Vikan


Vikan - 23.11.1939, Blaðsíða 19

Vikan - 23.11.1939, Blaðsíða 19
Nr. 47, 1939 VIKAN 19 Heppinn letingi. Barnasaga. P áll mætti vini sínum, Ottó, niðri í * Strandgötu með stóra, tóma körfu á handleggnum. Páll sá strax, að vinur hans var í slæmu skapi. — Hvers konar svipur er á þér í dag? spurði hann hlæjandi. — 0, sagði Ottó gremjulega. — Þætti þér skemmtilegt að vera sendur út í kartöflugarð þegar þú ætlaðir að fara að horfa á sundsýningu? Ég er hvorki meira né minna en hálftíma að ganga hvora leið — og þar að auki er þessi steikjandi hiti! — Þú hefir gott af því að hlaupa af þér spikið, sagði Páll stríðnislega. — Bless! Og hann var þotinn. Ottó horfði reiðilega á eftir honum. Ekki þurfti Páll að óttast, að hann yrði sendur eftir kartöflum. Móðir Páls léti vinnukon- urnar gera það, en móðir hans hafði engin ráð á að hafa stúlku. Þar að auki var hún lasin, og læknirinn hafði bannað henni að vinna, og þau voru að verða búin með peningana, sem hún hafði lagt til hliðar. Enginn vissi, hvernig þetta yrði í framtíð- inni, en framtíðarhorfurnar voru að minnsta kosti ekki bjartar. Ottó var um og ó. Það var ekki laust við, að hann væri reiður við móður sína fyrir að senda hann upp í garð. Var nokk- ur sanngirni í því að senda hann alla þessa leið, þegar grænmetissalinn var á næsta götuhorni. Grænmetissalinn------! Ottó kipptist við. Ef hann færi þangað inn og bæði um kartöflur, slyppi hann við að fara í garðinn. Hann gat staðið einhvers staðar í skugganum þann tíma, sem hann var vanur að fara í garðinn, svo að móður hans grunaði ekkert. 50 aurana, sem þetta kostaði, gæti hann alltaf borgað við tæki- færi. Hann hikaði. Satt að segja nennti hann alls ekki að ganga þennan langa, leiðinlega veg í þess- um steikjandi hita og áður en hann hafði velt þessu nokkuð fyrir sér, var hann kominn inn í grænmetisbúðina. Þá fyrst varð honum ljóst, hvað það var, sem hann var að gera af einskærri leti, — því að ekkert var það annað. En nú gat hann ekki snúið við. — Takk. Viljið þér gjöra svo vel að skrifa þetta hjá frú Maríu á Mýrargötu 28, stamaði Ottó, þegar búðarmaðurinn lagði kartöflurnar á borðið. — Það skal ég gera, vinur minn, sagði kaupmaðurinn vingjarnlega, en Ottó fannst hann horfa svo undarlega á sig. Framvegis notaði Ottó sér þetta í hvert skipti sem hann átti að sækja kartöflur eða grænmeti fyrir mömmu sína. Hann bað bara kaupmanninn að skrifa það á reikn- inginn hennar mömmu, og það var allt í lagi með það, því að allir vissu, að mamma Ottós var góð og áreiðanleg kona. Ottó hafði alls ekki komið í garðinn síð- an hann freistaðist í fyrsta skipti til þess að fara inn til grænmetissalans. Þegar mamma hans spurði, hvernig garðurinn væri, sagði hann eitthvað sennilegt. Reikningurinn hjá grænmetissalanum hafði smám saman hækkað — hann var kominn upp í 18 krónur. Gífurleg upphæð! Honum leið illa þegar hann hafði áttað sig á þessu og varð hugsað til þeirrar stund- ar þegar grænmetissalinn sýndi móður sinni reikninginn. Ógurlegur kjáni hafði hann verið? Ottó hafði auðvitað ætlað að borga reikninginn með vasapeningum sínum, en þar sem móðir hans mátti ekki vinna, fékk hann litla vasapeninga. Bara að hann þyrði nú að tala við mömmu sína um þetta! En það var svo erfitt. Mamma, sem hafði alltaf brýnt fyrir honum að vera heiðar- legur. Auðvitað kæmist hún fyrr eða síðar að sannleikanum. En Ottó þorði ekki og frestaði því dag eftir dag . . . Mánuði eftir að þetta gerðist, var Ottó kvöld eitt að fylgja vini sínum, sem bjó fyrir utan bæinn, heim á leið. Þegar dreng- irnir voru ný skildir skall á óveður. Fyrst þrumur og eldingar, síðan hellirigning. Þegar Ottó tók að skima í kringum sig eftir húsaskjóli, sá hann, að hann var rétt hjá garðinum hennar mömmu. Ottó var holdvotur þegar hann kom að hliðinu, svo að hann flýtti sér að komast í skjól. En hvað var þetta? Litli kofinn í garðinum var uppljómaður. Hann trúði ekki sínum eigin augum. Fyrst varð hann hræddur og setti þetta í samband við eldingarnar, en síðan áttaði hann sig, læddist upp að kof- anum og gægðist inn. Hann varð orðlaus af undrun. Inni sat lítill, gráhærður maður með mæliglös og alls konar áhöld fyrir framan sig. Hver gat þetta verið? Skyndilega rann Ottó til, og við hávað- ann leit maðurinn upp. Ottó ætlaði að hraða sér í burtu og kalla á lögregluna, en þegar hann hljóp fram hjá dyrunum, stóð gamli maðurinn í dyrunum og sagði: — Sæll, vinur minn. Komdu inn og tal- aðu við mig. Röddin var svo vingjarnleg, að Ottó hlýddi ósjálfrátt. — Lofaðu mér að sjá þig, sagði mað- urinn þegar þeir komu inn í stofuna. — Nú, þú ert sonur frú Maríu? Ottó kinkaði kolli. Hvað vissi þessi karl um það. Gamli maðurinn hélt áfram: — Þig langar kannske til að vita, hver ég er. Ég er gamall sérvitringur, sem bý í stóra húsinu hér á móti. Mamma þín hefir oft þvegið fyrir mig. Hún talaði oft um þig og sýndi mér myndir af þér. — En hvers vegna eruð þér hér? — Það skal ég segja þér. Ég er efna- fræðingur. Og þar sem ég verð að hafa næði við rannsóknir mínar, settist ég að í þessum mannlausa kofa. Hér hefi ég dvalið í 3 vikur. Núna rétt áður en þú komst var ég að sjá árangur af rannsókn- um mínum. Annars er ég hissa á því, að þið skuluð ekki borða grænmetið, sem hér er. Nú stóðst Ottó ekki lengur mátið og sagði gamla efnafræðingnum alla söguna. Hann horfði alvarlega á hann og sagði: — Þú hefir breytt illa, drengur minn, en ég skal bjarga þessu fyrir þig. Það er ekkert betra, að mamma þín fái að vita, að þú hefir farið á bak við hana. En gefðu mér hönd þína upp á það, að þú gerir þetta aldrei framar. Ottó rétti honum ákveðið höndina. — Ágætt, vinur minn. Nú skulum við fara heim. Eg geri húsaleiguna upp við mömmu þína seinna. „PRINSINN“. Framh. af bls. 10. Þegar Kalli kom upp aftur, lá Maggie á rúminu og grét eins og hjarta hennar ætl- aði að springa. — Ó, Kalli, Kalli! veinaði hún örvænt- ingarfull, ég get ekki afborið það . . . ekki þetta. Þú hefðir mátt berja mig, þú hefðir mátt gera við mig hvað, sem þú vildir, en ekki þett ... ó, prinsinn minn, segðu, að þú ætlir aldrei að hitta hana aftur. Hann lofaði því. Hann lofaði að hitta hana aldrei aftur, og sveik það svo aftur. Aftur komst Maggie að því. Hin leyndar- dómsfulla eðlishvöt kvenmannsins sagði henni það. — Þú hefir verið með þessum kven- manni aftur. Þú getur ekki neitað því. Svo hellti Maggie úr skálum reiði sinnar

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.