Vikan


Vikan - 19.10.1939, Blaðsíða 19

Vikan - 19.10.1939, Blaðsíða 19
Nr. 42, 1939 VIKAN 19 DRAUMARNIR MÍNIR. Frh. af bls. 5. Vér eigum meira en nóg af timburkirkj- um og steinkirkjum, sem eldur og möl og ryðbruni vinna á — og standa tómar, svo að segja. Og vér eigum of margt barna, sem standa höllum fæti á uppvaxtarárunum vegna skorts á brauði, mjólk og klæðnaði. Þetta munu þeir vita og viðurkenna, þó að lágt tali — Meistari Jón og Hallgrímur Pétursson. Ég mun síðastur manna gera lítið úr Meistara Jóni. Málsnilld hans var frábær. En eigi er ég viss um, að hann hafi verið sanntrúaður, nema þann dag vikunnar, sem hann samdi og flutti ræðuna — á þvílíkan hátt, sem Matthías trúði einungis þá eyktina, sem hann hafði til að yrkja hvern sálm. Þess í milli var hann verald- arson. Hallgrímur trúði daga og nætur öll þau 10 ár, sem hann hafði Passíusálmana í smíðum. Þeir sýna það svart á hvítu. Hans heilaga glóð brann, þ. e. logaði, á arni hans. En túlkun hans á trúarlærdómunum til- heyrir löngu liðnum tíma. Enginn vel viti borinn maður fellst nú á það, að pína og dauði Jesús Krists hafi numið burt ,,blóð- skuld og bölvun" einstaklingsins. En sú er þungamiðja í Passíusálmunum. Endurtekningarnar í þeim og ýms orð, sem eigi eru íslenzk, draga mjög úr skáld- legu og listrænu gildi sálmanna — þó að heimfærslur hans frá textanum til lífsins og spakmæli skáldsins hafi mikið til síns ágætis. Meistari Jón og Hallgrímur verða að sætta sig við hlutskipti Miltors, sem kvað kvæði í tólf kviðum um hrap Satans frá himni til heljar — og er sú bók nærri því að fyrirferð á við gamlatestamentið. Þeir ganga allir úr gildi þessir höfðingjar þess tíma, sem fóstraði þá. Kristur dó fyrir mennina á þann hátt: að hann staðfesti kenningar sínar með því að hopa hvergi á hæl og staðfesta þær með dauða sínum. Á þann hátt dó hann fyrir mannkynið. Flíkur syndara verða aldrei þvegnar í blóði píslavotta. Og öll fórn er táknræn, fremur en áþreifanleg. Miskunn gagnvart lífinu er miklu merki- legri guðsþjónusta en vanabundnar tíðir í kirkjum. Þó að Hallgrímskirkja gnæfði stílfögur á Hvalfjarðarströnd, um aldur og æfi, mundu hvorki Hallgrímur né Jesús Krist- ur telja, að það skipti máli á nokkurn hátt. En hjarta Hallgríms, sem geymdi í sér ,,þá heilögu glóð“, var kramt og meirt af því að sjá og skynja mannlega eymd, grimmd og illsku, — það mundi enn þá slá ótt og títt, ef börnunum yrði gert gott af því fé, sem safnazt hefir til væntan- legrar Hallgrímskirkju. Ég drap áðan á draumana mína, sem ég bar fyrir brjósti í æsku. Frímerkjabækur fyrir íslenzk frímerki í kápu kr. 6.00, með sterkum spjöldum kr. 9.50. Frímerkjalímpappír 1000 stk. 0.90. Frímerkjatengur 1.50. AFA-verðlisti 1940 yfir frímerki frá Norð- urlöndum, Þýzkalandi, Hollandi og Englandi, 94 bls. með 1100 mynd- um, kr. 2.50. Frímerkjapakkinn „VIKTORÍA“, 25 mismunandi frí- merki, kr. 0.25. Frímerkjapakkar. 1000 mismunandi teg- undir frá öllum lönd- um, kr. 10.50. Frímerkjahefti fyrir 160 frímerki, kr. 0.35. fyrir 480 frímerki, kr. 0.75. Ef þér safnið frímerkjum og óskið eftir sérstökum tegund- um, þá biðjið um ú r v a 1. FI ií MERK J A VERZLU N Austurstræti 12, Rvík. Mig er eigi hætt að dreyma, hvorki í svefni né vöku. Ég ræði eigi í þetta sinn draumana, sem tilheyra svefni og nótt. En einn vökudraumur minn, sem ég vil halda á lofti er þessi: Góðir menn! Metið lífið mikils, það sem einstaklingnum tilheyrir. Jafnvel rjúpa, lóa eða æður eru meira verðar en stokkar og steinar. Hvert barn er dásamlegra en kirkja, sem heitið er á, og getur hún þó haft til síns ágætis nokkuð. Það göfgar hvern mann að unna lífinu og hlynna að því. Allur sá fjandskapur og grimmd, sem nú vaða á bækslunum um loft og höf ver- aldar vorrar, stafa af því, að forkólfar þjóðanna meta einskis eða of lítils líf ein- staklings. Því meira sem troðið er á einstakling á kostnað hópsálar eða þjóðar, því nær dregur að gjaldþroti menningar vorrar. Einstaklingurinn má eigi verða svo sem brot, er gengur inn í samnefnara. Honum er í öllum meiri háttar trúar- brögðum gert svo hátt undir höfði, að bú- izt er við að lifa muni um aldir alda sjálf- stæðu lífi. Það kann að vera draumur. En sá draumur er þá sá tilkomumesti, sem menn- ina hefir dreymt frá alda öðli til þessa dags. Svona breytast draumar vorir með aldr- inum, mínir a. m. k., þ. e. a. s. þeir draum- ar, sem háðir eru óskunum. Barnið óskar sér út í bláinn þangað sem svo er háttað byggðum, að skýjaborgir og loftkastala ber við himin. Þar ómar englasöngur og dúfur blaka vængjum yfir svönum, sem kvaka á einhvers konar lónum. En ef manninum verður þroska auðið, hneigist hugur hans að lífinu, sem á sér rætur í moldinni, eða stendur föstum fót- um á grasrótinni. Þeim manni virðist svo, sem bænalestur og söngur sálma, sem skortir andríki, muni eigi geðjast allsherj- ar skapara tilverunnar betur en aðhlynn- ing manna að lífinu, sem vér náum tii. Fögur listaverk hafa það til síns ágætis, að þau hefja hugina til flugs eða lyfting- ar frá jafnsléttu hversdagslífsins. En lista- verkin, t. d. kirkjur, sem heitið geta því nafni, eiga að vera í þéttbýli, en ekki á afviknum stöðum. Meðan Hallgrímur Pétursson orkar á hugina með sálmaskáldskap sínum, er hugsað til hans og horft, í þeim stað, sem svo er, að þess verður auðið. Þar er hans minnismerki, þó táknrænt sé. En ef hugir manna hverfa frá þeirri túlkun trúarlær- dóma og siðakenninga, sem Hallgrímur boðaði, fara mennirnir upp á fjöll og firn- indi, fremur en þeir geri pílagrímsferðir til Saurbæjar á Hvalfjarðarströnd, enda þótt þar yrði snotur kirkja, en tóm, til sýnis. Heilög glóð Hallgríms Péturssonar brennur alls eigi á altari neinnar kirkju. Sú glóð á heima í hugskoti einstaklings -— ef hún á sér nokkurn samastað. Sú var tíðin, að kristnir menn — að

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.