Vikan


Vikan - 16.11.1939, Síða 16

Vikan - 16.11.1939, Síða 16
16 VIK A N Nr. 46, 1939 Næsta dag fóru þau öll — Denry líka — frá Llandudno. Þau voru öll þreytt nema Denry. 1 hinum mikla farangri hans var hattaaskja, sem vakti mikinn hlátur. Burðarkarlinum fannst hún þung, og Denry sagði: — Hún er full af peningum. Þau hlógu öll. Þegar hann kom heim, sagði hann móð- ur sinni sömu söguna. Henni hafði ekki dottið í hug að skreppa til Llandudno, því að hún hafði gegnt störfum Denrys í Burs- ley á meðan hann var í burtu. Þegar Denry rétti henni hattaöskjuna, sagðist hún ekki vilja sjá hana. Hann fékk henni þá lykil og bað hana að opna öskjuna. — Hvað er í henni? — Steinar, sem ég fann í fjörunni. Hún setti öskjuna í kjöltu sína, opnaði hana og rak upp óp. Askjan datt á gólfið, og peningarnir ultu út um allt. Þau tíndu upp peningana. Frú Machin var alveg orðlaus. Það leið ekki á löngu, áður en komið var út um allan bæ, að Denry hefði komið með hattaöskju, fulla af peningum, inn til móður sinnar. Það var ,,það nýjasta", sem Denry hafði gert. VI. KAPÍTULI. Denry hafði keypt sér asna og kerru. Asninn var sjö ára gamall og kostaði tíu pund. Hann keypti hann af bónda einum. Hann afsakaði sig með því, að hann hefði þurft að gera þetta til þess að vera fljót- ur í innheimtuferðum sínum í „bæjunum fimm“. Reiðhjól hefði auðvitað gert sama gagn og ekki étið fyrir shilling á dag eins og asninn og ekki verið hrætt við lögreglu- þjóna eins og asninn. Denry hafði keypt asnann af því, að honum hafði allt í einu dottið snjallræði í hug. Jos Curtenty hafði fyrir skömmu vakið á sér eftirtekt með því að kaupa gæsahóp og reka hann sjálfur heim. Denry leizt ekkert á það. Hann var afbrýðisamur, ef miklir menn geta verið afbrýðisamir. Jos Curtenty var svo gamall, að hann hefði hæglega getað verið afi Den- rys. Áður en Denry fæddist hafði hann orð á sér fyrir að vera frumlegur maður og „þrjótur“. En þó að Denry væri eins ungur og hann var, var hann almennt álitinn „þrjótur". Þess vegna fannst hon- um, að Curtenty yrði að fá svar við þess- um gæsum, og asninn var svar hans. Það leið ekki á löngu, áður en fólk spurði hvert annað, hvort það hefði heyrt það „nýj- asta“ um Denry. Hann keypti litla kerru fyrir þrjú pund. Hann sagðist hafa vagn- inn svona lágan til þess að vera fljótari að stökkva upp í hann. Starf hans var í raun og veru ekki í öðru fólgið en að stökkva út og inn. í framsætinu hafði hann kassa með rifu á lokinu til að geyma húsaleigu- peningana í. Á ferðum sínum hafði hann alltaf með sér hund, sem allir voru hrædd- ir við. Denry var sjálfur hræddur við Rajah — svo hét hundurinn —, en vildi ekki viðurkenna það. Rajah svaf í kof- anum, sem Denry borgaði shilling fyrir á viku. I kofanum var aðeins rúm fyrir hundinn, asnann og kerruna, og þegar Denry þurfti að gefa asnanum, varð hann að taka hundinn eða kerruna út. Það leið ekki á löngu, áður en allir í „bæjunum fimm“ könnuðust við kerruna hans Denry. Denry sagði, að hún væri auglýsing fyrir sig og miklu betri auglýs- ing en auglýsingamaður, og þar að auki var hægt að setja kerruna á uppboð og selja hana, en það var ekki hægt að gera við auglýsingamann. Annars var enginn auglýsingamaður í „bæjunum fimm“. I þessu sjálfstæða héraði vildi enginn gera svo lítið úr sér. Asnakerran var svo sem ekki eina eign- in hans Denry. Hann átti skrifstofu við St. Lukes Square, og þar var lítill skrif- stofudrengur. Á útidyrahurðinni var lítið nafnspjald, sem hafði áður verið á hurð móður hans. Þessi eyðsla var hinni þrá- kelknislegu móður hans að kenna. Þegar hann hafði grætt þúsund pund í Llandu- dno, vildi hún ekki heyra minnzt á, að þau flyttu í stærra hús, þar sem hann gæti haft skrifstofu. Hún vildi ekki heldur hætta að sauma. Hún sagðist hafa búið í þessu húsi síðan hún giftist og alltaf unn- ið og það myndi hún gera, þar til hún dæi. Hann var djarfur maður, þó að hann þyrði ekki að flytjast frá móður sinni. Þar að auki borgaði hann tíu shillinga á viku til heimilisins. Þess vegna leigði hann sér skrifstofu, sumpart til að sýna móður sinni, að hann gerði það, sem honum sýnd- ist og sumpart sér til ánægju. Á þeim aldri, þegar ungir menn eru ánægðir, ef þeir geta auðgað foreldra sína með því að ganga illa til fara sjálfir, átti Denry verzlun, skrifstofu og asnakerru. Hann eyddi minnu en hann vann sér inn og á tveim árum hafði hann margfaldað þúsund pundin, sem hann hafði unnið sér inn í Llandudno. En samt var Denry ekki ánægður. Hann kvaldist af því að vera ekki lengur „þrjót- ur“ og af því, að tekjur hans margföld- uðust ekki. Hann bar ekki skyn á peninga- markað og kauphallarbrask. En einn góðan veðurdag sá fólkið í „bæjunum fimm“ spjald á skrifstofuhurð hans: Kaupfélag „bæjanna fimm“. Einkaritari og stjórnandi: E. H. Machin. Honum hafði dottið snjallræði í hug. Margir verzlunarmenn stofnuðu alls kon- ar sparnaðarfélög — gæsafélög, kalkúna- félög, viskýfélög — á haustin til jóla. Við- skiptavinir þeirra borguðu verzlunarmönn- unum svo og svo mikið á viku, en þeir tóku ekkert fyrir að geyma peningana og létu þá síðan um jólin fá upphæðina í föt- um, mat- eða drykkjarvörum. Denry hafði dottið í hug að stofna sparnaðarfélag, sem næði til alls. Hann sá í anda 40 þúsund verkamannaf jöls'kyldur borga sér peninga einu sinni í viku. Hann sá verzlunarfyrir- tæki sitt blómgast svo, að enginn verzl- unarmaður hefði ráð á því að vera ekki í sambandi við hann. Þar að auki vildi hann vera mannvinur. Hann ætlaði að hvetja verkamennina og konur þeirra til að vera sparsöm. Hann ætlaði að geyma peninga verkamannanna og spara þeim ómak með því að sækja þá heim til þeirra. Og til þess að sýna, að félag sitt stæði öðrum sparnaðarfélögum framar, ætlaði hann ennfremur að leyfa verkamönnunum að verzla fyrir alla upp- hæðina í ákveðnum búðum, þegar þeir hefðu borgað helming upphæðarinnar. En ef þeir stæðu ekki í skilum vikulega, misstu þeir réttindin. Þetta allt ætlaði Denry að gera fyrir verkamennina án þess að taka nokkuð fyrir það. Þeir fengu hvern einasta eyri endurgreiddan. Gróðann ætlaði hann að fá hjá kaup- mönnunum fyrir að útvega þeim viðskipta- vini. Hann lagði fyrst leið sína til Bostocks, sem var stærsta verzlunin í „bæjunum fimm“. Honum tókst að fá Bostock á sitt mál, þó að hann fyndi honum það til for- áttu, hve ungur hann var. Þaðan fór hann til annarra kaupmanna og sýndi þeim nafn Bostocks á lista sínum, og það dugði. En æska hans var honum til trafala. — Já, sögðu kaupmennirnir. — Þetta er að vísu laukrétt, en þér eruð svo ungur. Rétt eins og fólk væri annað hvort þorparar eða asnar fram að þrítugu — — — Móðir hans sagði: — Hvers vegna safnar þú ekki skeggi? Þú eyðir peningum þínum í rakhnífa, slíp- ólar, sápur og bursta og skerð þig til óbóta í framan. Þú litir út fyrir að vera 31 árs gamall, ef þú hefðir skegg. Faðir þinn hafði fallegt skegg, og það gætir þú líka haft, ef þú vildir. Þetta var mikil vizka, en hann vildi ekkí hlusta á hana. Nú vantaði ekkert nema duglega aug- lýsingu. Hann hefði auðvitað getað fengið fremstu síðuna á The Signal fyrir 25 pund, en hann var vanur því að fá auglýsingar ókeypis. Þá datt honum í hug að fá greifa- frúna af Chell til að vera verndara félags- ins. Það hefði mikil áhrif, enda þótt allir í „bæjunum fimm“ gerðu gys að henni og uppnefndu hana. En Denry hafði nú einu sinni ákveðið þetta og hélt til Sneyd Hall, bústaðar greifafrúarinnar. Hann hafði eins og flestir íbúarnir í „bæjunum fimm“ komið út í skóginn í Sneyd Hall, en aldrei að herragarðinum sjálfum. Hann var feginn því að hafa ekki haft asnann með sér. Því nær sem hann kom að höllinni, því hlægilegri fannst honum ástæðan til heimsóknár sinnar vera. Hann notaði það til að afsaka sig, að hann hefði einu sinni dansað við greifafrúna og skemmt henni vel. Hvaða gagn var að því, þó að hann væri jafningi hvers sem var? Heimsóknin var hlægileg.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.