Vikan


Vikan - 14.03.1940, Qupperneq 10

Vikan - 14.03.1940, Qupperneq 10
10 VTKAN, nr. 11, 1940 Hljótt og kyrrlátí veitingahús. Rasmína: En hvað ég hefi hlakkað til að komast í sveitasæluna. . Gissur gullrass: Ég líka. Ég vona, að rúmin séu þægileg. Rasmína: Ég skil þetta ekki, mig minnir, að ég hafi áreiðanlega tekið rauða ballkjólinn með. Gissur gullrass: Hvað ætlarðu að gera við hann ? Ég hélt, að þú ætlaðir að sofa og hvíla þig. Rasmína: H? Síminn? Hver getur verið að hringja? Kannske blaðið hér vilji birta viðtal við mig ... Sæl, elsku Júlía frænka. Og er Sófus með þér? Oj£l&.gúst og Friðrik? Ha? Og Lúðvika og Theódór með bömin? Blessuð komið þið. Rasmína: En hvað það var gaman að sjá ykkur, Júlia og Sófus. Þið borðið nú með okk- ur. Koma hin líka? Það er ágætt. Gissur gullrass: Heyrðu, Júlli mágur, hvað ertu að gera? Júlli: Stela perum. Við eigum engar úti í sum- arbústað. Lúðvika: Ég tek eitt handklæðið. Ágúst: Ég er svo aumur í bakinu. Rúmin eru svo vond úti hjá okkur. Má ég ekki gista, Mína mín? Rasmína: Gjörðu svo vel. Theodór frændi: Ég held ég skelli mér í bað. Við höfum ekkert. Pési: Ég stal krananum í baðherberginu. Mömmu vantar krana í eldhúsið. Theodór: Ég þarf að hringja út á land. Jeppi: En bréfsefnin lagleg, maður. Ætli ég geti ekki fengið frimerki líka? Gissur gullrass: Á ég að hafa Ágúst hrjót- andi inni hjá mér. Mér kemur ekki dúr á auga. Ég sef í forstofunni. Rasmína: Þar eru börnin. En hvað þú ert alltaf smásálarlegur við fjölskyldu mína. Hvað hafa ættingjar mínir gert þér? Vörðurinn: Bíður maðurinn eftir lest? Það koma ekki fleiri í kvöld. En hér er hljótt og kyrrlátt veitingahús. Gissur gullrass: Hljótt og kyrrlátt, já.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.