Vikan - 23.11.1939, Blaðsíða 18
18
VIKAN
Nr:. 4T„ 1939)
Gerður Magnúsdóttir:
K
onan i
Eddukvœðunu
m,
r
Eddukvæðum koma skýrt fram hug-
myndir forfeðranna um heiminn, ann-
að líf, náttúruna og guðina. Þar kem-
ur einnig fram hugmynd þeirra um kon-
una. Guðina ímynda þeir sér í sinni eigin
mynd, aðeins miklu fullkomnari, en þó með
marga mannlega galla. Eins íklæða þeir
gyðjurnar mynd konunnar, eins og hún
hefir þá verið, og er langt frá, að þeir álíti
þær allar gallalausar. Þetta sést bezt í
Lokasennu. Þar ber Loki goðin og gyðj-
urnar öllum vömmum og skömmum. Þó
að ætla megi, að það, sem hann segir þar
um gyðjumar, sé illgimisleg lýgi, þá má
samt ráða í það, að hugmynd höfundar
kvæðisins hafi verið sú, að þær kynnu sum-
ar hverjar að vera örlítið breyzkar. Þar
segir Loki svo við Iðunni:
Þegi þú Iðunn,
þik kveðk allra kvinna
vergjarnasta vesa,
síz arma þína
lagðir ítrþvegna
of þinn bróður-bana.
Það eru engar smáræðis sakir, sem Loki
ber á Iðunni.
Sjaldan hefir kvenlegri fegurð verið lýst
betur en í Skírnismálum, er Freyr var
svo heillaður af fegurð Gerðar Grímsdótt-
ur, að hann fékk hugsóttir miklar.
Freyr kvað:
•
1 Gymis görðum
ek ganga sá
mér tíða mey;
armar lýstu,
en af þaðan
alt lopt ok lögr.
Mær es mér tíðari
en manna hveim
ungum í árdaga;
ása og alfa
þat vill engi maðr,
at vit samt séim.
Skírnir, skósveinn hans, lét þá tilleiðast
að fara og biðja hennar. Hann fékk henn-
ar loks, þegar hann hafði hótað henni öllu
illu. En áður hafði hann lofað henni gulli
og gersemum.
Höfundar Eddukvæðanna lýsa einnig
öðmm konum en gyðjum eða konum goð-
anna svo, að þær verða ógleymanlegar.
Þeir hafa auðsjáanlega metið hana mikils,
og er hún oftast önnur söguhetjan, eða
það, sem atburðir kvæðisins spinnast út
af. Mér finnst ævinlega standa ljómi af
kvenlýsingum þeirra, og þær jafnvel betri
en karllýsingarnar. Konan kemur fram í
kvæðunum sem sjálfstæð persóna, sem
veit, hvað hún vill, lætur ekki neinn ráða,
hvern hún ætlar sér að eiga og jafnvel
brýtur loforð föður síns, er hann fastnar
hana öðrum en þeim, er hún vill. Þetta
gerði Sigrún frá Sevafjöllum.
Faðir hennar hafði fastnað hana Höð-
broddi Granmarssyni, en hún vildi engan
eiga annan en Helga, er hún unni. Sigrún
er ógleymanleg persóna vegna ástar sinn-
ar á Helga. Hún kýs að fara í hauginn
til Helga að honum látnum og kveður þá
þessar vísur:
Nú emk svá fegin
fundi okrum
sem átfrekir
Óðins haukar,
es vals vitu
varmar bráðir
eða dögghtir
dagsbrún séa.
Fyrr vilk kyssa
konung ólifðan
an blóðugri
brynju kastir,
hár’s þitt Helgi
hélu þrungit,
allr es vísi
valdögg sleginn.
Hendr úrsvalar
Högna mági,
hvé skalk þér buðlungr
þess bót of vinna.
Er ekki sem maður sjái hana þarna í
haugnum yfir líki ástvinar síns, blóði-
drifnu. En Helgi kveður Sigrúnu valda því,
að hann sé blóði drifinn, því að tár hennar
falli sem blóð á brjóst honum. Helgi varð
að ríða á fund Óðins og kom eigi aftur,
og þá sprakk Sigrún af harmi. Ástin og
heiptúðin eru veigamestu þættirnir í skap-
gerð hennar. Ást hennar er lýst í fyrr-
greindum vísum, en heiptúðinni er bezt
lýst í vísu þessari, er hún kvað yfir Höð-
broddi deyjandi:
Muna þér Sigrún
frá Sevafjöllum,
Höðbroddr konungr,
hníga at armi,
liðin es ævi,
opt náir hrævi
gránstóð gríðar,
Garnmars sona.
Það eru engin huggunarorð, sem hún
hefir að færa Höðbroddi, þar sem hann
hggur að bana kominn, og þó hafði hún
verið heitmey hans.
Bölbænimar, sem hún biður bróður sín-
um, er hann hafði drepið Helga, sýna,
hefnigimi hennar. Hún segir::
Þik skyli allir
eiðar bíta,
þeir es Helga
hafðir unna
at hinu ljósa
Leiptrar vatni
ok at úrsvölum
unnarsteini.
Hún er jafn kraftmikil í ást sinni og hatri,
enda er hún valkyrja. En harmar hennar
snerta hug hvers manns, því að þeir verða
henni að aldurtila.
Grimm örlög léku konuna oft illa. Hvar
getur grimmari örlög en þau, er urðu hlut-
skipti Böðvildar, dóttur Níðaðar, hinnar
stilltustu konu. Á henni bitnar hefnd Völ-
undar hins haga. Kona Níðaðar hafði látið
setja Völund út í hólma nokkurn og skera
á sinar honum. Fyrst hefndi hann þess
með því að drepa sonu Völundar og smíða
skartgripi úr augasteinum þeirra og töhn-
um og senda konu Níðaðar og Böðvildi. En
svo þegar Böðvildur á erindi út í hólmann
til Völundar til þess að biðja hann að gera
við hringinn, sem faðir hennar hafði látið
stela frá Völundi, þá bar hann bjór á hana,
og nú gengur „Böðvildur barni aukin“ úr
hólmanum. Völundur segir síðan frá þessu.
Og þegar Níðuður spyr Böðvildi, hvort
þetta sé satt, þá svarar Böðvildur með
þessari vísu:
(Satt’s það Níðuðr
es sagði þér.)
Sátum við Völundr
saman í holmi
eina ögurstund,
æva skyldi;
ek vætr hánum
vinna kunnak
ek vætr hánum
vinna máttak.
Þetta er andvarp konu, sem hefir alveg
sætt sig við hin grimmu örlög sín.
Völuspá bregður upp í þremur línum
mynd af svo trygglyndri konu, að vart
getur annað eins. Það er Sigyn, kona Loka.
Hún situr yfir hinum heillum horfna manni
sínum í hellinum, þegar hann hefir feng-
ið makleg málagjöld fyrir illmennsku sína,
og heldur skál undir eitri nöðrunnar, svo
að ekki drjúpi í andlit honum. Þetta minn-
ir á Auði, konu Gísla Súrssonar, en þó
er tryggð Sigynar meiri, því að Gísli var
meira göfugmenni og þá ekki eins tiltöku-
mál, þó að konan héldi tryggð við hann.
Á bak við vígaferli hetjanna og hefndirn-
ar standa oft konur. Þær eggja syni sína
lögeggjan til föðurhefnda og láta sér ekki
Framh. á bls. 21.