Vikan - 15.08.1940, Page 7
VIKAN, nr. 33, 1940
7
Við þvottakarið.
Fiskþvotturinn hjá H.f. Hengli var í
fullum gangi. Saltfiskveiðarnar
höfðu gengið sérlega vel, togaramir
fylltu sig á örstuttum tíma og miklar annir
hjá öllum starfsmönnum félagsins. Bílamir
komu hver af öðrum, fullfermdir saltblaut-
um rígaþorski. Það var líf í tuskunum og
fljót handtök margra manna og kvenna.
Hvergi var þó hamast eins og í þvotta-
húsinu. Inni í því vom fimm kör og sex
konur við hvert þeirra, þrjár hvoru megin.
Og þar var ekki legið á liði sínu. Fiskur-
inn var þveginn í ákvæðisvinnu og hver bar
úr býtum eftir því, sem þrek og flýtir
leyfðu. En afköstin voru misjöfn hjá kon-
unum, eins og við alla aðra vinnu. Sumar
litu aldrei upp, nema rétt á meðan þær
drukku kaffið, aðrar gáfu sér alltaf tíma
til þess að tala og rífast út af hvaða smá-
munum sem var. Þrjár voru hagmæltar og
höfðu gaman af að kasta fram ferskeytl-
um, sem þær ortu við karið.
Fiskinum var ekið til þeirra í járnbör-
um og látinn í hrúgu hjá hverri konu. Þær
tóku síðan tuttugu þrjátíu fiska og settu
á fjöl, sem lá yfir karið, og skáru oftast
um leið blóðið úr hnakkanum. Svo var
fiskur tekinn, dregin af honum himnan,
burstanum skellt í vatnið og þvegið með
snörum handtökum og að því loknu fleygt
í körfu. Og þetta gekk allan daginn frá
sex á morgnana til sex á kvöldin.
Kæmi það fyrir, að konurnar vantaði
fisk, þá var hrópað fullum hálsi: — Fisk!
. . . fisk! . . . mig vantar fisk! Og þætti
það dragast um of, að maðurinn, sem að
þeim ók, léti þær hafa fisk, þá átti sá ná-
ungi ekki upp á pallborðið. En svo var
líka annað, sem gat gert þeim gramt í
geði. Það átti sér stað, að sá, sem ók
þvegna fiskinum frá þeim, rak í þær fisk
aftur og sagði hann illa þveginn. Og þeirri
athöfn tóku þær mjög misjafnlega. Sumar
sögðu ekki neitt, létu bjóða sér þetta þegj-
andi, eins og til dæmis Þóra. Aðrar urðu
hamslausar af reiði og tóku slíkum send-
ingum með orðgnótt mikilli. Meðal þeirra
var Anna. Enda fór það svo, að fiskur var
sjaldan rekinn aftur í þær, sem kunnu að
svara fyrir sig. 1 þessu efni var, eins og
víðar, lagst á lítilmagnann og þá, sem ekki
báru hönd fyrir höfuð sér.
Það bar margt á góma í þessu þvotta-
húsi, þótt unnið væri af kappi. Stundum
flugu hnútur um körin og þá ekki alltaf
kastað þyrmilega, því að þessum hraða í
vinnubrögðum virtist ekki fylgja nein
tungumýkt. Þar fauk mörg setningin
óþvegin, að því leyti gjörólík þorskinum,
er konurnar voru búnar að handfjatla
hann.
En hér áttu ekki allar óskorað mál frek-
ar en í vinnuafköstunum. Sumar sögðu
fátt og aldrei neitt, sem særði aðra. I
þeirra hópi var Þóra. Hún var iðin, en sein.
Það var sama, hve mikið hún reyndi' að
flýta sér, hún kom aldrei miklu af. Og
virðing og álit í þessum mikla þvottasal
fór yfirleitt eftir því, hve dugnaðurinn var
mikill. Hinu megin við karið stóð Anna.
Hún var fljótust þeirra allra, sannkallað-
ur vinnuforkur. Það var eins og hún
þreyttist aldrei og virtust ekki afköstin
minnst, þegar hún talaði mest. Annars var
hún þögulli í seinni tíð en áður. Hún sagði
stundum ekki eitt orð tímunum saman.
Allt í einu gat hún svo gripið inn í um-
■•ll111111*11"1111111,1111111111111111111 l,,l,llll,lllllll,all,lll"lial> 't,
1 S M A S A G A
[ eftir
I JÓN H. GUÐMUNDSSON. |
ræðumar með gázka og hálfkæringi og
hlífði þá fáum —nema Þóru.
Þær höfðu verið mikið saman utan vinn-
unnar, Anna og Þóra, þangað til fyrir
nokkmm vikum. Og Anna hafði alltaf
haldið hlífiskildi yfir vinkonu sinni, fram
að þeim tíma. Nú lét hún hana algerlega
afskiptalausa og þær sáust aldrei saman,
nema við karið. Þær yrtu ekki hvor á aðra,
en sýndu heldur ekki hvor annarri neinn
f jandskap. Það var bara eins og þær hefðu
aldrei þekkzt og vildu ekki þekkjast. Sam-
verkafólkið tók eftir þessu, en vissi ekki,
hvernig í því lá, var undrandi yfir því,
gizkaði fyrst í stað á hitt og þetta, en hætti
að tala um það, er sennileg skýring fékkst
á málinu. Það var sem sé ofur eðhlegt,
að þær hættu að vera saman, af því að
Þóra var nýlega opinberlega trúlofuð og
auðvitað var hún öllum stundum með unn-
ustanum. Og þá var von, að sambandið
slitnaði milli þeirra vinstúlknanna. — En
þær hefðu þó getað haldið áfram að tala
saman í vinnunni, ekki er kærastinn þá á
milli þeirra, sagði ein konan, og fles vm
fannst þetta í rauninni rétt. — Vináttan
helzt ekki lengi í þessum fólksf jölda, bætti
önnur við. Sú kona var af Hornströndum.
Anna og Þóra þekktu einar þessarra
kvenna orsakir fálætisins. Þær söknuðu
báðar samvistanna, en hvor á sinn hátt.
Þær höfðu verið næstum óaðskiljanlegar
í rúm þrjú ár. Þóra var tuttugu og fjögra
ára, hin tuttugu og fimm. Þóru var enn
hlýtt til Önnu, jafnvel hlýrra en nokkurri
sinni áður. Og hún gat í rauninni aldrei
skilið, að svona þyrfti að fara á milli
þeirra. Þessu var öðru vísi farið með
Önnu. Henni fannst stundum hún hata
Þóru, fyrirlíta hana meira en nokkura aðra
manneskju, sem hún hafði kynnzt á lífs-
leiðinni. Hún hafði jafnvel verið að hugsa
um að hætta fiskþvottinum, til þess að
þurfa ekki að horfa framan í fyrrverandi
vinkonu sína. En aðra stundina fannst
henni samt, að Þóra gæti ekkert við þessu
gert. Og þá greip það hana að sættast. En
þetta var miklu sjaldnar.
Anna og Þóra höfðu ekki verið einar
saman utan vinnunnar. Þau voru oftast
fjögur í hóp: Bróðir Önnu og Þorvaldur,
félagi hans, og þær. Þau fóru saman í
kvikmyndahús, á dansleiki, í ferðalög á
sumrin og voru heima hvert hjá öðru,
þangað til slitnaði upp úr öllu.
Anna hafði reiknað þetta allt skakkt út.
Og fyrir það var hún líka reið sjálfri sér.
Hún ætlaði Þóru bróður sinn, en Þorvald-
ur átti að verða hennar og við því hafði
hún búizt fram á síðustu stundu. Þess
vegna urðu vonbrigðin svo sár. Sökin var
auðvitað mest hjá Þorvaldi. Hvers vegna
kyssti hann hana svona oft, þegar hin
vissu ekki um og lét blíðlega við hana?
Reyndar tjáði hann henni aldrei ást sína
í orðum, en hún hafði haldið, að þetta væri
aðeins byrjunin og ekki flogið í hug, að
hann væri á sama hátt með Þóru. Heppin
var hún að hleypa honum ekki of langt.
Nógu slæmt var þetta samt. Hún hugsaði
um þetta aftur og aftur og stundum greip
það hana heljartökum við karið og aldrei
hamaðist hún meira en þá — og þagði.
Átti hún að reyna að gleyma þessu með
Jónbirni? Hann sóttist mikið eftir að vera
með henni, og dekraði við hana í vinnunni,
eins og honum var unnt. Hann ók frá þeim
þvegna fiskinum. Aldrei rak hann nokk-
urn fisk í hana aftur. Hann var alltaf að
gefa henni eitthvert sælgæti og bjóða
henni hitt og þetta. En þótt hann væri
myndarlegur og frekar fríður, geðjaðist
henni ekki fullkostar að honum. Það var
eitthvað í svipnum, sem hún kunni ekki
við. Og undirlægjuháttur hans við verk-
stjórann fór ákaflega í taugamar á henni.
Hvers vegna gat hann líka aldrei látið
Þóm í friði ? Hann var að gera henni vinn-
una alveg óþolandi, þótt hún hefði ekkert
gert honum. Og þetta var alltaf að auk-
ast, hafði varla komið fyrir meðan þær
voru vinkonur. Allan daginn, hvenær sem
hann gat komið því við, var hann að hrella
hana: reka í hana fisk, skamma hana og
skensa hana fyrir hroðvirkni og hæðast
að því, hve sein hún væri. Persónulegur
skætingur hans í garð þessarar stúlku var
orðinn svo tíður og mikill, að samverka-
konurnar vom sumar farnar að taka mál-
stað hennar, því að aldrei svaraði Þóra
fyrir sig. Skyldi Jónbjörn halda, að henni
væri þægð í þessu, af því að grunnt væri
orðið á því góða milli þeirra vinkvenn-
anna?
Þennan morgun hafði þó alveg keyrt úr
hófi framkoma hans við Þóru. Anna sá
ekki betur en að hún ætlaði einu sinni að
fara að gráta og eftir eina skammakvið-
•’una frá honum brá hún sér fram.
Skömmu seinna kom hann að taka fisk
Framh. á bls. 15.