Vikan


Vikan - 16.11.1939, Page 11

Vikan - 16.11.1939, Page 11
Nr. 46, 1939 VIKAN 11 Fjárhagslegt sjálfstæði. Eftir Jón Pálmason, alpingismann, frá Akri. r A undangengnum öldum og fram að ár-,. til þess, að skattar, tollar, útsvör og önn- inu 1918 var megin þátturinn í stjórn- 'j| ur útgjöld til opinberra þarfa hafa marg- málabaráttu islenzku þjóðarinnar barátta | faldazt á tiltölulega skömmum tíma. At- fyrir stjórnarfarslegu sjálfstæði út á við, og enn í dag eru margir menn þeirrar skoð- unar, að höfuðatriði okkar þjóðarvelferð- ar sé það, hvernig háttað verði afstöðu til Dana, þegar kemur að því að ákveða, hvort segja skuli skilið við þá að fullu og öllu. Það mál verður eigi rætt hér, hvað rétt er í því efni, en hvernig sem á það er litið, þá er hitt víst, að íslenzka þjóðin getur enga von haft um að verða, nema í bili, stjórnarfarslega frjáls, nema hún tryggi, á annan veg en gert hefir verið, fjárhagslegt sjálfstæði sitt. Á síðustu 40 árum hafa orðið hér meiri verklegar fram- farir en á mörgum öldum áður. Samgöngu- bætur á sjó og landi hafa verið mjög stór- stígar. Húsabyggingar hafa aukizt og full- komnazt með undraverðum hraða. Rækt- unarframkvæmdir, girðingar og fleira hef- ir og orðið í stórum stíl og náð yfir Iand allt. Allar þessar og ýmsar aðrar verk- •' legar umbætur ættu, að eðlilegum hætti, að hafa tryggt fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar betur en nokkur dæmi þekkjast : vinnureksturinn er hlaðinn svo þungum byrðum með útgjöldum, skuldavöxtum og launagreiðslum, að hann ber sig ekki, nema þegar allra bezt gengur, og á sumum svið- um ekki, hvemig sem árar. Það ástand, sem núverandi styrjöld skapar, er stundarfyrirbrigði, enn sem komið er, og ekki hægt að segja, hvernig verkar. Ef til vill verður það til að full- komna það hrun, sem fyrirsjáanlegt var, með sama áframhaldi, en ef til vill verður það til að auðvelda afturhvarfið af villi- götum liðinna ára. Það er því augljóst mál, að okkar f járhagslega sjálfstæði er í hættu 1 og um leið fullkomin óvissa um framtíðar sjálfstæði þjóðarinnar, í víðari merkingu. En við hliðina á þessari augljósu vissu blasir það, að vegna þess, hve vel er á veg komið með verklegar umbætur og þekkingu í verklegum efnum, þá eru fyrir hendi betri skilyrði en flestir gera sér grein fyrir, til að komast upp úr svaðinu. Landið okkar er gott land og lífsskilyrði þess svo mikil og víðtæk, að miklu fjöl- áður tiL Þessu er þó, því miður, ekki þann ýmennari þjóð en við erum ætti að geta veg farið, því mjög mikið af öllu þessu hefir komizt í framkvæmd með því að taka erlend lán og með því að eyða þeim skuld- lausu eignum, sem til voru í landinu, áður en umbæturnar voru gerðar. Þess vegna blasir nú við augum sú staðreynd, að út á við eru skuldir yfir 100 milljónir króna, og innanlands stendur dæmið þannig, að yfir- gnæfandi meiri hluti framleiðenda til sjáv- ar og sveita á ekki fyrir skuldum, og sveit- ar- og bæjarfélög skulda háar upphæðir, sem ekki er hægt að borga, og byrðin af fátækraframfærslu, sjúkdómum og lær- dómi uppvaxandi manna fer sívaxandi. Allt þetta hvílir sem lamandi farg á öllum at- vinnurekstri þjóðarinnar og lítur út fyrir, að verði að meira eða minna leyti til að hamla velgengni og sjálfstæði uppvaxandi og komandi kynslóða. Orsakirnar til þessa eru margar, en aðallega eru þær þrjár: 1. Meiri kröfur fólksins um lífsþægindi en nokkru sinni hefir áður þekkzt á þessu landi. 2. Meira ábyrgðarleysi í meðferð fjár- muna, opinberlega og persónulega, en dæmi eru til áður. 3. Burtflutningar fólksins úr sveitunum, og stækkun kaupstaðanna, langt um fram það, sem atvinnuskilyrði gefa efni til á hverjum stað. Allar þessar orsakir til samans hafa leitt notið hér sæmilegra kjara og f járhagslegs sjálfstæðis. En til þess verður að nema burtu þær orsakir, sem orðið hafa til að skapa núverandi ástand. Lífskröfurnar verður að minnka og miða þær við hag og getu framleiðslunnar, sem er undirstaða fjárhagslegrar velgengni. Laun og kaup- gjald verður þar af leiðandi að sníða við þá snúru, að allt vinnandi fólk í landinu geti fengið að vinna án þess að vera þurfa- lingar þess opinbera, svo unt sé að fram- leiða lífsþarfir þjóðarinnar að mestu innan- lands. Þá er hægt að koma því svo fyrir, að miklu fleira fólk ali aldur sinn í sveit- unum en nú er þar. Til þess verður að gera miklu harðari kröfur um vinnu og sjálfsafneitun, en nú er almennt til að dreifa, og umfram allt verður að útrýma því ábyrgðarleysi og óreiðu, sem nú er kunnugt um í opinberu lífi. Verði engin stefnubreyting í þessa átt, þá er hrunið framundan augljóst og allsendis óvíst, hve- nær við Islendingar getum haft von um að verða fjárhagslega og stjórnarfarslega. sjálfstæð þjóð. Þegar brýn nauðsyn knýr til þess, eins og nú að minnka lífskröfur og afnema óreiðu og ábyrgðarleysi á opinberu sviði, þá er við ramman reip að eiga. Hvort tveggja hefir þróazt í skjóli falskrar kaup- getu hjá nokkrum hluta þjóðarinnar, en Jón Pálmason. sú kaupgeta er fölsk, sem er í ósamræmi við arðsemi framleiðslunnar. Framleiðendurnir hafa tapað sínum eignum, og stór hópur af unga fólkinu er í atvinnuskorti meiri og minni hluta af ár- inu. Jafnhliða hafa laun, með margvísleg- um hætti, verið hækkuð og fjöldi launa- starfa verið búinn til, án almennings þarfa, fyrir þá menn, sem eitthvað þurfti fyrir að gera. Margir hafa fleiru en einu laun- uðu starfi að sinna, og launalög og fyrir- mæli Alþingis í mörgum greinum að engu höfð. Að hinu leytinu hefir kaupgjald ver- ið fært upp, úr hófi fram, án tillits til þess, hvort það svaraði til framleiðsluarðs. Allt þetta og fleiri óreiða, því samfara, hefir skapað það ástand, að fastar launastöður og föst atvinna við líkamleg störf er orðið sérréttindi og trygging gegn óhöppum, þegar miðað er við öryggisleysi og óvissu framleiðendanna og þess mikla fjölda af vinnandi fólki, sem hefir óvissa og litla at- vinnu. Þetta verður ekki lagað, nema með meira jafnrétti og réttlæti, sem verður að miðast við það, að samræma arðinn af framleiðslu og vinnu, og gera það að minnsta kosti eins aðgengilegt að stunda framleiðsluna sem að vinna hjá öðrum. Því takmarki verður ekki náð nema með föst- um tökum og einlægni í samvinnu, sem ekki er tengd við flokkshagsmuni og klíku- skap. Að hve miklu leyti þörfum okkar fátæku og sundurleitu þjóðar verður full- nægt í því efni, kemur í ljós nú á næstu misserum. Margir eru tortryggnir á fram- farirnar í því efni og vitna til liðinna ára. Aðrir eru bjartsýnir á vitsmuni og drengi- lega viðleitni almennings í landinu, og ég verð að segja það, að í því efni miða ég vonir og framtíðardrauma meira við það, að hættan muni kalla fram það bezta í mannlegu eðli, heldur en hitt, að mistök og erfðasyndir útiloki stefnuhvörf á komandi tíma.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.