Vikan - 26.10.1939, Blaðsíða 16
16
VIK A N
Nr. 43, 1939
komið til mín á morgun. Nú er bankanum
lokað.
— Jú, sagði hann. — Hvenær á ég að
koma?
— O, svaraði hún, — mér er sama. —
Ef þér komið um f jögur leytið, skuluð þér
fá kaffisopa, þó að þér eigið það alls ekki
skilið. Síðan bætti hún við: — Auðvitað
veit ég, að fyrir yður er verzlun verzlun,
en mér þykir samt vænt um, að ég skuli
hafa sagt yður sannleikann um hr. Cal-
vert.
Á heimleiðinni var Denry að hugsa um
hið óútreiknanlega eðli konunnar og áhrif-
in, sem persónuleiki hans hefði á kyen-
kynið.
Daginn eftir var Denry í nýju sumar-
fötunum, en hafði fallegra bindi en daginn
áður. Ruth var í fallegasta kjólnum sín-
um. Denry fannst hann kannast við kjól-
inn síðan á dansleiknum. Hvítur tyllkjóll
hafði sérstaklega þægileg áhrif á Denry.
Hann var feginn því að hafa sett á sig
fallegasta bindið sitt.
Þó að júlímánuður væri, var Ruth með
sjal yfir kjólnum.
Hún leiddi hann inn í lítið herbergi, sem
var skreytt tylli og slaufum eins og hún
sjálf. Myndir af brosandi mönnum og kon-
um skreyttu veggina. Grænt skrifborð stóð
úti í einu horninu. Á því stóð skál með
stikilberjum. í miðju herberginu stóð
prímus, sem logaði á. Þar voru einnig tveir
hægindastólar. Ruth settist í annan, og
Denry gætilega í hinn.
Hann var órólegur. Ekkert gerir barns-
legar sálir eins órólegar og tyll. En samt
leið honum vel.
Hann óskaði þess, að húsaleigurukkun-
in gengi alltaf þannig. Hann sá, hve dá-
samlegt það var að vera frjáls maður. Það
gátu ekki allir boðið manni til tedrykkju
með eins dags fyrirvara. Ennfremur
græddi hann peninga á því að dvelja sem
lengst. Denry játaði fyrir sjálfum sér, að
þetta væri „lífið“. Hingað til hafði hann
haft litla hugmynd um, hvað „lífið“ var.
Því að hvað frægur sem hann var, hafði
honum enn ekki verið boðið inn í neitt .
einkaheimili. Enn var hann ekki kominn v
lengra en að tala við menn í trúnaði á göt-
um úti. Hinn frægi ullarþvottur móður
hans mælti á móti honum, Brougham
Street mælti á móti honum og fátæktin
mælti á móti honum. Reyndar hafði hann
gefið gamalli ekkju hús! Reyndar hafði
honum tekizt að gefa kunningjum sínum
óljósa hugmynd um, að honum vegnaði vel.
En það var ekki nóg. Hann átti ekkert til
að sanna velgengni sína, nema ein ný föt.
— Notið þér sykur? spurði hún um leið
og hún rétti honum sykurkerið. Aldrei
áður hafði verið sagt við hann — Notið
þér sykur? Móðir hans vissi vel, að honum
þótti bezt að fá þrjá mola út í bollann, en
hann fékk aldrei meira en tvo. Honum
fannst þessi orð hafa undarlega leyndar-
dómsfulla þýðingu.
— Já, takk.
— Einn mola til?
Hann sagði við sjálfan sig: — Þetta er
áreiðanlega það, sem kallað er daður.
Þegar lygalaupur segir sannleikann, á
hann alltaf á hættu, að honum verði ekki
trúað. Samt, þrátt fyrir áhættuna, verður
að segja hér, að Denry fór að hugsa um
hjónaband. Kjánalega barnaleg hugsun, en
henni skaut nú samt upp í huga Denrys
og settist þar að. Hann ímyndaði sér hjóna-
bandið sem eilífa kaffidrykkju með konu,
tylli vafða. Og nú sá hann Ruth í nýju
ljósi. Kannske það hafi verið rödd hennar,
sem olli því. Honum fannst hún vera töfr-
andi kvenleg vera, sem gæti unnið fyrir
sér á frumlegan og kvenlegan hátt.
— Hvernig stóð á því, að þér gáfuð frú
Hullins þetta hús? spurði hún.
— O, sagði hann, — mér datt það bara
allt í einu í hug.
Hún hristi höfuðið. — Þér eruð skrítið
barn.
— Var það ekki vegna einhvers, sem
Charlie Fearns sagði? spurði hún.
Hún nefndi nafnið fyrirlitlega.
— Þér vitið þetta allt, sagði hann.
— Já, auðvitað hefir þetta borizt út um
allan bæinn. Dóttir Fearns, Annunciata —
er það nafn — er einn nemandi minn.
— Já, sagði hann eftir dálitla þögn, —
ég kærði mig ekkert um, að Fearns væri
að setja sig á háan hest.
Hún brosti. Honum fannst þau skilja
hvort annað.
— Það eru vindlingar í kassanum þarna,
sagði hún og benti á hillu.
— Finnst yður ekkert verra, að ég
reyki ? sagði hann lágt. Hún andaði frá sér.
Hann var ánægður með, hvernig hann
hafði sagt þetta. Hann blés reyknum út úr
sér og um leið og hann slökkti á eldspýt-
unni, spurði hann: — Reykið þér ekki?
— Jú, sagði hún, — þegar ég er ein. Ég
þekki karlmennina.
, Þetta var þegar konur voru að byrja að
' reykja.
’ — Já, en yður er óhætt að treysta mér
■ sagði hann og rétti henni kassann.
— Það er ekki yðar vegna, en ég hefi
Jhöfuðverk.
Hann varð áhyggjufullur á svip.
— Mér sýnist þér vera svo fölar, sagði
hann klaufalega.
— Föl! endurtók hún. — Nei, en þér
hefðuð átt að sjá mig í morgun. Ég fæ
nefnilega aðsvif. Æ, sleppum þessu.
Hann komst ekki hjá að hugsa um, hvað
konur hefðu mikla stjórn á sjálfum sér.
Þegar hann hafði höfuðverk gat hann ekki
hugsað né talað um annað. En þarna var
hún með höfuðverk og hafði ekki minnzt
á það í hálftíma.
Hún tók að segja slúðursögur af Henry
Mynors og Önnu Tellwright, dóttur hins
ríka Ephraims Tellwright. Það var enginn
efi á því, að hún þekkti fína fólkið í Burs-
ley! Það var eins og hún hefði rannsak-
að hvern krók og kima hjá því. En auð-
vitað hafði danskennari ágætt tækifæri til
að ... Denry varð að láta sem hann vissi
jafn mikið og hún.
Síðan sagði hún allt í einu og hallaði sér
aftur á bak í stólnum.
— Viljið þér ekki gjöra svo vel og fara
út í hlöðu fyrir mig.
Hún kallaði danssalinn hlöðu. Hann
hafði einu sinni verið vöruskemma.
Hann spratt upp og sagði: — Með
ánægju!
— Ég held, að ilmvatnsflaska standi
þarna á slaghörpunni, sagði hún og lok-
aði augunum.
Hann flýtti sér að ná í flöskuna. Hann
hafði ekki vitað, að ilmvatn er haft við
höfuðverk.
Með miklum erfiðismunum tók hún tapp-
ann úr flöskunni og þefaði upp úr henni.
Síðan hellti hún nokkrum dropum í vasa-
klútinn sinn og lagði hann á ennið.
— Nú líður mér betur, sagði hún.
— Það er gott. Hann vissi ekki, hvern-
ig hann átti að haga sér. Honum fannst
hann verða að fara, en hann gat ekki skil-
ið hana eftir aleina.
— Viljið þér ekki leggja yður? spurði
hann og bætti síðan við: — Nú fer ég.
Hann talaði við hana eins og hann væri
frændi hennar.
— Nei, nei, sagði hún, — þér megið
ekki fara fyrr en ég hefi borgað yður.
Hann var að því kominn að segja: —
Verið þér ekki að hugsa um það núna, en
hann stillti sig. Skynsamur var Denry.
Hann hafði verið að brjóta heilann um,
hvernig hann gæti nefnt húsaleiguna, en
nú hafði hún tekið af honum ómakið.
Hún rétti út handlegginn og tók lykla-
kippu upp úr körfu, sem stóð á borð-
inu.
— Viljið þér ekki gjöra svo vel og opna
skrifborðið fyrir mig, sagði hún. — Pening-
arnir fyrir húsaleigunni liggja í miðskúff-
unni . . . hér er lykillinn. Hún hallaði sér
aftur á bak í stólnum.
Hann sneri lyklinum og sneri.
— Það er budda í skúffunni, sagði hún.
— Ég get ekki opnað skúffuna, sagði
hann.
— Ég gat opnað hana í morgun, sagði
hún. — Ég skal reyna.
— Nei, nei, sagði hann.
Hún tók í sig kjark, stóð upp og tók af
honum lyklana.
— Ég er hrædd um, að þér hafið brotið
lásinn, sagði hún þegar hún hafði árang-
urslaust reynt að opna skúffuna.
— Ég? tautaði hann.
— Viljið þér ekki fara til Allmans og
biðja hann að senda hingað mann til að
brjóta upp lásinn. Annars getið þér komið
hingað aftur í fyrramálið. Ég skal borga
strax og skúffan hefir verið opnuð. Segið
hr. Calvert, að ég fari héðan um næstu
mánaðarmót.
— Ég skal koma til yðar, sagði hann.
Hún brosti. — Gleymið ekki Allmann,
sagði hún um leið og hann fór út.
Hann var á heimleið seint um kvöld úr
íþróttafélaginu. Þegar hann ætlaði að
ganga inn í húsið, sá hann kynlegan, fer-
strendan vagn á hreyfingu.