Vikan - 14.11.1940, Síða 4
4
VIKAN, nr. 46, 1940
ljós við kosninguna árið eftir, eins og
síðar segir.
Líklegt má telja að við ýmsar kosningar
í þá daga hafi ekki ávallt verið gætt ítrasta
forms, enda sjaldan um flokkskapp að
ræða, en vafalaust oft nokkurn meting
milli frambjóðenda. — Þó mun þessi kosn-
ing hafa verið óvenju óhöndulega fram-
kvæmd.
Hinn kjörni þingmaður fór aldrei til Al-
þingis 1879, svo kosning þessi varð með
öllu þýðingarlaus, því almennar kosningar
fóru fram árið eftir.
Fyrsta kjörtímabili löggjafarþinganna
lauk með þinginu 1879 og voru kosningar
fyrirskipaðar í öllum sýslum landsins í
september 1880. Kjördagurinn í Isafjarð-
arsýslu var settur 17. september. Víða um
land var nú gengið að kosningum með
áhuga, og talsverðu kappi sumstaðar. Tal-
ið er að kjörfundur Snæfellinga hafi verið
bezt sóttur við þessar kosningar. Hefir
Oscar Clausen sagt frá kosningunni þar í
Sögum af Snæfellsnesi. Þetta var og f jöl-
mennasti kjörfundur Isfirðinga, sem enn
hafði verið haldinn. Ekki var þó fundurinn
fjölsóttur, aðeins 61 kjósandi greiddi þar
atkvæði. En kapp var mikið eftir á fund-
inn kom um að hremma þingsætin. —
Skipulagðir flokkar voru þá engir og fast-
ákveðinna skoðana frambjóðenda á lands-
málum gætti víst litt. — Þó lifði ávallt sú
ákveðna skoðun hjá miklum meiri hluta
þjóðarinnar að halda fast fram hinum
fornu frelsiskröfum, sem Jón Sigurðsson
hafði barizt fyrir, en ekki fengið fram-
gengt nema að litlu með stjórnarskránni
1874. — Mikilhæfir menn að öðru leyti, sem
haldnir voru linir í sjálfstjórnarkröfunum,
urðu jafnan að lúta í lægra haldi fyrir miðl-
ungsmönnum. — Mun þetta að miklu hafa
ráðið um úrslitin í Isaf jarðarsýslu í þetta
skipti, að því er Lárus Sveinbjörnsson
snerti.
Nú er að segja frá kjörfundinum. Ekki
verður annað séð en að verk kjörstjórnar
hafi farið vel úr hendi og fyllsta forms
gætt um tilhögun kosningarinnar. Kjör-
stjórnina skipuðu nú með Fensmark sýslu-
manni, þeir Árni Jónsson og Sumarliði
Sumarliðason gullsmiður í Æðey. — Þegar
eftir að kjörfundur hafði verið settur,
lýstu þessir framboði sínu: Bjarni Krist-
jánsson bóndi að Núpi í Dýrafirði. — Með-
mælendur séra Stefáns Stephensen í Holti
og Guðmundur Björnsson skipstjóri á Mýr-
um. — Gunnar Halldórsson hreppstjóri í
Skálavík. Meðmælendur hans sér Þórarinn
Kristjánsson í Vatnsfirði og Gísli Sv.
Gíslason bóndi í Reykjafirði. Hjálmar
Jónsson bóndi í Stakkadal. Með honum
mæltu Sigurður hreppstj. Gíslason að Látr-
um í Aðalvík og séra Einar Vernharðs-
son á Stað í Grunnavík. — Stefán Step-
hensen prófastur í Holti, fráfarandi þing-
maður. Meðmælendur hans voru Gunnar
Halldórsson í Skálavík og M. P. Riis
verzlunarstjóri á ísafirði. Th. Thorsteins-
son kaupmaður á ísafirði. Með honum
mæltu Grímur Jónsson cand. theol. og M.
Falck kaupmaður. Þórður Magnússon
bóndi í Hattardal. Meðmælendur hans
voru Hjalti Sveinsson bóndi í Súðavík og
séra Páll Sívertsen á Stað í Aðalvík. —
Ennfremur hafði kjörstjórninni borizt
bréf frá Benedikt hreppstjóra Oddssyni í
Hjarðardal um að hann gæfi kost á sér
til þingmennsku. Ekki er getið hvort
nokkrir hafi gerzt meðmælendur hans. —
Loks var lesið framboð frá Lárusi Svein-
björnssyni yfirdómara, ásamt yfirlýsingu
um að hann yrði ekki í kjöri annarsstaðar.
Fylgdi því all-langt meðmælabréf frá þeim
Þorvaldi héraðslækni Jónssyni og séra
Eyjólfi Jónssyni á Melgraseyri, með sterk-
um hvatningum um að kjósa Lárus Svein-
björnsson.
Voru þannig átta þingmannaefni í kjöri.
Sumir þeirra manna, er voru að þessu
sinni í framboði, komu ekki við sögu meir
í þeim efnum. Þeir Bjarni Kristjánsson og
Hjálmar Jónsson fóru báðir til Vestur-
heims nokkru síðar. Benedikt Oddsson bjó
lengi síðan í Hjarðardal í Dýrafirði og var
jafnan riðinn við sveitarmálefni, en aldrei
í þingmannskjöri aftur. — Séra Stefán var
þingmaður Isfirðinga, ásamt Jóni Sigurðs-
syni, árin 1875—79, en var aldrei í fram-
boði eftir þennan kjörfund. — Gunnar í
Skálavík var kjörinn þingmaður Isfirðinga
við kosningarnar 1886, ásamt séra Sigurði
í Vigur. Lárus Sveinbjörnsson bauð sig
ekki fram til þings aftur, en varð kon-
ungkjörinn þingmaður litlu síðar. Hinir
kjörnu þingmenn komu og ekki við sögu,
sem þingmenn, að kjörtímabilinu loknu.
Th. Thorsteinsson bauð sig að vísu fram,
við kosningarnar 1886, en fékk fá atkvæði.
Kjörfundurinn var haldinn í bæjarþing-
húsinu, sem nú er notað til fimleika-
kennslu. Mun það þá nýlega hafa verið
tekið til afnota, en var þá miklu minna en
nú og stækkað löngu síðar. Kjörfundir Is-
firðinga voru jafnan háðir þar síðan, en
umræður fóru þó jafnan fram undir beru
lofti, á blettinum þar, sem lyfjabúðin er
nú, ef fundir voru fjölsóttir.
Við fyrstu atkvæðagreiðslu féllu at-
kvæði þannig:
Th. Thorsteinsson fékk 30 atkv., Þórður
í Hattardal 28, Lárus Sveinbjörnsson 22,
Gunnar í Skálavík 15, Benedikt Oddsson
14, séra Stefán í Holti 10, Bjarni Krist-
jánsson 2 og Hjálmar Jónsson 2 at-
kvæði.
Þar sem enginn frambjóðendanna hafði
fengið lögmæta atkvæðatölu, var kosið aft-
ur og skiptust þá atkvæðin þannig, að Th.
Thorsteinsson fékk 32 atkvæði, Þórður 29,
L. E. Sveinbjörnsson 28 og Gunnar í Skála-
vík 25 atkvæði. — Hinir frambjóðendurn-
ir höfðu þá dregið sig í hlé. — Var nú
Th. Thorsteinsson rétt kjörinn, er hann
hafði fengið meira en helming greiddra at-
kvæða. — En kjósa varð í þriðja sinn um
annan þigmanninn. — Hlaut þá Þórður
Magnússon kosningu með 31 atkvæði, en
Lárus Sveinbjörnsson fékk aðeins 18 at-
kvæði.
Hafa því 12 þeirra, er upphaflega sóttu
fundinn verið farnir þaðan eða hafa ekki
tekið þátt í síðustu atkvæðagreiðslunni.
Þeir Th. Thorsteinsson og Þórður höfðu
að nokkru með sér kosningasamband,
voru oftast kosnir saman og kusu hver
annan. — Inndjúpsmenn flestir kusu sam-
an þá Gunnar í Skálavík og L. E. Svein-
björnsson, og sumir kaupstaðabúa slíkt
hið sama. Útdjúpsmenn flestir og einkum
Norðurhreppamenn kusu þá saman Þórð
og Th. Th. — Vestur-ísfirðingar voru fáir
mættir. — Engir frambjóðendanna treyst-
ust til að greiða sjálfum sér atkvæði,
hvorki við þessar né aðrar opinberar kosn-
ingar í Isafjarðarsýslu. — Það þóttu býsn
mikil, er Holger Clausen kaus sig við
kosríingarnar í Snæfellsnessýslu þetta
haust. Sýnist þó flestum liggja það í aug-
um uppi nú, að frambjóðandi til Alþingis
eða annarra opinberra starfa verði að
treysta sjálfum sér til að inna störfin af
hendi, ætlist hann til að aðrir treysti sér.
Jóakim Jóakimsson fyrrum trésmíða-
meistari á Isafirði mun nú einn á lífi þeirra
manna, er þátt tóku í þessari kosningu.
Jóakim fylgdi Lárusi Sveinbjörnssyni.
Kveðst hafa kynnzt honum sem unghngur
er Lárus var sýslumaður Þingeyinga. Með
Lárusi kaus Jóakim Benedikt í Hjarð-
ardal við fyrri kosninguna, en Gunnar í
Skálavík ásamt honum við síðari kosning-
una, því þá kom Benedikt ekki til greina.
Umræður nokkrar fóru fram á undan
kosningunni, en sumir frambjóðenda voru
mjög fátölugir. Segir Jóakim að Þórður í
Hattardal hafi verið þar einna illvígastur
og varpað hnútum til sumra frambjóðenda
og fylgismanna þeirra, en lítt kveðst hann
annars muna orðaskipti þau er þarna fóru
fram, enda voru engir ræðugarpar þarna
á ferðinni. En áróður var mikill í kjós-
endunum á undan kosningunni. Norðan
krapahríð var á kjördaginn og var fund-
urinn því lakar sóttur en búist hafði verið
við, og einkanlega úr vestur hluta sýsl-
unnar.
Eftir kosningarnar voru fylgismenn
Lárusar Sveinbjörnssonar einkum óánægð-
ir með úrslitin. Birtist síðar grein í Þjóð-
ólfi eftir Þ. K. (sr. Þórarinn Kristjánsson)
þar sem vikið var að þessu. Þorvaldur
læknir Jónsson er þar sagður hafa beitt
sér fyrir kosningu L. E. Sveinbjörnssonar,
og hafi hann einkum talið mikilsvert að
fá inn í þingið slíkan laga.mann, sem Lárus
var þá þegar talinn. Er gert lítið úr Þórði
sem þingmannsefni, og sagt að þeir frænd-
ur Þórður og Th. Th. hefðu með kappi og
lagni náð þingsætunum. Úrslitin eru þar
einkum kennd Aðalvíkingum, sem með
prest sinn í broddi fylkingar hafi skipað
sér með Thorsteinsson og Þórði, en gengið
af sveitunga sínum, Hjálmar'i Jónssyni,
sem þeir upphaflega hafi heitið að kjósa.
Þórður svaraði í blaðinu nokkru síðar.
Kveður hann hvorugan hinna kosnu þing-
manna hafa beitt fortölum við kjósendur,
og sveigir síðan að séra Þórarni fyrir hina
margumtöluðu framkomu hans á þjóð-
fundinum 1851. Framhald á bis. 7.