Vikan - 14.11.1940, Blaðsíða 1
Nr. 46,
14. nóvember 1940
Menn verða ekki ríkir
af að grafa eftir demöntum.
Voein um að finna einhverntíma „steininn“, sem geri þá
ríka, gefur demantsgrafaranum kjark til að halda áfram,
þó að stríð og óhagstætt verðlag hafi að mestu gert þá
von þeirra að engu.
Hugsið þér nokkurn tíma út í það, hve
æfintýralegur þróunarferill demants-
ins, sem þér dáist að í glugga gim-
steinasalans, hefir verið. Ef til vill hefir
hann fundist í einni demantsnámu Suður-
Afríku. I upphafi vega var hann lifandi
gróður á yfirborði jarðar, sem síðan
breyttist i kol. í ofurhita þeim, sem ríkir
í iðrum jarðar, breyttust þessi kol í
demant, sem svo fyrir tilstilli einhvers
óþekkts kraftar hefir aftur borist upp á
yfirborð jarðar milljónum ára seinna. í
þann mund hafði jörðin þar tekið miklum
stakkaskiptum, yfirborðið var alþakið ís.
Skriðjöklarnir hafa hrúgað saman grjót-
urðum — og í þessum grjóturðum eru
demantarnir. Þegar jöklarnir breyttust í
ár og fljót, sukku demantarnir til botns,
því að þeir eru þyngri en flestar aðrar
steintegundir, og ofan á þá hlóðst leir og
sandur. En liðu nokkrar milljónir ára, og
svo kom maðurinn og fann demantana.
Maðurinn lærði fljótt að meta geislandi
fegurð þeirra, og af því að þeir voru sjald-
gæfir, urðu þeir dýrir.
Að ferðast til Suður-Afríku án þess að
skoða demantsnámurnar, er sama og að
koma til Rómaborgar án þess að skoða
Vatikanið. Ég setti því Ford-bílinn minn
Framhald á bls. 5.
Demantgrafararnir nota venjulega innfædda menn við gröftinn. Sjálfur aögreinir hann mölina. Hann er sjaldan svo heppinn, að finna nokkuö við
fyrstu leit. Steinarnir finnast oftast ekki fyrr en aðgreiningin er komin lengra á leið, og þeir eru sjaldan svo stórir, að þeir gefi mikið í aðra hönd.