Vikan


Vikan - 14.11.1940, Blaðsíða 12

Vikan - 14.11.1940, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 46, 194d Hún brosti eins blítt og Zeberlieff mundi hafa gert undir svipuðum kringumstæðum. „Mér þykir mikið fyrir því,“ sagði hún, „ég vona, að ég hafi ekki sært þig." Andartak horfði hann á hana skelfingu lost- inn, svo þaut hann til dyranna. „Bíddu!" Það var eitthvað í röddinni, sem krafðist hlýðni. „Hvað viltu?" spurði hann skjálfandi. „Ég ætla aðeins að láta þig vita," sagði hún rólega, ,,að ef nokkuð alvarlegt hendir Gordon Bray, þá drep ég þig. Annað var það ekki. Þú getur farið." Það þurfti ekki að segja honum það tvisvar sinnum; hann var kominn niður í miðjan stiga, þegar hann mætti hóteleigandanum á harðahlaup- um á leiðinni til að komast að því, hvernig staðið hefði á skammbyssuskotinu. Það voru engin vandkvæði á að skýra það, einkum þegar í hlut átti kona, sem var forrík, og hóteleigandinn hneigði sig og fór. Hún tók lítið nisti upp úr skúffunni, sem skammbyssan hafði verið í og opnaði það. 1 þvi var ein mynd af föður hennar og önnur af unn- usta hennar. Hún leit á hið sviphreina andlit hans og hristi höfuðið. „Veslingurinn", sagði hún við sjálfa sig, „þú giftist inn í undarlega fjölskyldu." 21. KAPlTULI. Fanginn, sem hvarf. Zeberlieff flýtti sér aftur til Park Lane, skelf- ingu lostinn. Aldrei á ævinni hafði hann orðið eins hræddur og þegar hann sá skammbyssu- hlaupinu miðað á sig og vissi að skotið var ætlað honum. Hann minntist þess nú, að hún var af- bragðs skammbyssuskytta. Hafði hún skotið fram hjá honum viljandi? Það komst aðeins ein hugsun að hjá honum, og hún var sú, að hleypa Gordon Bray út úr vín- kjallaranum, þar sem hann var bundinn á hönd- um og fótum í þungum eikarstól. Leete beið eftir honum fyrir utan dyrnar. Her- mann bölvaði með sjálfum sér og óskaði þess að Leete væri kominn til fjandans, en hann hafði ekki efni á að vera ókurteis, hann þarfnaðist vina sinna nú meira en nokkru sinni. „Ég er búinn að bíða hér í eilifðartíma," sagði Leete gremjulega, „hvar í fjandanum eru allir þjónarnir þínir?" „Þeir eru úti," sagði Hermann, „gerðu svo vel og komdu inn." Hann opnaði hurðina og hleypti Leete á undan sér inn i borðstofuna á fyrstu hæð. „Er nokkuð að frétta?" „Já, hann heldur áfram," sagði Leete þreytu- lega. „Hann er ekki ánægður með að hafa eyði- lagt verzluniná fyrir okkur í Oxford Street, hann hefir auk þess keypt stóra hluta af Regent Street og Hilarity Theatre. Ef þessu heldur áfram, verð- ur ekki langt að biða, að hann eignist alla London. „Þú hefir vænti ég ekki komið hingað aðeins til að segja mér þetta?" „Nei, það var annað lika. Ungi maðurinn, sem þú kynntir fyrir mér í gærkvöldi —", . „Hvað er með hann?" spurði Hermann. „Lögreglan kom til mín.“ „Lögreglan?" Zeberlieff brá litum. „Já. Það er svo að sjá, sem hann hafi ekki verið heima alla nóttina. Hann sást fara inn til þín, og síðan hefir ekkert til hans spurzt." „Hver sá hann fara hingað inn?“ spurði Her- mann. „Fréttaritari frá blaði Kings Kerry. Hann hafði með sér próförk að greininni, sem þeir ætla að birta í kvöldblaðinu i dag. Viltu sjá hana?" „Segðu mér hvað það er — fljótt," sagði Her- mann. „Það er stórviöburður," sagði Leete fyrirlitlega. „Ungur maður hverfur. Seinast sást hann með Hermanni Zeberlieff á leið heim til hans, og hann hefir ekki sézt koma þaðan út aftur. Það stendur, að fréttaritarinn hafi haldið vörð um húsið alla nóttina." Zeberlieff beit á vörina. „Nú, hann hefir verið að tala um það við þjón- inn minn!" sagði hann og sneri sér við með upp- gerðarhlátri, þegar hann sá, að Leete horfði for- vitnislega á hann. „En vinur minn, hvað veit ég um þennan ná- unga? Það eina, sem ég get sagt, er, að hann kom hingað heim með mér og var ósvífinn í minn garð. Okkar á milli sagt, þá var hann svo ósvíf- inn að segja, að hann ætlaði að giftast systur minni —- sem vitanlega nær ekki nokkurri átt. Ég vísaði honum á dyr." Leete fussaði. „En það vill svo óheppilega til, að enginn hefir séð hann koma héðan út. Þegar ég kom hingað, bjóst ég við að sjá húsið umkringt af lögregl- Hermann fylltist skelfingu. Ef lögreglan kæmi nú og færi með hann á lögreglustöðina — og rannsakaði hann! Vippa-sögur. Sundmaðurinn mikii, Barnasaga eftir Halvor Asklov. Vippi litli var orðinn ágætur sund- maður. Hann kunni prýðilega við sig í vatninu, var duglegur að kafa og gat haldið sér fljótandi á bakinu langar stundir. Það var eðli Vippa, að hann átti afar auðvelt með að samræmast því umhverfi, er hann var í, og allan tím- ann, sem þeir Siggi selur voru sam- an, lifði Vippi alveg eins og selur og borðaði með beztu lyst smáfisk og rækjur, sem félagi hans og kennari veiddi handa honum. Siggi selur fór auðvitað aldrei úr skinnfötunum sínum, þegar hann skellti sér af ísjaka í sjóinn og Vippi steinhætti líka að fara úr fötunum. Honum var alveg sama, þótt þau yrðu blaut. Þau þornuðu fljótt, er hann var búinn að æfa sig og kominn aftur upp á ísjaka. Einn daginn komu villigæsir í heimsókn til þeirra, en þær voru á leið norður á bóginn, og Siggi selui bað þær um að gera heyrum kunn- ugt, að sundmaðurinn mikli mundi innan skamms leggja af stað í sund- ferð til Fuglabjargsins. „Nú segja þær öllum frá því, að þú munir koma," sagði Siggi selur, er þeir horfðu á eftir gæsunum, þar sem þær flugu gargandi í fögru odda- flugi norður á við, „og auðvitað verð- ur skipuð móttökunefnd, því að mik- ið verður um að vera, þegar þú kem- ur. Borgarstjórinn heldur auðvitað ræðu og kannske einhverjir fleiri, því að sundfuglunum, eins og mönn- unum, þykir gaman að hlusta á sjálfa sig, og þetta verður einstakt tæki- færi." En Vippi fór að verða hugsandi út af þessu. „Er ekki of fljótt að fara að undirbúa þetta strax, ef ég nú gæfist upp á miðri leið?" „Það er sjálfsagt að gera sem mest veður út af þessu, sagði Siggi selur. Allt í einu birtist annar selur rétt hjá þeim. Það verður að auglýsa sig. Aðrir hafa gert það og þó að þú sért sundsnill- ingur, er engin ástæða til að brjóta gamla siði og venjur." Loks rann upp sá dagur, að Sigga sel þótti Vippi vera búinn að æfa sig nægilega og um morguninn lögðu þeir af stað í hina löngu ferð til Fugla- bjargsins. En þótt Siggi væri vitur selur, þá hafði hann samt ekki hugs- að út í það, hvernig Vippa yrði við, þegar hann færi að synda í stóru öldunum. Hann var vanur að synda í lygnum sjó og var svo léttur, að bylgjurnar þeyttu honum stundum langt til baka. „Er ekki betra, að ég snúi öfugt, ég fer hvort eð er aftur á bak?" spurði Vippi, því að hann var orðinn dauðþreyttur á þessu þófi. „Ertu genginn af vitinu!" sagði Siggi selur hálfönugur. Honum var nú orðið ljóst, að hann hafði gert sér of miklar vonir um sundafrek Vippa, en vildi þó ekki viðurkenna, að sér hefði skjátlast. „Ég næ aldrei Fuglabjarginu með þessu móti," sagði Vippi. „Það þykist ég nú líka vita," sagði Siggi enn önugri. „Það er bezt, að þú setjist á bakið á mér og þá ætti okkur að fara að ganga. Fugl- arnir bíða eftir okkur og ekki dugir að láta þá verða fyrir vonbrigðum." Vippi hlýddi alveg orðalaust, en varð að ríghalda sér, því að nú var feiknaferð á þeim. „Þú hefðir ekki átt að auglýsa svona mikið þessa sundferð mína. Nú hafa allir okkur að háði og spotti," sagði Vippi. „Reyndu nú að þegja," sagði Siggi selur. „Já, en —,“ byrjaði Vippi. „Ef þú ekki þegir, þá sting ég mér, og þú ferð þína leið." Selurinn var orðinn reiður. Veslings Vippi! Nú varð hann svo hræddur, að hann þorði ekki að segja eitt einasta orð. Þeir voru á ferð í marga klukkutíma og Siggi selur varð smátt og smátt mildari í skapi, en ekki vildi hann þó segja Vippa, hvernig hann hugsaði sér endalok þessarar farar. Er þeir sáu Fuglabjargið, gat Vippi ekki orða bundist: „Nú erum við bráðum komnir alla leið. Hvað eig- um við að gera?" Sigga sel var alveg runnin reiðin og varð aftur vingjarnlegur við Vippa. „Já, við skulum," byrjaði Siggi selur, en varð að hætta, því að allt í einu birtist annar selur rétt hja þeim. Selirnir fóru að tala saman og Siggi selur gleymdi alveg Vippa litla og stakk sér í hafið með félaga sín- um og hvarf alveg sjónum Vippa. Og illa hefði farið fyrir vini okkar, ef hann hefði ekki verið kominn svo ná- lægt landi, að öldurnar báru hann eftir stutta stund á þurrt. Um leið heyrði hann ótal fuglaraddir, sem allar þögnuðu þó, þegar skraut- klædd og virðuleg álka tók til máls og bauð sundmanninn mikla hjartan- lega velkominn og hældi Vippa á hvert reipi fyrir það einstæða afrek að hafa synt alla leið til Fugla- bjargsins. Vippi ætlaði fyrst að gefa skýringu á ferðalagi sínu, en hann varð að hætta við það, þvi að hann komst ekki að fyrir hamingjuóskum fugl- anna og þetta steig honum allt svo til höfuðs, að hann var næstum far- inn að trúa því að lokum, að hann hefði synt alla leiðina hjálparlaust. Og þegar fuglamir fóru að spyrja hann, hvað hann ætlaðist nú fyrir í framtíðinni, var hann orðinn svo ruglaður af hólinu, að hann sagðist búast við, að hann færi að æfa sig undir að synda yfir Atlantshaf.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.