Vikan


Vikan - 15.08.1940, Qupperneq 10

Vikan - 15.08.1940, Qupperneq 10
10 VIKAN, nr. 33, 1940 Heimilið Matseðillinn. Saltfiskur getur orðið mjög ljúffengur matur, ef rétt er með hann farið, en það er varla til önnur tegund matar, sem hægara er að eyði- leggja mcð rangri meðferð. Hér fylgja nokkrar uppskriftir. Steiktur saltfiskur. Afvatnið fiskinn í 36—48 klukkustundir. Þurrk- ið síðan vel, skerið í stykki, og veltið stykkjun- um upp úr hveiti. Stráið síðan muldu brauði á, og steikið í opinni pönnu, úr smjöri eða annarri feiti. Berið fram með kartöflum og sítrónusneið- um. — Sósa á soðinn saltfisk. Pimm þunnar lauksneiðar, ein matskeið af hveiti og vænn smjörbiti, er brúnað á pönnu. Síðan er fisksoði hrært í, ásamt ediki og sykri (eftir smekk) og ef til vill ofurlítilli, rifinni pip- arrót. Saltfisks-omlette á la viennoise. % kg. af soðnum, köldum saltfiski er skorið smátt, roð og bein tekin frá. % kg. af hrísgrjón- um eru soðin í % líter af mjólk, þangað til hrís- grjónin eru alveg mauksoðin. Hrísgrjónunum er síðan hellt á fat, og 125 gr. af smjöri eða smjör- líki hrært í þau. 4 egg eru hrærð vel og hellt yfir fiskinn. Síðan er öllu hrært saman og sett í vel Lengi var það svo, að Reykjavík þótti ófagur bær. Umhverfi hennar hefir að vísu alla tíð verið tilkomumikið og f jalla- frítt, og bæjarstæðið að mörgu leyti skemmtilegt, en fáir virtust taka eftir því og enn færri töluðu um það. Þetta hefir nokkuð breytzt á seinni árum. Það má segja, að nú sé fólk almennt orðið miklu meiri „náttúruskoðarar“ en áður, kunni betur að meta fegurðina á ásýnd hlutanna og njóti í ríkari mæli einkennilegra og unaðslegra staða. En bænum okkar sjálfum hefir ekki verið rógur sómi sýndur. Hann er þó að fríkka og fá á sig virðulegri svip — að slepptum brúna litnum, sem setur blæ sinn á mörg bæjarhverfi eins og sakir standa. Víða hafa verið byggð stílhrein hús með gróðurríkum görðum og vel hirtum, þótt enn séu trén lágvaxin. Jafnvel heil hverfi mega fögur heita á íslenzkan mælikvarða. Vísir að almenningsgörðum hefir risið upp og bætt ofurlítið úr brýnni þörf á því sviði. En samt er bærinn eins og hálf- smíðað stórhýsi, sem ekki hefir verið hægt að fullgera nema að nokkru leyti. Sumar hliðamar eru fagurlega húðaðar, en aðrar eru bara ber og kuldaleg veggjarsteypan. Þakið er ómálað og ryðgað sums staðar og rennur vantar og fleira og fleira, svo smurt postulins- (eða emaille-) form. Pipar og salt eftir smekk. Ofan á formið er stráð muldu brauði og bræddu smjöri hellt yfir. Síðan er það bakað við hægan eld hér um bil í klukkustund, þangað til það er orðið ljósbrúnt og stinnt. Borið fram í forminu, með tómatsneiðum í kring, og smáskorinni pétursselju í miðju. Brún- að smjör er framreitt með þéssum rétti. Saltfisks-kótelettur. Fiskurinn er soðinn, skorinn í elcki of smá stykki og dýft í Worcestershire-sósu. Hann er látinn þoma, velt upp úr muldu brauði, síðan úr eggjum, svo aftur úr brauði og steiktur. Borinn fram með smjörsósu og pétursselju. Húsráð. Ryði má ná af fjöðrum í rúmum og legubekkj- um með því að nudda. fjaðrirnar vel með stein- oliu; þurrka steinolíuna vel af, bera siðan ofur- litla salatolíu á, og lofta hlutinn í góðu veðri heilan sólarhring. Til þess að endurnýja málningu, sem er orðin dauf og litlaus, má strjúka hana með eftirfar- andi blöndu, eftir að hún hefir verið þvegin: Hellið einni matskeið af terpentínu, hálfri matskeið af mjólk og hálfri matskeið af grænsápu eða sápu- dufti í einn pela af sjóðandi vatni. að fullgert geti talizt. Það er þjóðleikhús- blær á bænum í heild. Og þetta er allt saman eðlilegt, ef litið er til aðstæðna og örðugleika þeirra, sem standa Reykjavík fyrir þrifum. En það miðar í áttina og hér verður fögur borg, er stundir líða. En menn þurfa að gleðja^t yfir hverj- um fögrum garði, hverju fallegu húsi, hverri prýði, sem hjálpar til að auðga út- lit höfuðborgarinnar. Vér eigum svo fátt af slíkum menjum frá liðnum tímum, að allt er hér í nýsköpun, hvað þetta snertir. Þegjandi og hljóðalaust hefir einn af listamönnum þjóðarinnar lagt sinn mikla skerf til þess að auðga ytri svip bæjarins. Hér er fátt um myndastyttur og sumar þeirra hafa næstum týnzt í óhrjálegu um- hverfi, þótt á alfaraleiðum séu. Þessi listamaður hefir borið hluta af auðlegð sinni út úr húsinu og komið listaverkunum fögru fyrir í garðinum við Freyjugötuna, þar sem allir vegfarendur geta notið þeirra. Hann var sjálfur að steypa stöplana undir myndirnar. Drenghnokki stanzaði á götunni og spurði: — Á að koma mynd þarna, manni ? Listamaðurinn leit ekki upp, en svaraði: — Það getur vel verið. Og það var skemmtilegur hreimur í rödd- inni. Mér fannst hann bera vott um ríka. sköpunargleði. Einn daginn voru myndirnar í garðinum orðnar fjórar. Allar sérkennileg listaverk.. Fjöldi fólks nemur staðar og horfir á þær,. nýtur þeirra, fellir dóma. — Skelfing er þetta klunnalegt hjá. manninum! heyrði ég konu eina segja, — gat hann ekki haft þær svolítið grennri? Þetta er ekki líkt neinum manneskjum! En hún horfði samt og horfði og sagði, að lokum, að pilturinn og stúlkan væri bara anzi góð mynd. Þessi kona sagði þetta. En enginn veit, hvað allt það fólk, sem skoðar myndirnar, segir eða hugsar. Enda skiptir það engu máli. Listaverkin eru þarna í allri sinni Framh. á bls. 15. Móðir jörð. Eitt af listaverkum þeim, sem Ásmundur Sveinsson myndhöggvari hefir sett út í garð sinn við Freyjugötuna. — Myndin er tekin úr bókinni Myndir Ásmundur Sveinssonar. iAiyjida.ud.ug, qjxtcL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.