Vikan


Vikan - 13.04.1939, Blaðsíða 4

Vikan - 13.04.1939, Blaðsíða 4
4 VIKAN Nr. 15, 1939 Nú vissum við það, að gestir úr Reykja- vík höfðu komið um daginn og mundu vera heimavið. Við vildum sem minnst halda á lofti þessari frægðarför og reynd- um að læðast inn í herbergi okkar, án þess að þeir yrðu varir við. En það var eins og þegar maður er að læðast í myrkri, að þá rekur maður sig á allt. Það fyrsta, sem við sáum í göngunum, voru gestirnir úr Reykjavík, og nú hófst mikil yfirheyrsla, og þar sem enginn vissi um nafnið á þess- ari á, komu upp ýmsar tillögur um að skíra ána eftir atburðinum. En tillögurnar urðu næstum eins margar og góðar og þegar verið var að stinga upp á nafninu á nýja skipinu Eimskipafélagsins. Hér eru tvær tillögur: Ödduá eða Öddufallsá. Mig langaði til að vita nöfnin á bæjun- um í kring og lét Öddu fræða mig um þau. En það er eitt, sem ég get aldrei munað, og það eru bæjanöfn, og þar sem ég þekkti þennan veikleika minn, bað ég Öddu að hlýða mér yfir nöfnin á þeim á hverjum degi. Hún gerði það vel og trúlega, og að lokum var ég farin að þylja þau alveg reiprennandi. Adda varð glöð yfir fram- förunum, sem lærisveinninn gerði, og þakk- aði það auðvitað kennarahæfileikum sín- um, en ég sagði henni aldrei frá því, að ég lét krakkana á bænum alltaf fara yfir þau með mér, áður en ég vissi, að hún myndi spyrja. Næstu daga fórum við upp að Laugar- vatni og stálum bátunum meðan hótelgest- imir voru að borða og rérum út á vatnið. En í fyrsta skipti, sem við gerðum þetta, fann ég til einkennilegs svima yfir höfðinu, og klígju. Okkur datt nú í hug, að þetta kynni að vera einhver gjörningaveiki, sem hótelgestirnir hefðu lagt á mig fyrir stuld- inn. En þetta endurtók sig, í hvert skipti, sem við fórum út á vatnið, jafnvel þó okkur væri leyfðir bátarnir. Komumst við þá að þeirri niðurstöðu, að þetta myndi sjóveiki vera. Við tíðkuðum því ekki eins róður eftir þetta, en hugðumst í staðinn að leita hvíldar í ríki skógarins. Komum við þá að afgirtum bletti og undir eins og Adda kemur auga á skóginn kallaði hún upp yfir sig af hrifningu: „Þarna er gott að vera“. En þegar við ætluðum að klifra yfir girðinguna, sáum við spjald, sem á var ritað, að bannað væri að vera í þessum hluta skógarins, en almenningurinn væri norðar. Hnuggnar gengum við í þá átt, sem við héldum vera norður, og komum við þá að öðrum afgirtum skóg. Ekki viss- um við, hvort þetta var sá rétti, en þar sem ekkert spjald var, klifruðum við yfir. Þessi skógur var fallegur, þó að hann væri ekki eins fallegur og forboðni skógurinn, sem við gengum aldrei fram hjá án þess að Adda kvartaði ekki og benti á ýmsa lundi: „Þarna er gott að vera.“ Við kepptumst nú við að finna fallega laut, og þegar Adda hafði fundið fallega laut, sá ég óðara aðra miklu fallegri. Að lokum settumst við þó oftast í þá Ijót- ustu. En þarna sátum við samt og horfð- um á döggina á grasinu og hlustuðum á þytinn í trjánum. Allt þetta snart svo hin- ar listrænu sálir okkar, að við fórum að syngja. Það er að segja, Adda söng há- klassiskar aríur, en ég reyndi að uppgötva, hvað hún söng, og söng svo með, þegar ég gat það, en annars lét ég mér nægja að hlusta á Öddu. Einu sinni, þegar við sát- um svona, hugfangnar af fegurð náttúr- unnar, datt okkur í hug að taka myndir hvor af annarri. Fyrst stillti Adda sér upp inni í fögrum skógarlundi, og ég smellti af. Síðan stillti ég mér upp á enn fegurri stað, og Adda tók myndina. En rétt þegar myndatökunni var lokið, sáum við, að kol- svart ský var að því komið að hella sér yfir okkur. Við flýttum okkur í kápurnar og hnipruðum okkur undir tré, en við urðum helmingi blautari þar,-en þó að við hefðum hlaupið heim, því að droparnir söfnuðust saman í blöðum trjánna og urðu enn stærri. Þannig endaði þessi mynda- taka, og ég ætla ekki að lýsa þeim lista- verkum, sem komu fram við framköllun- ina. Við höfðum nefnilega smellt takkan- um á myndavélinni tvisvar, en seinna lærð- um við að fara með myndavél. Allan tímann, sem liðinn var, hafði aldrei komið sólskinsglæta. Við vorum því ekki ennþá famar að reyna hina helgu lækn- ingadóma í Láugarvatni, þ. e. laugarnar og sandinn, en eyddum tímanum í skóg- inum, eins og áður er lýst, og spiluðum á grammófóninn á kvöldin. En það fór öðm- vísi en ætlað hafði verið um niðurröðun- ina á plötunum, því að þegar til kom vildi Adda aldrei spila annað en sínar tvær plötur, hún sagði þær vera miklu fallegri en mínar. Ég vildi ekki fallast á það, og hélt fast fram yfirburðum minna platna. En þegar Adda komst í slíka „stemningu“ við að hlusta á sínar plötur, að hún dans- aði allskonar listdans eftir lögunum, þá varð ég að viðurkenna, að þær höfðu meira hstrænt gildi en mínar. Aftur á móti spil- uðu krakkarnir á bænum aldrei annað en mínar plötur, þegar þau fengu lánaðan grammófóninn. Ég nefndi þetta sem rök fyrir gæðum þeirra, en Adda kvað þetta aðeins bera vott um hinn óþroskaða hljóm- listarsmekk þeirra, spilltan af ,,jassi“ út- varpsins. Næsta vika hófst með sólskini, og nú átti aðal kraftaverkalækningin að hef jast, því að nú ætlaði Adda að fara í sandinn, sem er heitur við Laugarvatn, og baða sig í hinni vígðu eða helgu laug. Mér var fyrir- boðið af læknum að notfæra mér svona kröftug meðul og varð því að halda mér við eitthvað viðlíka saklaust og bórvatn. Þegar við komum þangað, sem okkur hafði verið sagt, að bezt væri að fara í sand- inn, sáum við lítið annað en rjúkandi og hvæsandi hveri. 1 sandinum voru allsstað- ar pyttir, sjóðandi heitir. Mér, sem var forsjón Öddu og átti að moka ofan á hana sandinum, fannst það allóvænlegt, ef sjóð- andi hver gysi upp undir bakinu á henni, þó að ég vissi hana allvel færa í rennandi og köldu vatni, og bjóst við, að hún þyldi ekki hveravatnið. En rétt í þessu bar þar að tvo yngissveina, mjög svo góðviljaða. Þeir hjálpuðu mér að finna góðan stað handa Öddu og moka ofan á hana, buðu okkur síðan að koma heim að Laugar- vatni um kvöldið að dansa. En laun heims- ins eru vanþakklæti, og það fengu þessir tveir piltar einnig að reyna. Við höfðum nefnilega heitið því, áður en við fórum að heiman, að fara ekki í neitt „útstáelsi", svo að við stóðumst allar freistingar. Fóru þeir við svo búið og fannst víst við vera hálf kyndugar yngismeyjar. Þegar Adda hafði'legið dálitla stund í sandinum, ætlaði hún að skola hann af sér í vígðu lauginni. Við löbbuðum þangað, Adda á baðslopp og sundbol, en ég í öllum fötum með hand- klæði hennar í höndum. Fólkið, sem allt vax baðklætt, horfði með undrun á okkur, og þegar þetta hafði gengið svo í viku, var það víst farið að halda, að Adda væri prinsessa, en ég auðvirðileg þerna, sem mætti ekki baða sig í viðurvist prinsess- unnar. Vígða laugin var mjög heit og kom- umst við að þeirri niðurstöðu, að kraftur hennar væri helzt fólginn í hita hennar, en það fannst okkur minna dálítið óþægilega á verri staðinn af þeim tveim, sem mögu- leikar eru á að lenda í eftir dauðann. Einu sinni sem oftar, þegar Adda var að fara í sandinn, rákumst við á hina frægu leikkonu Soffíu Guðlaugsdóttur, sem líka var að fara í sandinn. Ég fekk nú það öfundsverða hlutverk að moka bæði ofan á leikkonuna og Öddu. En þegar ég er búin að gusa góðri skóflu ofan á þær, þá æpir leikkonan upp yfir sig. Eg fölna af skelfingu, og leifturskjótt bregður fyrir í huga mér hugsuninni um málaferli og skaðabætur fyrir að hafa skaðbrennt fræga leikkonu með gálauslegri meðferð á heitum sandi. En til allrar hamingju sást ekki nema lítill rauður blettur á öðrum fæti leikkonunnar. Ég tók margar, fallegar myndir við þessi tækifæri. Þar á meðal eina af Öddu og leikkonunni í sandinum, þar sem ekkert stóð upp úr nema hausarnir og glytti í stórutána á Öddu. Annars leið þessi vika án þess að nokkuð markvert bæri til tíð- inda. Á laugardegi voru töðugjöld. Þá fengum við miklar krásir að borða, og Adda fekk tækifæri til að sýna kunnáttu sína. Hún fór að tala um hve margir hestar hefðu fengizt af túninu og hvernig taðan hefði verkazt o. s. frv., og kann ég varla að nefna það, því að ég skildi ekki hið allra minnsta af því. Við vorum búnar að vera hálfan mánuð í sveitinni án þess að hafa gert ærlegt handtak. En þar sem fólk kemur venju- lega með einhverjar sveitaafurðir, þegar það kemur á haustin, vildum við ekki láta okkar eftir liggja og fórum á berjamó þrjá síðustu dagana. Við fundum nóg af berj- um og kepptumst við að tína, en Öddu fannst ég ekki fara neitt myndarlega að því; ég vildi helzt liggja við það. Ég sá, að það var langheppilegasta aðferðin, því að með því sló ég tvær eða jafnvel þrjár Framh. á bls. 22.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.