Vikan - 15.08.1940, Qupperneq 5
VIKAN, nr. 33, 1940
5
kostaði offjár —
London að almennu athlœgi,
„Snarken"
og gerði Jack
en þó að hann væri vægast sagt
lífshættulegur að sigla á, fór
Jack í ævintýralega ferð á hon-
um til Suðurhafseyja — og
skemmti sér prýðilega.
Kjölurinn að ,,Snarken“ var ekki lagð-
ur fyrr en í júní 1906, og um það
leyti var Jack langt kominn með
skáldsögu, sem hann kallaði ,,Járnhælinn“
og fjallaði um jafnaðarstefnuna. Það var
framtíðardraumur, sem ske átti sjö hundr-
uð ár frammi í tímanum. Anatole France,
sem hafði kallað Jack ,,Karl Marx Ame-
ríku“, skrifaði formála fyrir henni. Jack
var það alveg ljóst, að Macmillan mundu
ef til vill neita að gefa ,,Járnhælinn“ út,
að ekkert tímarit mundi vilja prenta hann,
og vel gæti svo farið, að hann gæti
skaðað söluna á öðrum bókum
hans, jafnframt því að „Snarken“
grynnkaði mjög á bankainneign
hans. Hann hafði pantað dýrustu
þilfarsborð, sem hann gat fengið,
frá Washington; hann hafði látið
byggja fjögur vatnsþétt hólf, svo
að ,,Snarken“ gæti ekki sokkið,
hvað mikill leki sem kæmi að hon-
um; hann hafði pantað dýran sjö-
tíu hestafla mótor frá New York;
hann hafði útvegað sér fyrirmynd-
ar akkerisvindu, sem hægt var að
setja í samband við mótorinn.
Hann útbjó sér baðherbergi með
alls konar tilfæringum, ventlum,
vogastöngum og dælum til að dæla
inn sjó. Hann keypti sér lítinn ára-
bát og lítinn, hraðskreiðan vélbát.
Stefnið í „Snarken“ kostaði vænan
skilding, en engin alda gat skollið
yfir það, og honum fannst það
vera fallegasta stefni, sem hann
hafði nokkurn tíma séð.
Áður en komið var fram í
miðjan júní uppgötvaði hann, að
hann hafði lagt 10.000 dollara í
„Snarken", og að hann var ekki
hálfbúinn enn. Þessir 10.000 doll-
arar voru aleiga hans; því að
hann varð að sjá fyrir Flóru og
fósturbarni hennar, Jenny gömlu,
Bessie og tveim dætrum hennar,
Roscoe Eames og að sumu leyti
Ninettu Eames, Charmian og Ed-
ward Payne. Auk þess hafði hann
ráðsmann og marga vinnumenn á
Hills Ranch, sem plægðu og plönt-
uðu, keyptu verkfæri og efnivið.
Ritstjórarnir, sem hann hafði skrifað
eftirvæntingarfullur í febrúarmánuði, neit-
uðu beiðni hans um fyrirframgreiðslu á
greinunum, sem hann ætlaði að skrifa um
ferðina. Hvernig Jack tókst að útvega
peninga til að sjá fyrir ættingjum sínum
og starfsfólki og til þess að borga þeim
mönnum laun, sem unnu við „Snarken“,
var ráðgáta, sem allir töluðu um. En hon-
um tókst það, án þess að þurfa að hætta
við nokkuð af því, sem hann hafði á prjón-
unum. Hverja stund dagsins skrifaði hann
smásögur, greinar og ritgerðir — allt sem
hann gat grætt peninga á.
Fyrsta október — daginn, sem hann
hafði ákveðið að leggja af stað í ferðina —
var búið að leggja 15.000 dollara í „Snar-
ken“, og enn var hann ekki nema hálfbú-
inn. Ef hann ætlaði að halda áfram með
bátinn, varð hann að taka lán út á húsið,
sem hann hafði keypt handa móður sinni.
Jafnframt varð honum Ijóst, að honum
hafði skjátlast mjög í að ráða Roscoe
Eames til sín. Eames var þrætugjarn og
duglítill. Hann var reikull í ráði og borg-
aði oft mismunandi verð fyrir sams konar
efni, keypti sitt af hverju, sem hann hafði
engin not fyrir og borgaði oft og tíðum,
án þess að skeyta um, hvort vörurnar, sem
hann pantaði, væru afhentar eða ekki.
Það bætti ekki úr skák, að „Cosmo-
politan Magazine“, sem lagt hafði 1000
dollara í fyrirtækið, birti nú stórar aug-
lýsingar, sem kunngerðu, að það væri þeir,
sem ætluðu að senda Jack London í ferða-
lag umhverfis jörðina á „Snarken“. „Alls
staðar gera menn sér að skyldu að græða
á mér, af því að þeir halda, að það sé ekki
ég sjálfur, sem kosta ferðina heldur fjár-
sterkt tímarit."
Því var lofað, að „Snarken“ skyldi vera
ferðbúinn fyrsta nóvember, svo fimmt-
ánda nóvember og loks fyrsta
desember. I vandræðum sínum
flutti Jack til Oakland, sendi Ros-
coe Eames heim til að læra sigl-
ingafræði og tók sjálfur við eftir-
litinu með byggingu bátsins. Hann
réði fjórtán menn, borgaði þeim
há laun og lofaði þeim að auki ein-
um dollar á dag, ef þeir yrðu dug-
legir. Til þess að geta staðið
straum af öllu þessu, varð hann
að taka lán út á Hills Ranch.
Þrátt fyrir alla þessa peninga, sem
hann lagði fram, kom það í ljós
fímmtánda desember, að „Snar-
ken“ var jafnlangt frá að vera til-
búinn og fyrsta október.
Blöðin fóru að birta háðvísur um
seinlæti Jacks London. „The
Womans Home Companion", sem
var móðgað yfir því, að „Cosmo-
politan" fékk fyrstu greinina um
„Snarken“, kvartaði yfir því, að
hann skyldi ekki komast af stað
og heimtaði grein um íbúa Kyrra-
hafseyjanna á meðan Jack var enn
í San Francisco. Og vinir hans
veðjuðu um, hvenær hann mundi
komast af stað.
Ferð „Snarkens“ var aðalum-
ræðuefnið manna á milli í Ame-
ríku, og Jack fékk bréf í þúsunda-
tali frá mönnum og konum, sem
sárbáðu hann um að lofa sér að
koma með. Níutíu og fimm af
hverjum hundrað voru fúsir til að
gera hvað sem væri og níutíu og
níu voru fúsir til að vinna fyrir
ekki neitt. „Það voru fjöldi af
læknum, skurðlæknum og tanm
Jack London var hreykinn eins og bam yfir stefninu á „Snarken".
Hann eyddi offjár í aS gera það eins fullkomið og hægt var, en það
urðu allt tóm svik, því að það stakk sér í báruna í staðinn fyrir
að lyfta sér á henni.