Vikan - 23.11.1939, Blaðsíða 20
20
VIKAN
Nr. 47, 1939
yfir hann. Hún var ofsaleg í ástríðu sinni.
Hann varð hræddur. Hún reif í hár sitt,
æddi um og ákallaði anda hinna ítölsku for-
feðra sinna. Löngu áður en hún hætti, var
hann farinn að skjálfa, stama og biðja auð-
mjúklega fyrirgefningar. 1 fyrsta skipti á
hinni löngu, smánarlegu æfi hans, hafði
kvenmaður skotið honum skelk í bringu.
Hann fór út og ráfaði lengi eirðarlaus
fram og aftur með ánni.
Nokkrum klukkutímum seinna, þegar
Maggie var úti, dró hann gömlu, beigluðu
töskuna fram undan rúminu, gróf ofan í
botn á henni eftir einhverju, sem hann
geymdi í einu horninu — skammbyssa og
nokkur skot, vafið inn í fituga dulu. Hún
var þar ekki. Hún var horfin. Einhver
hafði tekið hana. Svitinn spratt út aftan
á hálsinum á honum. Maggie?
Hann var hræddur, þegar hann kom
heim um kvöldið. Hann var skjálfandi og
utan við sig af ótta, ótta, sem var kvalar-
fyllri en gigt og vakti ógleði eins og
áfengiseitrun. Það voru margir, hættuleg-
ir staðir meðfram stígnum heim að hús-
inu, trjágöng, alls konar skúmaskot og
forstofan. Hann hljóp eins hart eftir stígn-
um og gigtin leyfði. Hann skreið upp stig-
ann á f jórum fótum og nam staðar andar-
tak í hverju þrepi. Þegar hann opnaði
svefnherbergishurðina, hratt hann henni
upp og hörfaði til hliðar um leið.
En svefnherbergið var tómt. Maggie var
þar ekki. Hún kom ekki aftur þá nótt,
ekki heldur daginn eftir. Hún kom alls ekki
aftur.
Samt sem áður hvarf ekki óttinn. Fjar-
vera Maggie var of dularfull, of óheilla-
vænleg. Það reyndi mjög á taugar hans.
*
Kvöld eitt um haustið var hinn kven-
maðurinn enn einu sinni hjá honum. Hann
vildi fara til Kanada, og vildi, að hún kæmi
með, en hún tók ekkert vel í það. Hann
stóð við gluggann og var að telja um fyrir
henni, þegar sú óþægilega tilfinning greip
hann, að Maggie, eða andi hennar væri í
herberginu. Hann hörfaði frá glugganum.
Honum fannst Maggie vera að koma upp
stigann. Maggie var líka fyrir utan. Maggie
var allt í kringum húsið.
— Komdu nú. Við skulum forða okkur,
sagði hann hrottalega. — Heyrirðu það?
Farðu niður á .undan mér og gáðu, hvort
nokkur er niðri. Gefðu mér svo merki, og
þá kem ég á eftir.
Kvenmaðurinn fór niður, og kallaði lágt
til hans upp í gluggann.
Hann fór niður, og lét hana ganga tíu
skref á undan sér niður stíginn. Hún sá
ekki manneskjuna, sem stóð hreyfingar-
laus í einu skotinu, og hélt áfram.
Þegar hann gekk fram hjá skotinu,
kvað við hvellur, svo hár, að veggirnir
skulfu. Skammbyssuskotið gerði svo háan
hvell í þröngu sundinu, að það var eins og
sprengikúlu hefði verið varpað niður. Þrjú
skot kváðu við, og áður en það þriðja dó
út, höfðu tuttugu manns þyrpzt út úr hús-
unum í kring.
— Stöðvið hana! hrópaði kvenmaður-
inn. — Hún drap hann!
Nokkrir menn höfðu þegar hafið elting-
arleikinn. Þeir höfðu séð hana hlaupa niður
stíginn. Hún hljóp beint af augum og
steypti sér í ána.
Mennirnir kölluðu og skimuðu í allar átt-
ir, en sáu hvergi bóla á henni. Eitthvað,
sem líktist henni, barst fram hjá með
straumnum, en það var ekki hún. Einhver
maður á bát úti á ánni, hengdi ljósker út
fyrir borðstokkinn og endurskin þess frá
ánni, séð frá árbakkanum, leit út eins og
náfölt andlit.
Hún sást aldrei framar. Höfðu fötin
drekkt henni, eða hafði henni tekizt að
synda yfir á Middelsex ströndina og forða
sér þaðan? Hún var góður sundmaður.
JÓNSI TÚKARL! Framh. af bls. 9.
inni, og gamall Kínverji klifraði um borð,
hlaðinn alls kyns ávöxtum.
Mér hefir ævinlega fundizt allir Kín-
verjar vera eins, en einhvern veginn fannst
mér ég kannast við þennan gamla ávaxta-
sala. Þegar Kínverjinn tók að tala, varð
ég viss um, hver hann var. Hann var Jónsi
túkarl frá Dawson City. Ég hafði stigið
yfir annað gamalt spor!
Ég verð að geta þess, að Jónsi túkarl
var matsveinn á „Lone Skunk“ veitinga-
húsinu í Dawson. Hann bar nafn sitt af
merki, sem var tattóverað á framhandlegg
hans og var eins og túkarl í lögun. Hann
sagði mér, að það væri leynifélagsmerki.
Ég heyrði á honum, að meðlimir félags-
ins voru engir englar, heldur blátt áfram
þjófar og morðingjar.
Sá, sem kom mér fyrst í kynni við gamla
Kínverjann, var Norðurlandamaður, Lar-
sen að nafni. Eitt kvöldið þegar ég leit
inn í „Lone Skunk“, kom eitthvað beint
framan í mig. Það var eins og kaðalspotti.
Ég þaut inn til þess að athuga, hverju
þetta sætti. Það var þá Larsen, sem hélt
í annað eyrað á Jónsa túkarl og barði
hann miskunnarlaust, þó ekki með kaðal-
spotta, heldur hárfléttu vesalings, gamla
mannsins, sem hann hafði skorið af hon-
um!
Nokkrir hálffulhr karlar stóðu hjá og
hlógu, en Jónsi túkarl skrækti eins og kött-
ur gerir, ef skottið á honum verður á milli
stafs og hurðar.
Nú hafði höggið komið á augað í mér
og reitt mig til reiði. Þar að auki var mér
ekkert um að sjá ungan, fílefldan mann
vera að misþyrma gamalmenni, svo að ég
gaf Larsen utan undir með hnefanum. Ég
sló hann ekkert mjög fast, en þegar ég
hitti hann fyrir nokkrum árum í Mel-
boume, sá enn á andliti hans.
Larsen var stór og sterkur og hafði bar-
ið marga, svo að hann var ekki seinn á
sér að gefa mér á hann. Þá var erfitt að
lifa í Dawson, en ég játa það, að Larsen
kunni að berja. Á meðan ég var að
skirpa út úr mér tönnunum, sem höfðu
losnað, þreif Larsen baklausan stól . . .
siðan vissi ég ekki meir . ..
I næsta hálfan mánuð var Jónsi túkarl
ákaflega góður við mig. Þegar ég komst
á fætur, hafði hann búið til ágætar hækj-
ur handa mér. Ég ætlaði auðvitað strax
og ég gat gengið á fund Larsens til þess
að þakka honum fyrir síðast. En ég fékk
ekki að koma inn til hans. Þeir sögðu, að
ég yrði að bíða, þar til hann þekkti fólk
aftur.
Og nú var Jónsi túkarl kominn um borð
til okkar til að selja ávexti. Kínverjar eru
venjulega lengi að átta sig, en þegar ég
sönglaði:
— Hæ, Jónsi túkarl, hvað ertu með?
glápti hann á mig eins og kettlingur, sem
sér sjálfan sig í spegli í fyrsta skipti.
Skyndilega mundi hann eftir mér.
Þegar við höfðum kastazt á kveðjum
og borðað ávextina, fór ég með Jónsa tú-
karl um skipið. Á meðan sagði hann mér
frá ævintýrum sínum. Hann sagðist eiga
mikla peninga í Klondyke, en hefði komið
til Kína til þess að heilsa upp á konur
sínar.
Ég spurði Jónsa, hvers vegna hann væri
að selja ávexti, þegar hann væri svona
ríkur. Hann sagðist gera það til þess að
geta notað augu og eyru betur. Annars
hefði hann vinnu, sem hann fengi mun
betur borgaða. Hann fullvissaði mig samt
sem áður um það, að A— væri úr hættu,
þar sem ég væri um borð.
Sem sagt, kunningi, var skipið það al-
fallegasta og minnsta skip, sem ég hefi
nokkurn tíma séð. Þetta sá Jónsi túkarl
líka, en það, sem vakti mesta athygli gamla
Kínverjans, var slagharpan.
Ég hefi séð margt fallegt um ævina:
byggingar, listaverk o. fl. o. fl., en ég hefi
•aldrei séð neitt fallegra en þessa slaghörpu.
Hún var úr svörtum, gljáandi viði með
gylltum spöngum og framan á henni var
stór mynd af ungum stúlkum, sem voru
að baða sig. Mér var aldrei um það, þegar
leikið var á þessa slaghörpu.
Jónsi túkarl féll í stafi, þegar hann sá
slaghörpuna. Síðan gekk hann að henni,
klappaði henni, brosti til hennar og talaði
blíðlega við hana. Því næst sneri hann sér
að mér og spurði:
— Hvað kostar hún?
Auðvitað þýddi ekkert að spyrja mig.
Ekki átti ég slaghörpuna. Þar að aukí
hefðu ferðamennirnir saknað hennar um
leið og þeir kæmu um borð. Ég er heiðar-
legur maður, kunningi, en enginn þjófur.
Þetta var allt of mikil áhætta.
— Hvað kostar hún? spurði Jónsi tú-
karl aftur, þegar ég svaraði honum ekki.
Að lokum ákváðum við, að Jónsi túkarl
kæmi kl. tvö um nóttina með nokkra, kín-
verska verkamenn og tæki slaghörpuna,
þegar allir svæfu. Eigandinn og gestir
hans yrðu áreiðanlega drukknir . .. Þarna
gætum við Dick náð okkur rækilega niðri
á X—.
Um kvöldið komu ferðamennimir og
fóru beint að sofa. Ég var á vakt. Ég