Vikan - 26.10.1939, Blaðsíða 18
18
VIKAN
Nr. 43, 1939
SVARTUR KÖTTUR.
Framh. af bls. 10.
—Þetta hefir verið bannsett rigninga-
sumar, sagði skipstjóri hugsandi.
— Já, já, sagði Bob. — Seglskip á bak-
borða.
Samtalið féll niður. Skipstjórinn reyndi
að dreyfa hugsunum sínum með því að
stara ákaft á voldugt seglbáknið, sem kom
fram úr myrkrinu inn í tunglsljósið. Hann
fylgdi því með augunum um leið og það
fór fram hjá brúnni, svo að hann sá ekki,
þegar kötturinn læddist fyrir brúarvæng-
inn og settist rétt hjá honum. í þrjátíu
klukkustundir hafði kattargreyið látlaust
orðið fyrir aðkasti og móðgunum af hendi
allra skipverja, að einum undanteknum.
Þessi eini var skipstjórinn, og það er eng-
inn efi á, að hegðun kattarins núna var
bein viðurkenning á þeirri staðreynd. Hann
reis á fætur, gekk yfir til skipstjórans og
nuddaði sér vingjarnlega og ákaft upp að
fætinum á honum.
Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Skip-
stjórinn stökk f jóra metra og rak upp óp,
sem olli miklum umræðum á seglskipinu,
sem fór fram hjá rétt í því. Þegar Bob
kom upp í brúna, studdi skipstjórinn sig
upp við vegginn, skalf á beinunum og gat
engu orði upp komið.
— Er nokkuð að ? spurði Bob kvíðafull-
ur og hljóp að stýrishjólinu.
Skipstjórinn reyndi að ná valdi yfir sér,
og færði sig nær Bob,
— Þú ræður því, hvort þú trúir því,
Bob, sagði hann að lokum með skjálfandi
röddu, — þú ræður því alveg, en bann-
settur kötturinn, ég á við vesalings, elsku
kötturinn, sem ég drekkti og aldrei skyldi
verið hafa, er afturgenginn, hann nudd-
aði sér upp við fótinn á mér áðan.
— Hvorn fótinn? spurði Bob, sem allt-
af var svo nákvæmur í öllum smáatriðum.
— Hvern skrattann kemur það málinu
við ? hreytti skipstjórinn út úr sér. — A-a,
sjáðu, sjáðu þarna!
Bob horfði þangað, sem hann benti, og
hjartað sleppti slagi, þegar hann sá kött-
inn, sem fikraði sig varlega með hvelfda
kryppuna fram eftir þilfarinu.
— Ég sé ekkert, sagði hann þrákelknis-
lega.
— Ég bjóst ekki við því, Bob, sagði
skipstjórinn með þunglyndislegri röddu um
leið og kötturinn hvarf fram við kinnung-
inn. — Það er sýnilega aðeins ætlað mér.
Hvað það á að þýða, veit ég ekki. Ég ætla
að fara niður og leggja mig. Ég er ekki
fær um að vera á vakt. Þér er sama, þó
að þú sért einn, þangað til stýrimaðurinn
kemur, er það ekki?
— Ég er ekki hræddur, sagði Bob.
Yfirmaðurinn fór niður, hristi sofandi
stýrimanninn, sem mótmælti harðlega þess-
um aðgerðum, og sagði honum með skjálf-
andi röddu frá hinu skelfilega atviki, sem
fyrir hann hafði komið.
— Ef ég væri í þínum sporum — —
sagði stýrimaðurinn.
— Já? sagði skipstjórinn og beið. Svo
hristi hann stýrimanninn enn ákafar.
— Hvað ætlaðirðu að fara að segja?
spurði hann.
— Segja ? sagði stýrimaðurinn og nudd-
aði augun. — Ekkert.
— Um köttinn? gat skipstjórinn til.
— Köttinn? sagði stýrimaðurinn og
hjúfraði sig niður í rúmið aftur. — Hvaða
kött? Góða nótt.
Þá svipti skipstjóri teppinu ofan af hon-
um, velti honum fram og aftur í rúminu,
skýrði nákvæmlega fyrir honum, að hann
væri ákaflega lasinn, að hann ætlaði að fá
sér ögn af wisky og leggja sig, og að hann
— stýrimaðurinn — ætti að taka við vakt.
Upp frá þeirri stundu fór mesti Ijóminn
af uppátækinu í augum stýrimannsins.
— Þú getur líka fengi lögg, Dick, sagði
skipstjórinn og rétti stýrimanninum, sem
var að klæða sig ólundarlegur, flöskuna.
— Þetta er eintóm vitleysa, sagði stýri-
maðurinn og fékk sér vænan sopa, — og
hvort sem er, .þá þýðir þetta ekkert, þú
getur ekki hlaupið undan draug, hann get-
ur alveg eins verið í rúminu þínu eins og
einhvers staðar annars staðar. Góða nótt.
Hann skildi við skipstjórann hugleiðandi
þessi síðustu orð hans og starandi efa-
blandinn á áðurnefnt húsgagn. Hann lagð-
ist heldur ekki upp í það, fyrr en hann
hafði rannsakað það með vísindalegri ná-
kvæmni, þá loks stökk hann upp í, án þess
að slökkva Ijósið, og drekkti kvíða sínum
í djúpi svefnsins.
Það var orðið bjart af degi þegar hann
vaknaði. Þegar hann kom upp á þilfar,
var stormur og þungur sjór, og ekki uppi
önnur segl en þau, sem nægðu til að halda
skonnortunni undan vindi. Blótsyrði, sem
hraut af vörum skipstjórans, þegar alda
braut á skipshliðinni og þeytti yfir hann
löðrinu, vakti athygli stýrimannsips; hann
leit við.
— Hvað, þú ert þó ekki kominn upp?
sagði hann með uppgerðarundrun.
— Því ékki það? spurði hinn höstug-
lega.
— Farðu niður og legðu þig aftur, sagði
stýrimaðurinn, — og fáðu þér bolla af vel
heitu tei og ristað brauð.
— Farðu til kojs, sagði skipstjórinn og
stökk yfir að stýrishjólinu um leið og vott
þilfarið tók nýjan halla. — Ég vissi, að þú
kærðir þig ekki um að láta vekja þig, Dick,
en ég var alvarlega skelkaður í nótt. Farðu
niður og legðu þig.
— Jæja, sagði stýrimaðurinn, mýkri á
manninn.
— Þú hefir ekki séð neitt? spurði skip-
stjóri um leið og hann tók við stýrishjól-
inu.
— Nei, ekkert, sagði stýrimaðurinn.
Skipstjórinn hristi höfuðið hugsi, svo
hristi hann það aftur ákaft, þegar önnur
alda hreitti úr sér og sendi honum kveðju
sína.
— Ég vildi, að ég hefði ekki drekkt þess-
um ketti, Dick, sagði hann.
— Þú sérð hann ekki aftur, sagði stýri-
maðurinn með öruggri sannfæringu þess
manns, sem gert hefir allar hugsanlegar
varúðarráðstafanir til þess að spádómur-
inn rætist.
#
Hann fór niður og skildi skipstjórann
eftir við stýrið, horfandi letilega á undur-
samlegar jafnvægiskúnstir kokksins á leið-
inni úr eldhúsinu fram í lúkar með morg-
unverð hásetanna.
Skömmu síðar fékk hann Sam stýrið í
hendur og fór niður til að borða, og hafði
hið dularfulla fyrirbrigði í flymtingum við
kokkinn.
— Þú sérð hann sjálfsagt ekki aftur,
sagði kokkurinn, — ég hugsa, að hann hafi
nuddað sér upp við þig til þess að sýna
þér, að hann hafi fyrirgefið þér.
— Tjá, ég vona, að hann viti þá, að ég
hefi skilið hann, sagði skipstjóri, — ég vil
ekki, að hann sé að ómaka sig frekar.
Hann lauk við matinn þegjandi og fór
svo upp á þilfar aftur. Hann var enn
strekkingshvass, og hann fór fram í til
þess að líta eftir mönnunum, sem voru að
reyna að binda nokkra tóma trékassa, sem
voru á ferð og flugi um þilfarið. Ákafur
veltingur losaði þá aftur og aðskildi um
leið tvær kistur frammi í lúkar, sem stóðu
hvor uppi á annarri. Við það tókst Satan,
sem var lokaður niðri í þeirri neðri, að
sleppa, og hálfóður af hræðslu æddi hann
upp á þilfar og gaf þar tilfinningum sínum
frjálsa útrás. Þrisvar hljóp hann í hring á
þilfarinu, fyrir augum skipstjórans, og var
nýbyrjaður á fjórðu hringferðinni, þegar
þungur kassi, sem hafði verið reistur upp
á endann og einn skipverja hafði sleppt
höndum af í fátinu, féll um koll og lenti
á rófunni á kettinum. Sam brá við til
bjargar.
— Stoppaðu! kallaði skipstjóri.
— Á ég ekki að reisa hann upp? spurði
Sam.
— Sérðu ekki, hvað er undir honum?
spurði skipstjóri með hvíslandi röddu.
— Undir honum? spurði Sam, sem var
dálítið reikull í kollinum.
— Kötturinn, sérðu ekki köttinn? sagði
skipstjóri, sem hafði starað eins og negld-
ur á köttinn frá því, að hann kom upp.
Sam hikaði andartak, en hristi svo höf-
uðið.
— Kassinn hefir dottið ofan á köttinn,
sagði skipstjóri, — ég sé það svo greini-
lega.
Hann hefði eins getað sagzt heyra það,
því að Satan veinaði æðisgenginn til vinar
síns í beiðni um hjálp.
— Ég skal reisa kassann upp aftur,
sagði einn skipverja, — ef til vill hverfur
sýnin þá.
— Nei ,stattu kyrr, sagði skipstjóri. —
Ég þoli það betur í dagsljósinu. Þetta er
það dásamlegasta og einkennilegasta, sem
ég hefi nokkurntíma séð. Ætlarðu að segja
mér það, Sam, að þú sjáir ekkert.
— Ég sé kassa, sagði Sam, og talaði
hægt og varlega, — með dálítið ryðgað
Framh. á bls. 21.