Vikan


Vikan - 16.11.1939, Page 19

Vikan - 16.11.1939, Page 19
Nr. 46, 1939 VIKAN 19 Shirley litla er einhver vinsælasta kvik- myndaleikkonan, þó að hún sé ekki nema tíu ára gömul. Shirley Temple lék í fyrsta skipti, þeg-ar hún var þriggja ára gömul, og síðan hafa vinsældir hennar aukizt. Ef nefndar væru peningaupphæðir þær, sem hún hefir unnið sér inn, væri sagt, að það væri ósatt. Faðir hennar hefir lagt þessa peninga fyrir, og þegar Shirley verður tvítug, fær hún nokkra dollara, þegar hún verður fertug aðra og þriðja hlutinn, þegar hún verður fimmtug. Shirley gengur í skóla alveg eins og önnur böm, en kennaramir koma heim til hennar. — Shirley fer á fætur kjukkan 7 á hverjum morgni. Þegar hún hefir borðað morgunverð, leikur hún við hestinn sinn eða hvolpana sína, og því næst situr hún á skólabekk í þrjár klukkustundir. Sið- ari hluta dagana vinnur hún hjá kvikmyndafé- laginu. Henni hefir tekizt bezt í kvikmyndinni „Litla prinsessan", sem er litmynd og fjallar í stuttu máli um litla, ríka stúlku, sem er á finum skóla, þar sem allt gengur vel, þar til fréttist, að faðir hennar hafi dáið sem fátækur maður í Búastríð- inu. Nú snýst allt við. En litla stúlkan trúir því ekki, að faðir stnn sé dáinn og leitar hans á öllum sjúkrahúsum. Að lokum nær hún tali af Viktoríu drottningu, og með hjálp hennar finn- ur hún föður sinn, sem hefir misst minnið, en fær það þegar hann sér dóttur sína. Shirley hefir aldrei verið máluð í neinni kvik- mynd. Síðustu fimm árin hefir hún hvorki leikið meira né minna en í átján kvikmyndum fyrir fé- lagið Twentieth Century-Fox. Shirley er alls stað- ar vinsæl. Hún fær bréf frá 2000 aðdáendum á dag. Móðir hennar fer með henni yfir hlutverk hennar á kvöldin. Enn hefir aldrei komið fyrir, að hún hafi ekki kunnað hlutverk sitt, og allar kvik- myndir, sem hún hefir leikið í, hafa verið tilbún- ar nokkrum dögum áður en búizt var við. Shirley Temple og Viktoría drottning. — í „Litlu prinsessunni" leikur Shirley litla stúlku, sem trú- ir því ekki, að faðir hennar hafi fallið í Búastríðinu. Viktoría drottning hjálpar henni að finna hann. Herinn í „Litlu prinsessunm“ er enskur. Kvikmyndin er gerð eftir sögu Frances Hodyson Bumett, sem ber sama nafn og gerist í Búastríðinu 1899—1902

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.