Vikan


Vikan - 13.04.1939, Blaðsíða 9

Vikan - 13.04.1939, Blaðsíða 9
Nr. 15, 1939 VIKAN 9 Drengurinn Þegar Legoec gamla, gömul kona frá Bretagne, úr héraðinu Pont-Labbé, tók við blaðinu, sem pósturinn færði henni á hverjum morgni, datt henhi ekki í hug að lesa það strax. I fyrsta lagi var hún ekki með gleraugun sín, og í öðru lagi þurfti hún fyrst að sinna skepnunum. Það var kominn tími til að gefa kúnni og kind- unum. Þegar klukkan var þrjú, og hún var bú- in að ljúka verkunum í peningshúsinu, fór hún inn, náði í gleraugun sín, þurrkaði þau vandlega og fór að stafa sig fram úr blað- inu. Hún las það alltaf samvizkusamlega frá fyrstu til síðustu síðu, og þegar hún var búin að lesa fréttirnar, las hún aug- lýsingarnar. En þennan dag komst hún ekki svo langt. Hún var ekki komin lengra en á þriðju síðu, þar sem glæpadálkurinn var, þegar hún tók allt í einu að skjálfa, færði blaðið nær augunum eins og hún tryði því ekki, að hún hefði lesið rétt: — Hr. Benneau, lögreglustjórinn í 21. umdæmi, tók mann fastan í Claudestin- drykkjukránni í gær. Fanginn, aumingi, sem kallar sig Jean Legoec, bjó í tveimur herbergjum í Rue de la Fontaineau 46. Lögreglan hefir lengi haft gætur á hon- um, og er hann grunaður um að vera rið- inn við glæpinn, sem framinn var fyrir nokkrum mánuðum í Nogent, en aðal- mennirnir hafa ekki náðst enn. 1 næstu viku verður hann yfirheyrður. Fyrst um sinn situr hann í La Santé-f angelsinu. Legoec gamla las þessa hræðilegu fregn að minnsta kosti tvisvar sinnum og fór síðan að hágráta. Jean Legoec var einkasonur hennar, 25 ára gamall. Fyrir einu ári hafði hann far- ið í atvinnuleit til Parísar, þrátt fyrir það, að móðir hans hafði þrábeðið hann um að vera kyrran heima. Gat það verið, að drengurinn hennar, hann Jean litli, hefði verið tekinn fastur eins og hver annar glæpamaður? Ö, því miður var það allt of satt, svona blöð fara ekki með neitt þvaður. Götunúmerið, nafnið, allt stóð heima! Hún þekkti svo vel þetta heimilis- fang, þangað hafði hún sent öll bréfin hans. Hún gat ekki skihð, hvað þeir áttu við með því, að „lögreglan hefði lengi haft gætur á honum“, og að hann hefði verið riðinn við þenna andstyggilega glæp í Nogent, nei, það hlaut að stafa af ein- hverjum misskilningi. Hún þekkti dreng- inn sinn alltof vel til að vita, að hann gat ekki framið þesskonar glæp. Það hlaut að vera hægt að koma þeim í skilning um það. En eitt var áreiðanlegt: drengurinn hennar sat í fangelsi. Hún afbar ekki þessa hugsun, og með þeirri festu, sem allar konur frá Bretagne eru gæddar, ákvað hún að fara og finna hann. En það er nú einu sinni ekki hægt að fara frá sveitabæ fyrirvaralaust. Einhver þurfti að hirða og gefa skepnunum, og það var ýmislegt annað, sem þurfti að gera. Hún varð að ná í einhvern nágrannanna og biðja hann um að annast verkin. Þegar hún hafði lokið því, setti hún dótið sitt niður í tösku.------- Snemma næsta morgun sat Legoec gamla, niðursokkin í hinar ömurlegu hugs- anir sínar, á hörðum bekk í klefa á þriðja farrými. Hún sá drenginn sinn í anda liggjandi á votum hálmi og kalla á móður sína eins og hann gerði, þegar hann var lítill dreng- ur. Hann hafði alltaf verið svo góður drengur, og hann var líka vel gefinn, það sagði að minnsta kosti presturinn, sem fermdi hann. Og hann hafði alltaf lesið bænirnar sínar eins og góður og vel inn- rættur drengur. Smásaga. hennar. En nú hafði stórborgin vélað hann á vald sitt — — og nú — nú var það gengið svo langt, að hann sat í fangelsi, og guð mátti vita, hve lengi hann yrði þar. Kann- ske æfilangt-------(við þessa hræðilegu hugsun fór hún að skjálfa eins og hún hefði hitasótt), kannske myndu þeir taka hann af lífi. Hún sá í anda rauðu fall- öxina, sem bar við fölan morgunhimininn, og drenginn sinn leiddan að henni í hlekkj- um. Þegar hún stóð í járnbrautargarðinum í hinni stóru, ókunnu borg, tók hún blaðið upp og las í tuttugasta sinn frásögnina. — Legoec er í Santé-fangelsinu, las hún aftur. Hún gekk til lögregluþjóns og bað hann að vísa sér á fangelsið. — Þér gangið fyrst niður að Montpar- nasse, að Pont Royal, og þar snúið þér til hægri. Síðan haldið þér beint áfram, þang- að til þér komið að lítilli götu til hægri handar. Því að þér eruð líklega að fara í fangelsið, kona góð? — Já, þangað ætla ég. Það er — ég ætla að heimsækja drenginn minn. — Jæja, þegar þér hafið gengið niður litlu götuna, munuð þér áreiðanlega finna fangelsið. Það er stóra, gráa byggingin. Hún gekk lengi, miklu lengur en hún þurfti, því að hún viltist hvað eftir annað. Hún skammaðist sín fyrir að spyrja til vegar að fangelsinu, og henni fannst allir horfa á sig forvitnislega og hæðnislega, þegar hún var búin að skýra frá því, hvert ferðinni væri heitið. En eftir langa mæðu náði hún takmark- inu, þreytt og grátbólgin. Þegar hún ætlaði inn, var hún stöðvuð af verði, og þá tóku hné hennar að skjálfa svo, að hún var hrædd um að detta. — Þegar þér komið inn, getið þér snúið yður til eftirlitsmannsins. Við hann sagði hún: — Getið þér ekki sagt mér, hvar dreng- urinn minn er? Ég er komin til að heim- sækja hann. — Drengurinn yðar, kona góð ? Einmitt það. Hvað heitir hann? — Jean Legoec. — Jean Legoec? Ég þekki hann ekki. Gamla konan hélt blaðinu fyrir framan hann með skjálfandi hendi. Hann athugaði bókina sína, en fann nafnið hvergi. Allt í einu virtist hann átta sig. — Eigið þér ekki við Frangois Tessou? Framh. á bls. 20.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.