Vikan


Vikan - 14.03.1940, Page 6

Vikan - 14.03.1940, Page 6
VIKAN, nr. 11, 1940 í skuggum nætur Síðasti dans! var hrópað í gegn um hátalara. Orðin þyrluðu í burtu deyfðarmókinu, er hafði ríkt í dans- hléinu; allflestir piltamir, sem sátu á bekkjunum með fram veggjum salsins drógú að sér arminn, sem hafði verið í grunsamlegu hvarfi bak við stúlkuna, er næst sat, risu á fætur og buðu upp í dans. Þreytumerkin, sem höfðu verið augljós í næsta dansi á undan, voru nú lítt sjáan- leg. Síðasti dansinn leysir krafta úr læð- ingi, hann ber í sér fyrirheit um ævintýri í skuggum nætur, hann er lykillinn að þeirri gátu, hvar maður lendir að lokum. Flestir lenda í sínu eigin rúmi, ef til vill að undangengnum kossum og þrýstingum á tröppum og inni í anddyrum. En þeir, sem voga sér inn í ókunn híbýli að nætur- þeli, eiga margt á hættu, hver veit nema marri þar í hurðum og stigaþrepum og þil séu óþétt, og afleiðingin verði sú, að úrill- ur og meinsamur karl eða skömmótt kerl- ing steypist yfir hinn aðkomna og komi í veg fyrir unaðssemdir næturinnar. Nokkur pör, sem ekki þurftu að bíða eftir handleiðslu síðasta dansins, og voru þegar búin að dansa lyst sína, sættu lagi með að komast út. Það var bezt á þann hátt að þoka sér hægt og hægt með fram bekkjunum til þess að reyna að forðast árekstra, yfirtroðslur og hrindingar dans- endanna. I þessum flota voru Dagga og Bubbi. Þau höfðu setið um stund úti í horni og hvílt sig. Hann hafði hallað sér upp að baki bekksins, og hún hvílt höfuðið við barm hans með arm hans yfrum sig. Við kyrrsetuna höfðu þreytan og syfj- inn náð meiri og meiri yfirráðum yfir þeim. Þau höfðu ekki lengur haft sinnu á því að beina athyglinni að því skringilega, sem við bar úti á dansgólfinu. Það truflaði þau ekki vitund, þótt þau sætu þarna í hálfgerðum faðmlögum. Þau voru trúlofuð, og það var fyrir löngu síðan orðið þeim fullkomlega eðlilegt að sitja þannig. Þegar hrópað var: — Síðasti dans! hrukku þau lítið eitt við, eins og þau hefðu verið á mörkum þess að festa svefn. Stúlk- an settist upp, og ríndi píreyg í kring um sig. Hún hafði verið búin að loka augun- um, svo rótt hafði henni verið. Pilturinn dró að sér arminn, eins og hinir piltamir gerðu, og spurði kurteislega: — Eigum við að dansa? — Nei, við skulum heldur reyna að komast fram og ná í fötin okkar, áður en þrengslin byrja. Þau þokuðu séf með fram bekkjunum í áttina til dyra. Það var langsótt ferðalag, því að þau urðu oft að nema staðar og beygja sig undan ólögunum, en enda þótt þau viðhefðu fyllstu varúð, tókst þeim þó ekki að forðast öll boðaföll. Menn dönsuðu svo óskipulega og hver öðrum ólíkt, að ekki var unnt að vita, hvort næst yrðu stigin spor aftur á bak eða áfram, eða ef til vill hlaupið út undan sér, og fæturnir snöggvast látnir mynda x. Það var verið að ganga um útidyrnar, og svalan súginn lagði á móti þeim, þegar þau komu fram í anddyrið. Dagga fékk hóstakviðu og greip hendinni fyrir munn- að. Honum var oft raun að því, hve illa hann var staddur, og hve lítið hann gat veitt henni. Þegar þau fóru saman á skemmtanir varð alltaf eitthvað að spara, eins og t. d. bílinn núna. Auðvitað hefðu þau tekið bíl, ef hún hefði viljað það. Hann skildi hana svo undur vel. Hún var smágerð og þreklítil, lungu hennar voru svo viðkvæm, að hún fékk hósta af því að soga kalda loftið ofan í sig; hún var líka þreytt og sár í fótunum, bæði af dansinum og eins óvananum við að ganga á hælaháum skóm. Samt neitaði hún bíln- um. Hvers vegna? Vegna þess, að hún vissi, að hann hafði ekki efni á því að taka bíl á leigu. Hún hefði getað sagt: — Já, við skulum fara í bíl, en ég borga, því að Smásaga eftir Dórunni Magnúsdóttur. IMMMMMMMMIMIIMIIMMMMMMIMMMMMMMMM ......Mlllll' inn. Hún skalf í flegna, þunna ballkjólnum sínum. Bubbi flýtti sér að draga upp úr vasa sínum látúnsplötu, sem númer var grafið á, framvísa henni og taka á móti fötun- um, sem þreytuleg fatavörzlustúlka af- henti honum. Hann lét fötin liggja í hrúgu á borðinu fyrir framan fatageymsluna, lagði orðalaust trefilinn sinn um háls unn- ustunnar og hjálpaði henni í kápuna. Að ’ því loknu beygði hann sig niður og færði hana í snjóhlífamar; á meðan hún lyfti fótunum upp til skiptis, studdi hún ann- arri hendinni á hnakka hans og geispaði eins og köttur. Hann rétti sig upp og klæddi sig í frakk- ann. Dagga lét á sig hattinn án þess að líta í spegil. Hún tók annarri hendinni aft- an í hann og þrýsti honum ofan á hnakk- an, með hinni teygði hún hann fram yfir hægra gagnaugað. Hún strauk hárið aftur með eyrunum, og lét svo þetta gott heita. Þau skiptust ekki á orðum, fyrr en þau komu út í dyrnar og sáu bílana fyrir fram- an húsið. — Eigum við að fá okkur bíl? spurði Bubbi. — Nei, það tekur því ekki, þetta er svo stutt, svaraði hún ákveðin, og var þegar lögð af stað. Hann þrýsti henni að sér um leið og hann tók arm hennar til að leiða hana. Honum þótti aldrei vænna um hana en þegar hann fánn gæði hennar og sjálfs- afneitun. Þá skildi hann til fulls, hvílík gæfa honum hafði hlotnazt að mega eiga hana fyrir unnustu og bezta vin. Gæfa var það, og þó var hún blandin beizkju. Það kvaldi hann ósegjanlega mikið, hve fram- tíðarhorfumar vom ískyggilegar, engin atvinna, engir peningar, engir fyrirsjáan- legir möguleikar til, að þau gætu stofnað heimili. Það þurfti annars ekki að líta fram í tímann til þess að sjá, hvar skórinn kreppti það er fyrir mig gert, en það vissi hún að mundi auðmýkja hann, og hún forðaðist allt, sem gat minnt hann á fátækt hans. Þess vegna sagði hún aðeins: — Það tekur því ekki, þetta er svo stutt, og svo leit hún ekki á hann. Hún vildi ekki láta hann sjá, hvað henni bjó í brjósti, hvað hún var syfjuð, þreytt og köld, og kveið fyrir að ganga heim í náttmyrkri og kulda. Bílarnir þutu fram hjá þeim. Hann nag- aði sig í handarbökin fyrir að hafa ekki tekið einn þeirra. Dagga hvíldi þungt á örmum hans. Hann sá við glampan af götuljósi, hve andlit hennar var bláfölt. Aumingja Dagga, hún átti betra skilið. Helzt hefði hann kosið að vefja um hana loðfeldi, og bera hana inn í dúnmjúkan, bólstraðan bíl. Nei, slepp- um loðfeldinum, bara að hann hefði haft bílinn. Strangt tekið hefði hann getað leigt bíl, hann átti tvær krónur í buddunni. Hve fátæktin gerir mann smásmugulegan, og kemur manni til að horfa í hvern eyri. Hann tók úrskurð hennar gildan vegna þess, að hann hugsaði sem svo: Þá get ég keypt mér sokka fyrir túkallinn. Hann vantaði sokka, — mann vantar alltaf eitt- hvað. Jú, sokkana gat hann fengið, en hann hefði verið ánægðari með sjálfan sig, ef hann hefði fylgt Döggu heim í bíl. . Þetta var dapurlegur endir á skemmt- uninni. Skemmtuninni! O-jæja, öllu má nú nafn gefa. Nú, raunar hafði hann skemmt sér ofurlítið, ekki var því að neita. Það var þó alltaf ánægjulegt að dansa við Döggu, eins og hún hafði mjúkar og létt- ar hreyfingar. Það var hæfilegur mismun- ur á hæð þeirra, til þess að þeim væri þægilegt að dansa saman, og svo voru þau orðin svo vel samæfð. Þakka skyldi þeim líka, eftir að hafa dansað saman í sex ár. Jú, víst var gott að dansa við Döggu, en það var nú þannig komið fyrir honum í seinni tíð, að hann gat einskis notið til fulls, vegna þessara seigdrepandi áhyggja

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.