Vikan


Vikan - 13.04.1939, Blaðsíða 16

Vikan - 13.04.1939, Blaðsíða 16
16 VIKAN Nr. 15, 1939 þjónn þama hjá okkur, sem er einhver frumlegasti maður, sem ég þekki. Ég skal einhverntíma koma með hann hingað . . . Gjörðu svo vel að gefa mér salt, Anna. Anna nær í saltið. István heldur áfram með sögu sína: — Vitið þið, hvernig maður getur orð- ið flugríkur? Mér hefir dottið snjallræði í hug — ávísanafalsanir. Á ég að segja ykk- ur það? — Gerðu það! segir Klárí skipandi. — Ávísanafalsanir? segir Jani og er alveg undrandi. — Auðvitað dettur mér aldrei í hug að gera það . . . Mér hefir aðeins dottið þetta í hug. Þetta er snjöll hugmynd. Hugsið ykkur, að einhver tiginn Ameríkumaður komi inn í Crédit Lyonnais. Hann fleygir kæruleysislega ávísun á amerískan banka á borðið. Ávísunin er upp á hálfa milljón franka. — Er ávísunin ófölsuð? spyr Jani. — Nei, auðvitað ekki. Ameríkumaður- inn hefir falsað hana í París. Auðvitað greiðir Crédit Lyonnais ekki svona stóra ávísun á óþekktan banka í Ameríku. Þeir afsaka sig og segja, að þeir verði að at- huga þetta. — Mais naturellement, segir maðurinn með amerískum framburði og fleygir fimmdollaraseðli á borðið. — Borg- un fyrir símskeyti, segir hann göfugmann- lega og fer. — Án peninganna? spyr Klárí hæðnis- lega. — Það er nú ekki mikill vandi. Ég gæti hæglega gert þetta. — Vertu nú róleg, kjáninn þinn! segir István og þaggar niður í henni. — Jæja, hann fer þá út. Crédit Lyonnais sendir skeyti. Morguninn eftir kemur símasendill- inn með svar frá bankanum í Ameríku. Hr. N. N. á þrjár milljónir inni í bank- anum. — Hvernig er þetta hægt? spyr Jani undrandi. — Er ávísunin ekki fölsk? spyr Klárí. — Jú, hvað haldið þið? Getið þið, ef þið getið! Hálftíma síðar kemur maður- inn, og ávísun hans er hiklaust borguð. — Ávísunin hefir verið ósvikin, segir Klárí. — Auðvitað var hún það ekki. — Þá hefir símskeytið verið falsað, seg- ir Jani. — En hvernig er hægt að falsa símskeyti ? — Þú ert á réttri leið, segir István. — Þú skalt ekki vera að reyna að brjóta heilann um þetta lengur. Þú getur hvort sem er ekki gizkað á það. Þú þarft mínar gáfur til þess. ■— En hvemig er þetta gert? — Sko! Maður sendir tvö símskeyti heim til sín. Annað hljóðar þannig: ,,Hr. N. N. á 200 dollara í Crédit Lyonnais, París“. Það er alveg sama hver undir- skriftin er. Hitt hljóðar þannig: „Einhver banki í New York — hér setur maður nafn- ið á bankanum í Ameríku, sem um er að ræða — á höfuðstól upp á þrjár milljónir dollara." Hér er líka alveg sama, hver undirskriftin er. Skiljið þið? Tvö saklaus símskeyti, en á þeim standa hin nauðsyn- legu orð við spumingu bankans. Allt, sem nú þarf að gera, er að ná í símskeytaeyði- blöð á einhverju pósthúsinu og líma þessi orð á þau. Samsektarmaður manns klæðir sig eins og símasendill og afhendir sím- skeytið í bankann. Jæja, hvað segið þið um þetta, krakkar? Þau eru öll alveg undrandi. István borð- ar síðasta bitann og stendur upp. — Jæja, nú verð ég að fara á nætur- skemmtistaðinn. Nú fara gestimir að koma. Verið þið sæl. Ég kem bráðum aftur. Friðurinn er kominn aftur. Og það var óheppilegt fyrir Önnu, því að þegar István kemur aftur er laugardagur, og Pia Monica er hjá Önnu. — Enchantée, monsieur Weygand, segir hún brosandi, þegar hann er kynntur fyrir henni, og honum finnst rödd hennar hljóma fyrir eyrum sér eins og hljóðfæra- sláttur í margar vikur á eftir. Slæpingjar geta líka orðið ástfangnir. Það kemur ýmislegt undarlegt fyrir Ist- ván þennan dag. Hann skrökvar engu, er blátt áfram þegjandalegur. Hann starir fullur aðdáunnar á hina yndislegu, Ijós- hærðu stúlku. Hann vaknar fyrst aftur til lífsins, þegar Pia kveður. Þá sprettur Ist- ván upp og býður henni að fylgja henni heim. Heimsóknin hefir alls ekki heppnazt eins vel og heimsókn Önnu til Montparnasse, þar sem monsieur Meneghetti, lítill, grann- ur, dökkur og töfrandi, var viðstaddur. — Þannig er mál með vexti, að stúlkurnar vita ekki, hvað þær eiga að segja hvor við aðra. Þær skilja að vísu hvor aðra, örlög þeirra hafa fært þær saman, en það er ekk- ert hægt að tala um það. Þar fyrir utan eiga þær fátt sameiginlegt, í mesta lagi veika og óljósa samúð, — það er allt og sumt. Undir eins og þær hafa lokið því að ræða um verzlunina, er umræðuefnið þrotið. Til allrar hamingju geðjast Klárí vel að Pia, svo að þær spjalla saman. Anna tók heldur ekki eftir því, að István var annars hugar, og hún tekur heldur ekki eftir því, að hann sést ekki í langan tíma. Hún heldur, að næturskemmtistað- urinn sé vel sóttur. Önnu líður vel, þegar hún sér ekki István, en samt er henni dá- lítið órótt. Henni leiðist líka dálitið, að István skuli aldrei bíða eftir henni fyrir utan verzlun- ina nú orðið. Ef til vill er það bara betra. Anna mundi ekki hafa tíma til að slóra á leiðinni, kveðja hann með kossi við hvert götuhom og fylgjast síðan með honum hlæjandi áfram. Bardichinov frændi er mjög veikur. Hann er með lungnabólgu. Anna flýtir sér til hans strax að lokinni vinnu. Þau skiptast á um að vera hjá hon- um. Cathrina situr hjá honum á morgn- ana, frú Barabás síðari hluta daganna, Anna á kvöldin, og auðvitað koma karl- mennirnir: Liiv, Alvarez og Barabás, þegar þeir mega vera að því. Þangað koma líka Rússar, vinir Bardichinovs, Kalinin, Tou- chachevski og Marnov greifafrú. Anna myndi með glöðu geði vaka yfir honum alla nóttina, en öllum til undrunar fer Klárí að skipta sér af þessu, þó að það sé almennt áhtið, að hún hafi hjarta úr steini og henni sé sama um alla. — Eg get látið á hann kalda bakstra alveg eins vel og aðrir, og ef til vill betur en þú, segir hún við Önnu. — Og þú þarft ekki að líta á mig lengur sem pelabarn. Ég er þrettán ára, bráðum fjórtán. — Mamma leyfir þér það ekki, segir Anna. — Ég skal tala við mömmu. Þú getur verið hjá honum til klukkan eitt. Þú þarft ekkert annað að gera en að tala við Liiv og aðra heimsækjendur. Ég fer að hátta klukkan átta, sef til eitt og leysi þig þá af hólmi. Þá eru gestirnir til allrar ham- ingju farnir. Og þú getur líka sofið út. Barabásfjölskyldan veit, að það þýðir ekkert að andmæla Klárí. Klárí er ákveð- in og þrjózkufull. Hún þrábiður þau, þang- að til hún fær vilja sínum framgengt. — Þegar hún var lítil var hún barin, en nú stendur hún með svo hörðum og ákveðn- um svip fyrir framan frú Barabás, að hún þorir ekki að snerta á henni, og því þorir Anna ekki heldur. Eftir dálitlar umræður, fram og aftur, er fallizt á, að Klárí byrji klukkan tvö. Síðan hefjast sjúkravökum- ar. Auðvitað veit enginn, ekki Anna einu sinni, að Bardichinov frænda líður verst á daginn. Hitinn lækkar, hann fær meðvit- undina og hræðist dauðann. — Bara að ég væri heima, EJárí mín . . . En að deyja í ókunnu landi . . . — Bardichinov frændi, veikt fólk má ekki tala vitleysu. Ég ætla ekki að and- mæla þér, en hugsaðu þér, hvað þú munt skammast þín, þegar þér fer að batna. — Þú ert vitur, Klárí, — vitur og út- farin. En ég trúi þér ekki. Ég óttast dauð- ann, Klárí. — Þú hefir sofið í dag, Bardichinov frændi. Þessvegna veiztu ekki, hvað veðr- ið er orðið gott. Þú þarft að fá dálítið sól- skin, Bardichinov frændi. I næstu viku sitj- um við inni í Luxemborgargarðinum eða við förum upp í Buttes-Chaumont. Þar get ég tínt fjólur handa þér. — Fjólur, tautar Bardichinov frændi og sofnar. Klárí er hjá honum þangað til klukkan sjö um morguninn, en þá kemur Cathrina, og Klárí hleypur heim til að búa sig í skól- ann. Um kvöldið hækkar hitinn í Bardichinov. Hann hefir óráð. Hann heldur æsingaræð- ur og er ekkert nema þrjózkan. Anna heldur í fyrstu, að það séu kommúnistar, sem hann er að rífast við, en kemst síðan að því, að hann er á bankafundi og er að tala við hluthafana. Hann hefir algjörlega gleymt síðastliðnum tíu árum. Hann er heima, ræðir um vexti og skuldabréf ■'úð starfsbræður sína og hluthafa. Stundum talar hann samhengislaust. Hann kemur fyrst til sjálfs sín undir morgun, og það er enn verra.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.