Vikan


Vikan - 14.03.1940, Blaðsíða 17

Vikan - 14.03.1940, Blaðsíða 17
VIKAN, nr. 11, 1940 17 Rúðugler höfum venjulega fyrirliggj- andi rúðugler 18 og 24 ounzu, einnig 4, 5 og 6 mm. f Utvegum einnig allar aðrar tegundir af gleri. Reykjavík Auglýsið í VIKUNNI. Kaupum tóma strigapoka Nordalsíshús Sími 3007. Sokkar! Barnasokkar. Karlmannasokkar. Kvensokkar. Grœni veiðarlœraliturinn „IMPREGIOLK — — kominn aftur — — Verslun O. Ellingsen h.f. Glæðir f jör á fljóðsins hvarm, flestum réttum Ijúffengari; seyðir þrótt í sérhvem arm sólþurkaður rabarbari. Maturinn verður beztur úr vöriun frá Moerpoo/^ andanum. Nú strauk hann eldspýtunni eftir stokknum. Skot reið af. Skotbloss- inn kom svo að segja framan í Slade. Kúlan fór í loftið. Slade hrökk í kút, það kom á hann fát og hann fékk ofbirtu í augun, en á samri stundu tók Garnville undir sig stökk og réðist á hann. — Hamingjunni sé lof fyrir hjátrúna, sagði hann við Jóhönnu, þegar hann hafði afvopnað Slade og bundið rækilega. Hún hristi höfuðið og hneigði það að öxl hans. — % var ekki hjátrúarfull. En ég mundi, að það er erfitt að kveikja á eld- spýtu með einni hendi, og svo sagðir þú, að það þyrfti að leiða huga hans að ein- hverju öðru. Það var bara læknisráð, læknir! Gjafmildi Jóns Vídalíns. Jón biskup Vídalín var ekki aðeins frá- bær ræðumaður, heldur þótti hann einnig framúrskarandi gjafmildur og greiðasam- ur við fátæka. Hlaut hann fyrir það mikl- ar vinsældir af alþýðu manna. Aftur á móti var Sigríður kona hans svo nízk, að orð var á gjört. Sá hún mjög ofsjónum yfir því, sem maður hennar lét af hendi rakna við nauðleitarmenn. Einu sinni kom bláfátækur barnamaður til Jóns biskups og sagði honum, að hann hefði misst einu kúna sína. Biskup skipaði þegar að taka kú úr f jósi sínu og bað manninn að eiga. Sigríður kona hans fréttir þetta, kemur með fasi miklu inn til manns síns og segir: — Því gafstu honum ekki hest líka? — Þá er að gera það, segir biskup, læt- ur kalla á manninn, fær honum uppáhalds- hest madömunnar, og segir, að kona sín hafi gefið honum. Karl nokkur hafði orðið síðbúinn á hreppsfund og var búið að setja honum ómaga árlangt, þegar hann kom. Karli þótti þetta hið versta og neitaði algjör- lega að taka við þurfalingnum. Presturinn var í hreppsnefnd, og hafði orð fyrir þeim félögum. Hann mælti: — Ég segi eins og Pílatus: Það, sem ég hefi skrifað, það hefi ég skrifað. — Já, þetta sagði Pílatus, gall bóndi við, — en gætið þér að því, prestur góður, að hann varð sér líka til bölvaðrar skamm- ar fyrir það.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.