Vikan


Vikan - 14.03.1940, Page 12

Vikan - 14.03.1940, Page 12
12 VIKAN, nr. 11, 1940' Ekkjan frá Spáni. Smásaga eftir J. W. Wallace. Eins og margir aðrir auðugir Spánverj- ar geymdi Carlos peninga sína í banka hér í London, síðan Alfons konungur var rekinn frá völdum. Það var í rauninni heppilegt, því hann arfleiddi mig að mestum hluta þeirra, þótt undarlegt sé. — Hvers vegna finnst þér það undar- legt? — Hann hefði vel getað arfleitt frænd- fólk sitt að þeim öllum, svo að ég hefði verið bundinn í báða skó, og það hefði getað haft gát á mér. — Var hann svona afbrýðissamur ? — Eins og mest mátti vera, góða mín! Ég man ekki, hvort ég hefi sagt þér það — líklega ekki, því að maður kærir sig ekki um að láta tala um þannig hluti á strætum og gatnamótum — en hann byrjaði að manga til við mig, meðan Anita, fyrri kon- an hans, var lifandi. Hún var veik, aum- inginn; hafði legið í tæringu mánuðum saman. Frændfólk hans fekk hann til að hætta að láta mig kenna börnum hans tveimur ensku, og koma mér burt úr hús- inu. Þá kom hann mér fyrir í stórri ,,villu“ í útjaðri borgarinnar. En geturðu hugsað þér, hvað hann gerir? — Hvernig á ég að vita það? — Hann gefur dyraverðinum og konu hans skipun um að hafa hengilás á hlið- inu og hleypa mér ekki út. Hvemig lízt þér á? Ég var blátt áfram fangi, hvorki meira né minna. En ég liefi nú alltaf látið kylfu ráða kasti, og þegar svona var kom- ið, vildi ég heldur láta þar við sitja en að gera hneyksli með því að biðja brezka ræðismanninn að koma til hjálpar. Auk þess leið mér ágætlega að mörgu leyti. Eini gallinn var, að ég gat ekkert hreyft mig. Að lokum fékk ég mér reiðhjól og reið á því eftir stígnum í garðinum. — Þú reiðst í garðinum á reiðhjóli! — Ég varð að gera eitthvað til að liðka á mér fæturna, góða mín, þar sem ég var lokuð inni vikum saman eins og alifugl í búri. Ég fékk aldrei að fara út, nema þegar Carlos bauð mér í bílferð. Ég fékk hann aldrei til að fara í gönguferðir með mér. Ég held, að honum hafi ekki fundizt það nógu virðulegt fyrir mann í hans stöðu. Svo var hann líka fjörutíu og níu eða fimmtíu ára — ekki eiginlega feitur, en vel nærður og ráðsettur, og hann tók sjálf- an sig dálítið alvarlega. ■— En meinarðu, að þú hafir alls ekki getað fengið hann til að lofa þér að fara einni út? — Ég reyndi það auðvitað, en hann vildi ekki hætta á það. Hann var hræddur um, að ég kynni að mæta einhverjum af Eng- lendingunum, sem bjuggu í borginni og að þeir myndu reyna að fá mig til að yfir- gefa hann og fara heim til Englands. Hann hefði reyndar ekki þurft að vera hræddur um það. Ég hafði að vísu gengið í brezka klúbbinn til þess að fá bækur á safninu, en ég þekkti varla nokkra sál, nema tvær eða þrjár barnfóstrur, eins og ég var, og eftir að þetta skeði, hefðu þær ekki þorað að láta sjá sig með mér, því að þá hefðu þær misst atvinnuna. Og ég minntist auðvitað aldrei á þetta við foreldra mína. Þau héldu, áð ég ynni þar alltaf sem barnfóstra. Ég hefi ekki enn þá farið til Liverpool að finna þau. — Og ætlarðu þá að segja þeim allt? — Nei, guð hjálpi mér! Það myndi líða yfir þau! Ég ætla bara að segja þeim, að við Carlos höfum gift okkur skömmu áður en hann var drepinn. — Og hvernig skeði það? Ég meina, hvemig var hann drepinn? — O, eins og vanalegt var — hann var skotinn. — Af mönnum stjórnarinnar ? — Já. — O, fantarnir! Ég geri ráð fyrir, að þeir hafi gengið um og skotið alla, sem voru með hreinan flibba. — Nei, ekki var það svo slæmt. Það var víst valið úr, og ég held, að þeir hafi búið til einhvers konar nafnaskrá fyrst. Og auk þess var hvorugur aðilinn betri en hinn. — Þú virðist ekki vera neitt sérlega æf út af því, elskan. Ef þeir hefðu skotið manninn minn, myndi ég blátt áfram hata þá. — O, ég veit ekki. Sjáðu til; þegar öllu er á botninn hvolft, þá held ég, að hann hafi verðskuldað það. — Verðskuldað það? — Já, auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, og allt það. — Nú, hvað gerði hann af sér? — Hann hagaði sér alveg andstyggilega við mann, sem leitaði hælis í húsinu okkar. — Við mann, sem þú þekktir. — Nei, ég hafði aldrei séð hann fyrr. Þegar uppreisnarherinn tók borgina, kom hann og bað mig að lofa sér að fela sig í húsinu. Mér leizt ekki á það fyrst, en ég kenndi í brjósti um hann, hann virtist vera svo ungur. Hann gat ekki hafa verið meira en átján eða nítján ára. Ég sagði honum, að hann gæti verið í eldhúsinu hjá stúlk- unum, og ef einhver kæmi, gætum við sagt, að hanrt væri garðyrkjumaðurinn okkar. Carlos var þá niðri í borginni, og þegar hann kom aftur, vildi hann ekki heyra það. Hann sagði, að það myndi koma honum í mjög óþægilega klípu, ef það kæmist upp. Ég sagði, að þá gætum við látið sem hann hefði komizt inn í húsið og falið sig, án þess að við yrðum þess vör. Eftir þó nokkra vafninga samþykkti hann það. En svo laumaðist hann til og hringdi til kunn- ingja síns á lögreglustöðinni. Hermennimir komu þegar ég var að hátta. Ég var á leið- inni niður stigann til að vita, hvaða hávaði þetta væri, þegar ég sá þá fara með aum- ingja piltinn gegn um anddyrið. Hann leit upp til mín með ásakandi augnaráði, og ég hristi höfuðið til þess að gera honum skiljanlegt, að það væri ekki mér að kenna. Ég held, að hann hafi skilið mig, því þá leit hann á manninn minn, sem stóð hjá útidyrunum og talaði við fyrirliðann. Jæja, þeir fóru nú með hann, og ég heyrði, að hann hefði verið skotinn nokkrum dögum síðar. Ég var æfareið út af því. Og Carlos var alltaf að gefa í skyn, að ég hlyti að hafa haft einhverja sérstaka ástæðu til að reyna að bjarga honum, og að hann hefði sennilega verið ,,kunningi“ minn. En sú fjarstæða. — En það leið nú ekki á löngu, áður en ég náði mér niðri á honum. Eftir svo sem viku nálguðust fallbyssdyrunurnar. Það vom nokkrar loftárásir, sem ætluðu að gera mig vitlausa af hræðslu, og svo tók stjórnarherinn borgina aftur. Það skeði svo snögglega, að enginn hafði ráð- rúm til að flýja, nema hermennirnir, sem vom að berjast, og yfirvöld borgarinnar, sem vissu, hvaðan vindurinn blés. Maður- inn minn var voðalega skelkaður. Hann var viss um, að nú myndi verða hefnt fyrir fólkið, sem uppreisnarmennirnir tóku af lífi, meðan borgin var á þeirra valdi. Hon- um kom til hugar að flýja upp í hlíðina á bak við húsið, og reyna að komast til héraða uppreisnarmanna þá leið. Ég gat rétt ímyndað mér hann gánga alla þá leið, og í myrkrinu! Dettandi niður í skurði og veltandi niður brekkur! Ég sagði honum að vera ekki með þessa heimsku. Ef nokkrir hermenn kæmu, myndi ég segjast vera útlendingur, og þeir myndu láta mig afskiptalausa. Hann sagði, að ég hefði víst á réttu að standa, og að hann væri eins ömggur þar eins og annars staðar. — 1 nokkra daga skeði ekkert. Carlos var mest allan daginn í dagstofunni og gægðist út um gluggatjöldin í hvert skipti, sem hann heyrði bifreið fara fram hjá. Svo einn morguninn kom eldhússtúlkan heim úr innkaupsferð í mjög æstu skapi og sagði, að verið væri að leita í öllum húsunum í götunni okkar. Carlos fór upp í svefnherbergið mitt og faldi sig í klæða- skápnum. Ég hengdi síðustu kjólana mína fyrir framan hann og faldi fæturna á hon- um með samanbrotnum teppum. Það var nóg til að gera mann vitlausan, góða mín! Kjólarnir bunguðu svo mikið út, að maður sá á augabragði, að einhver var á bak við þá. Ég varð að fara út á meðan ég var að fela hann til þess að hlæja. Honum hefir auðvitað verið óskiljanlegt, hvað ég var Frh. á bls. 15.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.