Vikan


Vikan - 13.04.1939, Blaðsíða 17

Vikan - 13.04.1939, Blaðsíða 17
Nr. 15, 1939 VIKAN 17 Við austurströnd Adriahafs ganga fjöll lengstum fast að sjó fram. Eyjar og sker eru þar úti fyrir, og sumsstaðar skerast krókóttir firðir inn í landið. En sunnarlega á þessari strönd víkja fjöllin frá hafinu á alllöngu svæði, svo sléttlendi myndast milli þeirra og strandarinnar, 30—100 km. breitt. Þaxna er Albania, æfintýralandið Shqipnia, sem nú er á allra vörum. Og það er norður- hluti landsins, sem er svo láglendur með ströndinni. Sunnar, þar sem Adriahafið tekur enda, og breitt og blátt Otrantosund mókir milli Apuliuskagans ítalska og Glossa-höfða í Albaniu, ganga brött fjöll aftur að sjó fram, sumsstaðar nakin, sums- staðar vafin sígrænum skógum. Ströndin er áveðra fyrir suðvestanvind- um vetrarmánaðanna, og á allri strand- lengjunni, sem er nærri 350 km. löng, eru ekki nema fimm viðunanlegar hafnir. Or- sök þess er sú, að ár, sem renna fram yfir sléttuna, hafa myndað með framburði sín- um óshólma, og út frá þeim teygjast löng sandrif með fram ströndinni. Eru grunn lón og strandvötn innan við þau, sem eru ófær skipum. Sléttan er víða mjög lág og mýrlend. Eru þar stór svæði óræktuð og ill-byggileg vegna malariusóttar, sem er landlæg í fenjum og foræðum lægstu og votlendustu svæðanna. En þar sem slétt- an er þurr, er hún frjósöm og vel ræktuð, og myndi með framræslu vera hægt að auka hið ræktanlega land að stórum mun. Norðan að landinu liggur Jugoslafia. Er þar á landamærunum stöðuvatn, sem kennt er við borgina Skutari. Austan við vatnið og meðfram sléttunni allri að austan og sunnan raða sér há og hrikaleg fjöll. Ná þau yfir landið allt austan og sunnanvert. Þau eru úr kalksteini og sandsteini, og víða sundurgrafin af giljum, gjám og þröngum dölum. Þau eru samvaxin fjalllendum syðsta hluta Jugoslafiu og Norður- Grikk- lands. Eftir dölunum renna straumharðar ár. Lengst þeirra er Drin. Kemur önnur aðalkvísl hennar upp í Ochridavatni við austurlandamærin og er kölluð Svarta- Drin. Rennur hún eftir löngum dal til norð- urs og beygir síðan fram á sléttuna. Bo- jana, ein af kvíslum hennar, hefir öðru hvoru hálfdrekkt borginni Skutari í vatns- flóðum sínum. Aðrar ár eru Skumbi, Semeni og Vojussa, sem renna hver eftir sínum þverdalnum vestur um fjöllin. Þótt Albania sé hvergi breiðari frá vestri til austurs en um 150 km., gætir all- mikils mismunar á loftslagi strandarinnar og héraðanna, er innst liggja og austast. Við ströndina er Miðjarðarhafsloftslag, sumurin heit og þurrviðrasöm, vetur mild- ir og regnsælir. En þegar kemur austur í f jöllin, gætir meira einkenna meginlands- loftslags. Þar geta komið frosthörkur á vetrum og fannfergi. Albania nýtur að meðaltali mestrar úrkomu allra Balkan- landa (um 150 cm.). Af þessu leiðir, að gróðurlag landsins er all-fjölbreytilegt. Á láglendinu er há- vaxinn fenja- og mýrargróður og í vestur- Albaniav undralandið við Adriahaf, sem nú er á allra vörum. Stutt landfræðilegt yfirlit. — Eftir KNÚT ARNGRfMSSON. hlíðum fjallanna eru sígræn lauftré og kastaníutré, en í dölunum innar í landinu, eru sumargrænir skógar (eik og beyki). Voru þessir skógar blómlegri áður fyrr,J| en eru nú í niðurníðslu vegna óhyggilegr-' ar meðferðar. Til fjalla er svo kyrkings- legt kjarr og lágvaxinn fjallagróður, sem er vel fallinn til beitar á sumrin. En víða eru f jöll ber og gróðurlaus, hamrabelti og gljúfur og hrikalegir tindar. Þegar sögur hófust, bjó á austurströnd Adriahafs þjóð, er nefndist Illyrar. Munu þeir áður fyrr hafa byggt nokkurn hluta Alpalandanna, en verið hraktir suður á bóginn af Keltum. Þessa þjóð lögðu Róm- verjar undir sig á 3. öld. f. Kr. Fór það orð af Illyrum, að þeir væru lítt siðaðir, en týhraustir* og þóttu frábærir málaliðs- menn. Frá höfninni Dyrrhachium (nú Durazzo) lögðu Rómverjar veg (Via Egnatia) um Sumbidal, austur að Ochida- vatni og áfram austur um skagann. Þegar Rómaveldi skiptist, féll Illyria í hlut Vest- rómverska ríkisins. En þegar það liðaðist í sundur á síðari hluta 5. aldar, komst hún undir yfirráð keisarans í Konstantínópél. Á 7. öld sóttu slafneskar þjóðir inn í landið og settust að í norðurhluta þess, þ. e. hlut- anum sem nú telst til Jugoslafíu. En syðri hluti hinnar gömlu Illyriu varðist Slöfum. Þar búa nú Albanir eða Arn- autar, eins og þeir eru stundum nefndir. Það er því þjóðernisarfur Illyra, sem enn lifir meðal Albana, á sama hátt og Baskar geyma þjóðernisarf Ibera, hinna fornu íbúa Pyreneaskagans. Mál Albana er af indoevropeiskum uppruna, en hefir sér- stöðu meðal indoevropeiskra tungna, svo Albanir eru sér í flokki, hvað tungumál snertir. Aftur á móti eru þeir taldir til hins „dinariska“ kyns, sem er útbreitt um Alpalöndin austanverð og norðanverðan Balkanskaga og Rúmeníu. Albönsk tunga greinist í tvær aðalmállýzkur, mál Ghega norðantil í landinu og mál Toska sunnan til. Svo ólíkar eru mállýzkurnar, að Ghegar og Toskar eiga örðugt með að skilja hvorir aðra. Á 14. öld þegar hið ítalska kaupmanna- veldi Venezia drottnaði við Adriahaf, lentu helztu hafnir Albaníu undir venezisk yfir- ráð. En þegar leið fram á 15. öldina, fengu Albanir að kenna á nýju og háskalegu valdi, er vofði yfir öllum Balkanlönd- um. Það voru Tyrkir. Lentu nú Albanir undir yfirráð þeirra, en tókst um skeið (frá 1443—1468) að halda sjálfstæði. Nutu þeir þá forustu Georgs Castriota II, hins ágætasta þjóðhöfðingja. En síðan féll landið aftur undir yfirráð Tyrkja, og tóku þá Albanir Múhamedstrú, sem enn er trú meirihlutans í landinu. Á 3. tug 19. aldar, þegar Grikkir brutust undan Tyrkjum, hófst einnig frelsishreyfing þjóðemislegs eðlis meðal Albana, og það sem eftir var af öldinni, gekk þróunin fet fyrir fet í átt- ina til aukins sjálfstæðis. En þegar stjórn Ung-Tyrkja kippti að sér hendinni og vildi svifta þá því sjálfsforræði, sem áunnizt hafði, var Albönum nóg boðið. Þeir hófu uppreisn gegn Tyrkjum, og hófst þá Balkanstyrjöldin 1912. Á Lundúnaráð- stefnunni sama ár viðurkenndu fulltrúar • stórveldanna sjálfstæði Albaníu. ■ En 1914 þegar Heimsstyrjöldin brauzt rút, óðu herir frá Serbíu, Montenegro og ítalíu yfir landið, og var þá sjálfstæði Albaníu úr sögunni um skeið. Seinna náðu Austurríkismenn landinu á vald sitt. En eftir að ítalir með fulltingi Frakka höfðu hrakið Austurríkismenn þaðan burt, lýstu þeir því yfir, að Albanía væri aftur sjálf- stætt ríki og settu nýja stjórn á laggirn- ar í Durazzo 3. júní 1917. Síðan hvarflaði það að ítölum, Grikkjum og Jugoslafíu- mönnum að skipta landinu milli sín, en af því varð þó ekki, og varð samkomulag um það í Versölum, að Albanía skyldi halda sjálfstæði sínu. Ríkið varð lýðveldi. 1925 varð Ahmed Zogu forseti þess. Tók hann sér konungsnafn 1928. Eins og landið er auðugt af sérkenni- legri fegurð og hrikaleik, svo æfintýra- gjarnir ferðamenn leggja þangað leið sína, þá er þjóðin ekki síður furðuleg á marga lund og fastheldin við æfafoma siði og lífs- venjur. Hefir þar haldist við í háttum fólksins margt frá löngu liðnum tímum, sem furðu gegnir að fyrirhitta í Evrópu- landi á 20. öld. Þjóðin skiptist í ættflokka eða þorpsríki (Zadruga), sem átt hafa löngum í deilum og skærum sín á milli. Mönnum er skylt að hefna ættingja sinna, og býður þá löngum ein hefndin annari heim, eins og kunnugt er úr íslendingasög- um. Það er eins og hinum aðfluttu trúar- brögðum, kristni og Islam, hafi aldrei tek- izt að uppræta hjá þessari heiftræknu þjóð æfafornan illyriskan anda. Og enda þótt rétt sé, að trúa varlega ýmsu, sem ritað er um þjóðir, sem eitthvað sérkenni- legt er við (og ættum við íslendingar að fara nærri um slíkt af eigin reynd), þá mun mega hafa það fyrir satt, að til þessa dags tíðkast meðal Albana ránsferðir og margskonar miðaldalegur ribbaldaskapur — jafnvel kvennarán. A síðustu árum mun þó allmikið hafa verið unnið að því að ryðja „evrópeiskri" menningu braut með lagasetningu og bættri menntun, og hefir sjálfsagt áunnizt nokkuð í því efni, því þjóðin er að eðlis- fari talin greind og næm. En víða ber byggðaskipun og húsagerð þess vitni, að róstusamt hefir verið í land- inn. Þorpum er tyllt á hnjúka og hömrum girta staði, svo örðugt sé að sækja að þeim. Og algeng eru hús, sem reist eru með kast- alalagi og háum varðtumum. Að mörgu leyti ber þjóðlífið austrænan svip. Veldur

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.