Vikan - 15.08.1940, Qupperneq 12
12
VIKAN, nr. 33, 1940
klukkutíma sátu þeir grafkyrrir á kletta-
snösinni, stungu hausunum aftur undan
vængjunum og fylgdu hverri hreyfingu
okkar með svörtu, kringlóttu augunum.
Þeir voru orðnir stálpaðir, eftir eina viku
yrðu þeir sennilega fleygir.
Þegar við vorum búnir að taka myndir
af þeim eins og okkur lysti, færðum við
okkur til á klettabrúninni, og komum þá
auga á móður, sem var að mata unga. Hún
sat á um tveggja metra breiðri klettasnös,
tíu metra fyrir neðan okkur — það var
hreiðrlö. Engir kvistir eða fjaðrir mörk-
uðu staðinn, þar sem eggin höfðu legið.
Gammarnir í Magaliesfjöllunum búa ekki
til nein hreiður, þeir verpa aðeins á berar
klappirnar.
Mötunin var allt annað en geðsleg, en
fyrir okkur, sem vorum komnir alla leið
frá Johannesburg, til þess að taka myndir
af hfnaðarháttum þessarra fugla, var
þetta einstakt tækifæri. Með ógurlegum
krampakippum ældi móðir upp matnum og
gaf unganum. Á næsta augnabliki barst
röm fýla til okkar, og mjög á móti vilja
okkar urðum við að hörfa undan og hætta
við allar frekari rannsóknir á heimilis-
i'iögum gammamóðurinnar.
Áður en við lögðum af stað í þessa ferð,
hafði náttúrugripasafnið í Prætoría beðið
okkur að útvega sér nokkra gamma úr
Magaliesfjöllunum. Bóndinn, sem átti land
að klettabeltunum, leyfði okkur að drepa
nokkra fullvaxna fugla, en heimtaði, að
við annað hvort næðum ungunum eða
dræpum þá, svo að þeir dræpust ekki úr
sulti. En ég vildi komast hjá að drepa ung-
ana, og hafði því tekið vænan kjötbita, til
að láta í hreiðrið, ef okkur tækist að skjóta
foreldrana. Og af því að ungarnir voru
t>eir sátu grafkyrrir í þverhnýptum hömrunum og tinnusvört augun fylgdu hverri hreyfingu okkar.
1 tvo tíma klifruðum við upp eftir hamraveggnum, og félagi minn, sem
ekki lét sér allt fyrir brjósti brenna, náði mörgum góðum myndum.
næstum fleygir, mundi það hjálpa þeim
yfir örðugasta hjallann.
____________________ Við skriðum aft-
ur fram á kletta-
snösina og biðum
eftir að komast í
skotfæri. Góð stund
leið og mér hefir
sennilega runnið í
brjóst, því að allt í
einu hrökk ég upp
við ógurlega mikinn
vængjaþyt og rétt í
því kvað við skot.
Ég var glaðvakn-
aður áður en ég
heyrði fuglinn falla
þungt til jarðar. En
skyndilega komst
allt í uppnám. Það
var eins og hver
klöpp og hver gjóta
yrðu lifandi. Alls
staðar þustu gamm
amir upp, jafnvel
þar, sem við áttum
sízt von á, ekki
einn, ekki tveir,
heldur í tugatali.
Þeir steyptu sér á
ská niður með eld-
ingarhraða, og þeg-
ar þeir komu niður undir jörðu, snéru þeir
upp í vindinn og svifu burt á renniflugi
eins og stórt líkan af svifflugvél. Okkur
tókst þó að leggja tvo fugla að velli og
með það fómm við heim í leirkofann með
stráþakinu, sem var aðalbækistöð okkar
þarna við fjöllin.
Á hverjum degi í heila viku klifmðum
við um kletta og gjótur og myndasafn
okkar óx ört. Á kvöldin unnum við úr
þeim athugunum, sem við höfðum gert um
daginn. Fjórða kvöldið, sem við vomm
þarna, gat ég ekki sofnað fyrir vælinu í
sjakölunum, og af því að ég vissi, að þeir
em þjófóttir, fór ég út til þess að líta eftir
matarforðanum okkar. Ég gekk á hljóðið,
en sjakalamir em skynsöm dýr og vælið
f jarlægðist því lengra sem ég gekk. Allt í
einu heyrði ég grein bresta. Ég lyfti riffl-
inum. Það gat verið hlébarði eða eitthvert
annað óargadýr — en á næsta augnabliki
sá ég tunglsgeisla falla á mann, sem lædd-
ist á milli trjánna. Það var Musutu-negri.
Ég veitti honum eftirför. Mig grunaði, að
hann hefði eitthvað illt í hyggju. Hann var
ekki á dýraveiðum, því að hann hafði eng-
in vopn með sér. Hann nam staðar spöl-
korn frá kofanum, eins og hann væri í
vafa um, hvað hann ætti að gera. Ég var
að því kominn að kalla á hann, til að spyrja
hann, hvað þessi undarlega hegðun ætti að
Framhald á bls. 15.