Vikan


Vikan - 15.08.1940, Side 6

Vikan - 15.08.1940, Side 6
6 VIKAN, nr. 33, 1940 „Snarken" var falleg fleyta við fyrstu sýn, en ef betur var að gáð, voru ótal gallar á henni. Jack eyddi stórfé í hana, en var svikinn bæði á efni og vinnu. læknum, sem buðu sig fram; það voru blaðamenn, herbergisþjónar, mat- sveinar, ritarar, verkfræðingar, vél- fræðingar, raffræðingar, uppgjafa skipstjórar, kennarar, stúdentar, bændur, húsmæður, sjómenn og segla- saumarar.“ Það var aðeins einn úr öll- um þessum hóp, sem Jack gat ekki neitað, ungur strákur frá Kansas, Mar- tin Johnson að nafni, sem skrifaði honum bréf upp á sjö síður. Jack sendi honum skeyti: „Getið þér búið til mat?“ og Martin Johnson svaraði: „Reynið mig“, og útvegaði sér síðan atvinnu við eldhússtörf í grísku veit- ingahúsi til að læra matreiðslu. Fyrir nýár var Martin, sem seinna varð fræg- ur Afríku-könnuður, ferðbúinn, en „Snarken“ var enn í smíðum. Af því að Jack hafði það fyrir reglu,að borga öllum góð laun, sem unnu hjá honum, var launum Martin Johnson bætt við önnur útgjöld hans. Þó að Jack hefði ekki mikla trú á sjómannshæfileikum Roscoe Eames, vildi hann ekki segja honum upp, enda þótt margir reyndir skipstjórar væru í boði, sem ekki kröfðust meiri launa en Roscoe. Jack skeytti heldur ekki um öll þau mörgu tilboð frá reyndum sjó- mönnum, sem vildu komast með — fyrir kaup eða kauplaust. I stað þess réði hann til sín aðeins einn mann, sem vélstjóra, ungan stúdent frá Stan- ford-háskóla, Herbert Stoltz að nafni. Öll áhöfnin var því: Jack sjálfur, Charmian, Roscoe Eames, Martin Johnson, Herbert Stoltz og japanskur káetudrengur, og af öllum hópnum var Jack sá eini, sem kunni að rifa segl. Móti öllum vonum féllst „Mac- millan“ á að gefa út „Járnhælinn". Þeir báðu Jack aðeins um að fella burtu athugasemd, neðanmáls, sem var heldur óblíð í garð dómstólanna, og vafalaust mundi koma honum í Martin Johnson, sem seinna varð írægur Afríku-könnuður, var matsveinn á „Snarken" -— þótt hann ekki kynni að búa til mat. Seinna varð hann vélstjóri og var eini maður- ,inn, sem dugur var í.Á myndinni stendur hann hægra megin við Jack. fangelsi. Jack svaraði þessu þannig: „Ef þeir dæma mig fyrir skort á virðingu fyrir dómstól- unum, þá er mér ánægja í að sitja hálft ár í fang- elsi, því á meðan gæti ég skrifað tvær bækur og lesið mikið.“ Hann hafði fulla ástæðu til að þrá frið og ró fangelsisins, því að nú var „Snarken“ farinn að reyna um of á þolinmæðina. I febrúar, heilu ári eftir að hann hafði skrifað ritstjórunum um ferða- áætlun sína, fór „Snarken" að detta í sundur ör- ara en hægt var að lappa hann saman aftur. Báturinn var nú orðinn að almennu hlátursefni. Blöðin voru full af háði um hann. Enginn talaði framar um „Snarken" í alvöru, allra sízt þeir, sem unnu við hann. Sjómennimir sögðu, að hann væri illa byggður og illa útbúinn, og að hann mundi sökkva um leið og hann kæmi á sjóinn. Menn veðj- uðu um, hvort hann kæmist yfirleitt nokkurn tíma til Hawaii. Jack ákvað að sigla á bátnum til Honolulu, eins og hann var, og láta ljúka við hann þar. En ólánið virtist elta ,,Snarken“. Vegna skeytingarleysis bátasmiðanna vildi til óhapp, þegar „Snarken" hljóp af stokkunum. Sleðinn brotnaði, báturinn valt á hliðina í forina og vélin losnaði af undirstöð- unni og eyðilagðist. Fram til þess hafði Jack lagt 25.000 dollara í bátinn. Nánustu vinir hans reyndu að fá hann til að viðurkenna, að þetta væri vonlaust, en hann hrópaði: „Ég get ekki gefizt upp!“ Ef hann viður- kendi ósigur sinn, mundi hann verða sér til háð- ungar um allt landið. Hann var orðheldinn. Hann ætlaði að sigla á bátnum til Hawaii, þó að það yrði hans síðasta verk. Heldur vildi hann deyja sem hetja en að verða til athlægis frammi fyrir þeim verkamönnum og kaupmönnum, sem okrað höfðu á honum, blöðunum, sem gert höfðu gys að honum og öllum þeim mörgu, sem veðjað höfðu um, hvort hann kæmist til Honolulu. „Með miklum erfiðismunum tókst okkur að draga,,Snarken“ofan af brotna sleðanum ogleggja honum að löngu bryggjunni í Oakland. Allur far- angurinn að heiman, bækur, teppi og annað því um líkt var sett um borð. Með því var öllu öðru dembt um borð í einum graut — tré og kolum, vatni og vatnsgeymum, grænmeti, matvöru, olíu, björgunar- bátnum og vélbátnum. Allir vinir okkar og vinir vina okkar þyrptust um borð, að ég ekki tali um vini skipshafnarinnar. Það komu blaðamenn og myndatökumenn, ókunnugir menn og fjárplógs- menn og yfir öllu þessu sveif kolarykið af bryggj- unni.“ Burtförin var samkvæmt áætlun ákveðin laugar- daginn 20. apríl 1907. Um morguninn fór Jack um borð með ávísanahefti, sjálfblekung og þerripappír og næstum 2000 dollara í reiðum peningum — allt sem hann hafði getað herjað út í fyrirframgreiðslu — og bjóst til að bíða eftir sendimönnum frá 115 fyrirtækjum, sem koma mundu með reikninga í kveðjuskyni. En í stað þess kom fógetinn og hengdi upp tilkynningu á mastri bátsins um, að skipið væri kyrrsett samkvæmt kröfu manns að nafni Sellers, sem Jack skuldaði 232 dollara. Jack þaut fram og aftur um borgina í leit að skuldheimtumönnum sínum, að bæjarfógetanum, að borgarstjóranum, að einhverjum, sem gæti útvegað honum leyfi til að leggja úr höfn. En allir höfðu farið úr bænum yfir helgina. Á mánudagsmorgun sat hann aftur um borð í Framhald á bls. 15. I

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.