Vikan


Vikan - 19.10.1939, Blaðsíða 18

Vikan - 19.10.1939, Blaðsíða 18
18 VIKAN Nr. 42, 1939 stofunni einni mínútu á undan þeim How- ard og Shirley. Hann var sannfærður um, að hann myndi aldrei á ævi sinni sjá jafn- góðan þriggja-mínútna leik. Og hann var kunnáttumaður í sinni grein. Frá því fyrst, að Shirley hafði hvíslað: — Ég er komin, elsku Rana, það er Rósa- linda------, var leikurinn alveg lýtalaus. Hann gat ekki gleymt honum. Og alltaf myndi gleðibragð sjúklingsins svífa hon- um fyrir hugskotssjónum, er Rana þekkti systur sína aftur. Svo mikla gleði hafði hann ekki séð skína út úr svip nokkurrar manneskju. Þau voru að koma niður stigann, þar sem Bukmann beið þeirra. Howard var hinn ánægðasti. — Þakka yður fyrir, Shirley. Nú er allt í lagi. Rana hefir samþykkt að láta flytja sig til Sviss, og eftir tvo mánuði verður hún komin á fætur. Bukmann leit alvarlegum augum á Shir- ley og hneigði sig. •— Dásamlegur leikur, sagði hann. — Stórkostlegt. Þrem dögum síðar bauð Shirley Buk- mann til miðdegisverðar. Það var kunnugt orðið, að Bukmann ætlaði að sýna „Strætið hét Paradís“, og Shirley spurði haiin hreint og beint að því, hvort hún ætti ekki að leika aðalhlutverkið. Hún varð meira en lítið undrandi er hann svaraði: — Það er því miður ekki hægt. Það er ákveðið. — En ég hélt, — um kvöldið — að þér vilduð sjá mig leika. Þér sögðuð: Stórkost- legt, stamaði Shirley. — Ég skal segja yður nokkuð, sagði Bukmann,1— sem fór fram hjá yður, vegna þess að þér voruð upptekin af hlutverki yðar. Frá því fyrsta, að þér komuð inn í stofuna, vissi Rana Carr, að þér voruð ekki Rósalinda. — Vissi hún, hver ég var! Reiðin sauð niðri í Shirley. — Það er ómögulegt. Hún hafði ekki hugmynd um það. — En ég segi yður, að hún vissi það. Hún var alveg ljómandi! fmyndið þér yður, hvað hennar hlutverk var miklu erfiðara en yðar. Hún var veik. Þér komuð henni að óvörum. Þér lékuð vel, en hún ekki síður -----hún sýndi á sér ófalsað gleðibragð, þó að hún vissi, að þér voruð aðeins að reyna að leika á hana. Hana langaði til að skipa yður út, en í þrjár mínútur hló hún og brosti við yður sem systur. Ég endurtek, það var stórkostlegt. Shirley varð að sitja á sér. Það hlaut að vera satt. — Ég læddist út áður en þið kvödduzt. Hjúkrunarkonan sýndi mér símskeyti frá Rósalindu, sem kom rétt áður en við kom- um, þess efnis, að Rósalinda væri meðal farþega á Berengaria og færi beint til Sviss til að hitta systur sína þar. Ég flýg þang- að á morgun, af því að Rana hefir lofað að leika aðalhlutverkið í sjónleiknum „Strætið hét Paradís". Þér eruð fögur, Shirley Miles, og þér eruð skynsamar, en Rana hefir auk þessa gott hjartaþel. FALLEGASTA ORÐIÐ. Frh. af bls. 9. tilhaldsklædda flagara. Að þessi andstyggi- legi harmonikuræfill væri rýtingur. R-r-r-u-rrr og bíllinn þau af stað. Hann stefndi upp að Grund, heim til Dagnýjar. Gunnar stóð dálitla stund kyrr, eins og steini lostinn. Svo áttaði hann sig; — rið- andi á fótunum reikaði hann af stað heim, — heim með harmonikuna undir hend- inni. Hljóðlátur sársauki gróf sig fastar í sál hans. Nú væri hann búinn að missa Dag- nýju fyrir fullt og allt og þar með hrundu allar framtíðarvonir hans til grunna. Fólk á svo auðvelt með að kynnast í dansi. Var ekki harmonikan, — dýrgrip- urinn hans, orsök alls þessa? Hann hataði hana nú, — honum var skapi næst að fleygja henni frá sér langar leiðir, — möl- brjóta hana. Hvað átti Gunnar að gera? Fara heim við svo búið, það væri óþol- andi. Var það karlmannlegt af honum að vera að flækjast hér á veginum, með hel- vítis harmonikuna, á meðan þessi ókunn- ugi sláni væri að taka hana Dagnýju frá honum. Hann átti auðvitað að elta þau upp að Grund. Hvað átti hann svo að segja, þegar hann kæmi þangað? Að hann bann- aði Dagnýju að vera með þessum ókunn- uga manni. Hann yrði að athlægi og fólkið héldi, að hann væri ekki með öllum mjalla. Upp að Grund gat hann ekki farið. Gunnar ráfaði heim til sín upp að Haga- nesi. Húsfreyjan bar mat fyrir hann, en Gunnar bragðaði varla á honum. Hann hafði enga matarlyst. — Ertu lasinn? spurði konan. — Nei, ég er ekkert lasinn. Gunnar háttaði óvenju snemma þetta kvöld. Hann reyndi að sofna til að gleyma viðburðum dagsins. En það tókst ekki. Hugsanir hans héldu honum vakandi, þær brutust fram í huga hans, — afkáralegar, ljótar. Eins og svartir ernir, með sperrtar klær, sóttu þær að honum og gáfu honum engan stundarfrið. Loks eftir miðnætti festi Gunnar blund. Honum fannst hann vera kominn út á víða völlu, og Dagný var þar hjá honum. Ánægð og áhyggjulaus reikuðu þau um þennan yndisfagra stað. Skyndilega heyrðu þau þyt mikinn, og mað- ur kom geisandi á apalgráum hesti. Hann greip í Dagnýju, dró hana á bak og reið á brott. En Gunnari fannst einkennilegt magnleysi gagntaka sig, svo að hann gat hvorki hreyft hönd né fót til að bjarga Dagnýju. Og hann sá mann við hlið sér, ef mann skyldi kalla. Hann var ekki stærri en lítill strákpési, en ákaflega höfuðstór og með klær á hverjum köggli. Hann sagði ekki neitt, en tók að hlæja storkandi, níst- andi hlátri, svo að kjafturinn náði út að eyrum. Þessi helvízki, slitrótti drynjandi úr barkanum á þessum óskapnaði ætlaði að gera Gunnar vitstola. Þá hrökk hann upp. Gunnar var feginn að vakna og finna, að hann lá í rúminu sínu. Honum leið illa. Hvaða bölvað draumarugl var þetta? Var Dagný feig? Nei, draumar eru ekkert ann- að en hugsanir manns sjálfs, úr djúpi undirvitundarinnar. Gunnar gat ekki sofnað meir. Hann hélzt ekki við í rúminu. Allt þetta hugar- vingl um Dagnýju kvaldi hann. Þessi sláni, sem dansaði við hana í gær, mundi hann ekki hremma hana? Gunnar klæddi sig hljóðlega og gekk út í bjarta sumamóttina. Hann teygaði að sér tært og svalt næturloftið. Skyrtan flags- aðist óhneppt. Hressandi andvarinn lék um háls hans og brjóst. Hann fann drungann hverfa, og honum varð léttara um andar- dráttinn. Kyrrð og helgi sumarnæturinn- ar streymdu inn í sál hans og færðu hon um ró. Hugsanir hans skýrðust og hreins- uðust af sora þess lága. Hin tárhreina, kristaltæra dögg þó jafnvel öll óhreinindi af fótum hans. Hann var vígður hinum heilaga mætti næturinnar í landi norðurs- ins. Gunnar var ekki lengur hikandi, hann var að vísu í sömu kveljandi óvissunni, en nú þorði hann að vita vissu sína. Aldrei skyldi hann blygðast sín fyrir að ganga á fund hennar, sem hann unni, — jafnvel þó að allir spottuðu hann, og ókunnugur maður væri búinn að hrifsa dýrasta f jár- sjóð hjarta hans. Gunnar gekk föstum skrefum út með hlíðinni, fram að Grund. Það var orðið áliðið nætur. Fé farið að renna af lág- lendinu til f jalls. Á stöku bæ í dalnum var að byrja að rjúka. Þunnir, ljósgráir reykj- arstrókar liðuðust upp í blítt morgunloft- ið. Sumar gamlar konur eru svo árrisular að hita morgundreitilinn. Loks var Gunnar kominn fram að Gmnd. — Hann gekk eldhússdyramegin. Heppnin var með honum, Dagný var að koma á fætur. Hún hitaði morgunkaffið. Er hún sá Gunnar, kom hún brosandi fram í dyrnar í hvíta morgunsloppnum sínum. — Sæll og bless! Komdu nú inn í eldhús og spjallaðu við mig, á meðan kaffið er að hitna. Það er víst hvort sem er enginn kominn á fætur, nema ég. Gunnar fór inn. Hjarta hans tók að slá örara. — Hvað átti hann eiginlega að segja við Dagnýju ? En hún leysti hann úr þeim vanda. — Ó, hvað liggur vel á mér. Veiztu af hverju? Hún brosti glettnislega og hristi ljósa lokkana frá andlitinu. — Nei, svaraði Gunnar dauflega. Hann var farið að gmna hið versta. — Sástu manninn, sem var með mér á skemmtuninni í gær? Það var eins og Gunnari væri gefið á kjaftinn. Án þess að bíða eftir svari, hélt Dagný áfram: — Það var bróðir minn að austan. Hann hefir aldrei komið suður fyrr. 1 vitund hans hljómuðu orð Dagnýjar: Það var bróðir minn. Gunnar var ekki í neinum vafa um, að orðið bróðir væri fallegasta orðið, sem hann hefði nokkum- tíma heyrt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.