Framh. á bls. 18.
Flugmynd af Reykjavíkurhöfn og- Mið- og Vesturbænum.