Vikan


Vikan - 19.10.1939, Blaðsíða 4

Vikan - 19.10.1939, Blaðsíða 4
4 VIK A N Nr. 42, 1939 ná á kostnað Frakklands og Belgíu og þó einkum Englands. Þessi voru í raun og veru markmið Þýzkalands í heimsstyrj- öldinni miklu. Eða hver voru þau ella? Ég hefi aldrei séð neitt um það. Fyrir þá sem telja sig sjá eitthvað nýtt og fordæmislaust í þeirri þýzku útþenslu, sem nú hefir í nafni nazismans gleypt Austurríki og Tékkóslóvakíu, og gert Pól- land að einum blóðugasta vígvelli í sögu mannkynsins, er gott að minnast eins manns, sem er sérkennilegastur af öllum spámönnum stórþýzku stefnunnar. Hann hét Hauston Stuart Chamberlain. Hann var fæddur Englendingur, en gerðist þýzk- ur borgari. Árum saman var hann haldinn af sérkennilegu hatri til þjóðar sinnar. Hann ritaði bók eina, er hann nefndi: Die Grundlagen des neunzehnten Jahr- hunderts. Bók þessi er þrungin af nærri þrælslegri aðdáun á Þýzkalandi, þýzkum stofnunum og öllu þýzku. Samtímis sér höfundurinn í Þjóðverjum þann kynstofn drottnara, sem í óhemjandi styrkleika verði að brjóta undir sig allar aðrar þjóð- ir. Undirmáls þjóðirnar eru aðeins til til þess að þjóna þessari einu, og gagnvart henni eru þær allar undirmálsmenn. Haust- on Chamberlain gerðist fyrstur til þess að prédika yfirburði hins norræna, þýzka kyn- stofns, krafðist af Þjóðverjum, að þeir hyrfu aftur til síns norræna uppruna, héldu kynstofni sínum hreinum, og settu á laggirnar í sínu sívaxandi veldi, hóp af einvala foringjaliði, sem drottnaði yfir lýðnum með fullkomnu einræði, en þokaði jafnframt ríkinu áfram til sívaxandi valds, yfirdrottnunar og dýrðar. Það er nú löngu kunnugt, að bæði Alfred Rosenberg og Adolf Hitler eru miklir að- dáendur og lærisveinar Hauston Chamber- lains. Ég hefi brotizt í gegnum ógrynni af JÓN FRÁ LJÁRSKÓGUM: Ég er aleinn í stofunni---------- tjti er dimmt, ýlt'randi stormurinn hamast á glugga og ljósið mitt hey’r sinn hildarleik við húmsins flöktandi skugga. Að eyrum mér berast ömurleg hljóð — ýmist sem stynjandi, kveinandi grátur eða skerandi, ofboðslegt örvita-fliss — ískrandi djöflahlátur----- hersveitirnar gera það. Þess vegna eru nú tugir fáráðlinga í hverju landi álfunnar, sem nauðugir viljugir verða að leika það hlutverk fíflsins, að bölva yfir þeim þýzka her, sem stendur yfir undurokuðu Póllandi á vestari Weichsel-bakka, en kyrja fagnað- arsöngva yfir þeim rússneska her, sem stendur með járnhæl yfir undirokuðu Pól- landi á austari Veichsel-bakka. En Stalin man, að gamla Rússland átti hér lönd. Hinn rauði litur á eftir að afmá Estland, Lettland og Lithauen. Auk þess ná óskir Stalins til Finnlands. Og Rússland þarf ís- lausar hafnir úti við Atlantshaf, þar sem Nazistabókmenntum, þar á meðal Mein^plsland bíður, handan við yztu sjónarrönd, Kampf eftir Hitler. Ég verð að segja alveg' eins og er, að þetta allt verkar á mig eins^ og mjög klunnaleg tilbrigði og ramsöng upp- suða úr ritum aðalpostula stórþýzku stefn- unnar, Lagardes, Frantz, Naumanns, Cham- berlains o. fl. Markmiðin eru þaðan rök- semdirnar þaðan. Útþensla þriðja ríkisins er ekkert annað en hinn gamli þýzki stór- veldisdraumur, að þessu sinni dulbúinn kenningunni um siðferðilega og vitsmuna- lega yfirburði hins norræna, þýzka kyn- stofns. Hið brúna Stór-Þýzkaland, sem Hitler sér í óskum sínum og vonum er stór- veldið, sem Dr. Naumann lýsir í „Mittel- Europa“. En austur í Kreml situr Stalin og hann vill líka vera með í þessum leik, að skapa nýja Evrópu. Og hann á fleiri eldvopn til þess að vinna með að uppfyllingu drauma sinna en 3Va þumlungs langa reykjarpípu. Stórveldisdraumur hans er líka dulbúinn. Hann er dulbúinn kenningunni um frels- andi mátt kommúnismans fyrir þá undir- okuðu og hrjáðu. Þess vegna ber öllum sönnum verkalýðs vinum að fagna þegar rauði herinn leggur undir sig lönd. Það er allt annað og virðulegra en þegar þýzku eins og stöpull á leiðinni til Ameríku. Þess vegna er Norður-Svíþjóð með alla sína málma og Norður-Noregur með allar sínar hafnir á óskakorti Stalins. Auk þess Bess- arabía og bætt aðstaða á Balkan. Balkan á að verða þýzk-rússneskt samningasvæði. Og vesahngs Island! Hvað verður um það? Mun það þykja svo lítill biti, að há- karlskjaftur stórveldanna fáist ekki til að lúta að svo litlu? Þær eru minni eyjarnar, sem Rússland er nú að týna upp í Eystra- salti. En hitt má engum koma á óvart, að um leið og rauði herinn bítur sig fast- an í Finnlandi og Norður-Svíþjóð, og þjón- ar Stalins hafa setzt að í Atlantshafshöfn- um á vesturströnd Noregs, þá hlýtur Þýzkaland a,f hernaðarfræðilegum ástæð- um að taka Danmörku í vernd sína. Það mundi þá verða hinn blessunarríki árang- ur af vernd Sovét-Rússlands fyrir lýðræði og lýðfrelsi í álfunni. Þar með er ekki sagt, að Danmörk sé á óska-korti Hitlers. Mér er nær að halda, að svo sé alls ekki. En honum kann að þykja sem vinur hans Stalin taki svo hraustlega til matar síns við hinn stórpólitíska málsverð austur í Moskva, að það sé annað hvort að gera Ljósið mitt slokknar . .. Ég er hérna einn umvafinn myrkranna lamandi hrylling, finn, hversu hríslast um hverja taug- hræðslunnar orðvana trylling. Stormurinn eykur sín ýlfrandi kvein — sem úlfahjörð þyrpist á gluggann í flýti gólaudi fárlegan feigðarsöng eins og fordæmdar sálir í víti---- Nákaldur gjóstur um gættirnar hvín, geigþrunginn, næðandi’ um hörund mitt fer ’hann — sem fálmandi loppa, loðin og köld, leitandi káfi’ um mig beran. — Gjósturinn breytist í græðgislegt hvás — Glámsaugu stara úr koldimmu horni, feiknþrungin, ógnandi færast þau nær . . . Ó, fer ekki að birta af morgni? að góma einhvern bita, áður en Stalin sporðrennir síðustu hnútunni. Mun þá mörgum þykja vora vel um Norðurlönd, ekki síður en um AusturAlpa, ef morgunroði kommúnismans skín af Noregsströndum á hið kalda ísland, en hinn „brennadi ylur“ þýzkra hugsjóna sunnan af Sjálandi. Hitt er vorkunn, þó að margir væru þess óskandi, að til slíkra atburða drægi ekki. Eins og augljóst er af þessu, þá getur vel svo farið, að óskaheimur þeirra Hitlers og Stalins rekist á. Vináttugrundvöllurinn er dauðtryggur, það sem hann nær, en hann er ekki endalaus. Hann er dauðtrygg- ur á meðan þeir eru að skipta Póllandi, og geta báðir í sameiningu með litlum fórn- um ráðið niðurlögum þessarar minni mátt- ar þjóðar. Hann er sömuleiðis tryggur á meðan að Rússland innbyrðir Eystrasalts- ríkin Estland, Lettland og Lithauen, og gerir „nauðsynlegar“ breytingar til örygg- is á Finnlandi og norðanverðri Skandi- navíu. Hann er sömuleiðis óbifandi um það að efla Hitler, til þess að geta haldið uppi styrjöld gegn vesturveldunum, Frakklandi og Bretlandi, í von um að geta veikt þau svo og lamað innan frá, að þar verði jarð- vegur fyrir kommúnistauppreisnir og aðra þjónustu við heimsyfirdrottnunarstefnu Stalins. Hann er ennfremur óbrigðull um það að skapa Hitler aðstöðu til þess að halda styrjöldinni svo lengi áfram, að.hann neyðist til að leggja óbærilegar byrðar á sína eigin þjóð, til þess á síðan, í skjóli innra veikleika Þýzkalands, að geta kosið sér sjálfur bróðurpartinn af því, sem hin rússnesku og þýzku vopn hafa brotið undir sig í sameiningu. I þessu öllu sér Stalin ótakmarkaða möguleika og glottir ánægju- lega í kamp, þar sem hann situr og tottar pípu sína í skjóli hinna þykku Kremlmúra.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.