Vikan - 14.11.1940, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 46, 1940
13
Sýnin
Kaxl var einn af þessum ungu mönn-
um, sem hafa megnustu óbeit á
hjónaböndum með sínum ströngu
ófrelsisfjötrum, eins og hann orðaði það.
En þrátt fyrir það hafði hann síður en
svo á móti kvenfólkinu. Nei, hann gat svo
að segja ekki kvenmannslaus verið, enda
var hann talinn mesti kvennabósi.
Hún hét Sigríður og var saumakona að
atvinnu. Fyrir nokkrum árum var hún trú-
lofuð og eignaðist þá dóttur. En það fór
allt út um þúfur, vegna þess að klæðsker-
inn, sem var henni hjálplegur við að eign-
ast dótturina, kvæntist dóttur útgerðar-
manns og gerðist síðan útgerðarmaður
sjálfur.
Þetta var í annað skiptið, sem þau sáust,
Karl og Sigriður, og það var í kvöldboði
hjá Elíasi lækni. En þessi kvöldboð hans
voru í því fólgin að drukkið var kampavín
og viskí og sódi fyrir þá, sem þess óskuðu.
Svo var að sjálfsögðu sungið og dansað
með tilheyrandi skemmtiatriðum, allt eftir
því sem hugur boðsgestanna stóð til.
Samsætið var í algleymingi. Kampavínið
hafði gert ungu stúlkurnar svo hláturmild-
ar, að þær þurftu ekki annað en að reka
olnbogann í borð eða stþl til þess að geta
velzt um af hlátri lengi á eftir. Og brosið
hvarf aldrei af þriflega andlitinu hans
Elíasar læknis. Viskísjússarnir höfðu gert
hann voteygðan. Hann sat með magabeltis-
vindil í annarri hendinni og lét móðan mása
um hin furðulegustu ævintýri, sem hann
hafði ratað í, þegar hann var í Þýzkalandi.
Auðvitað var meira og minna af því hauga-
lýgi. En hvað gerði það til? Það var ekki
hætt við að það rækist hingað nokkur, sem
gæti sannað það. Verst að honum entist
ekki tími til þess að segja frá svo miklu
sem helmingnum af því, sem hann þurfti
að segja.
Karl sat á legubekk og hafði lagt annan
handlegginn um herðar Sigríðar.
Merkilegt, hvað svona yndisleg stúlka
eins og hún Sigríður gat haft stórar og
ljótar hendur, hugsaði hann, um leið og
hann virti fyrir sér blómlegan vanga henn-
ar. Og þessar rósrauðu og vellöguðu varir.
Þetta voru áreiðanlega þær girnilegustu
varir, sem hann hafði nokkru sinni séð.
Og hann fann til hliðstæðrar ánægjukennd-
ar og svangur sveitadrengur, sem veit að
það á fyrir sér að liggja að fá góðan mat
að borða. Þetta var allra elskulegasti kven-
maður, bara að hún væri ekki svona þung-
lyndisleg á svipinn. Skyldi hún hafa svik-
izt um að dreypa á kampavíninu?
— Af hverju ertu svona ,,tragisk“ á
svipinn, Sigríður? spurði hann. Þú lítur
út eins og þú værir í mjög alvarlegum hug-
leiðingum.
— Ég veit það ekki, svaraði hún bros-
andi og leit á hann. Og þó veit ég það,
bætti hún við eftir nokkur augnablik. —
Smásaga eftir
Friðjón Stefánsson.
Ég var að hugsa um litlu telpuna mína.
— Það hefði verið hægt að velja sér
heppilegri stund til þess, hugsaði Karl, en
sagði upphátt:
— Það er þó áreiðanlega ekki ástæða
til þess að verða alvörugefin. Dóttur þinni
líður auðvitað ágætlega hjá foreldrum þín-
um þarna á Norðurlandi, eða er það ekki
þar, sem þau eiga heima?
Nú leit Sigríður beint í augu hans um
leið og hún sagði:
— Mig langar til þess að segja þér nokk-
uð og vita, hvort þú trúir því. Ég veit að
fólk, sem ég hefi sagt það, trúir mér ekki,
enda þótt það láti mig beinlínis ekki heyra
það. Nú langar mig sérstaklega til þess
að vita, hvort þú munir trúa mér. En ég
ætla að biðja þig að svara mér aðeins
hreinskilnislega á eftir. En þú verður að-
eins að hafa dálitla þolinmæði á meðan ég
skýri þér frá öllum málavöxtum viðvíkj-
andi því, sem ég ætla að spyrja þig um.
— Sjálfsagt, en þú mátt bara ekki vera
mjög langorð, því mig langar til þess að
fara að dansa, en „nota bene“ aðeins við
Þig-
Sigríður kinkaði kolli og hóf máls:
— Eins og þú veizt, var ég einu sinni
trúlofuð og eignaðist þá telpuna mína. Þú
veizt líka, að svo slitnaði upp úr trúlofun-
inni. Ég hélt áfram við atvinnu mína og
hafði dóttir mína hjá mér í hér um bil
f jögur ár samfleytt. Hún er eitthvert það
elskulegasta barn, sem til er á jarðríki. Ég
segi þetta ekki af því að hún er dóttir mín
eða af því að ég er móðir hennar. Nei, mér
myndi áreiðanlega finnast það sama, þó að
ég ætti ekkert í henni. Ég veit, að þú skil-
ur ekki, hve f jarskalega mér þykir vænt
um hana. En sleppum því í bih. Foreldrar
mínir, sem eiga heima á Norðurlandi höfðu
hvað eftir annað skrifað mér og beðið mig
að heimsækja sig með litlu dóttur mína.
Ég er nú eina barnið þeirra, svo að það er
auðvitað ekki óeðlilegt. Svo í sumar lét ég
loksins verða af því. Ég var hjá þeim í tvo
mánuði og ég veit að þeim þótti mjög vænt
um það, gömlu hjónunum, en ég held, að
þeim hafi þótt miklu meira varið í að hafa
telpuna mína en mig sjálfa. Þau sáu ekki
sólina fyrir henni. Fyrst eftir að bróðir
minn lieitinn dó voru þau að vonast eftir,
að ég myndi setjast að hjá þeim. Ekki sízt
af því að ... Ja, ég skal segja þér alveg
eins og er, að það er nefnilega ungur mað-
ur þarna heima, sem alltaf hefir viljað fá
mig fyrir konu.
— Hvað þú hefir, sem betur fer, ekki
viljað, skaut Karl inn í.
— Ég vil ekkert dæma um það, hvort
því er betur eða ver farið. En mér finnst
alltaf, að ég geti hvergi kunnað við mig
nema hérna í Reykjavík. En ég kenni mik-
ið í brjósti um foreldra mína, þau eru svo
miklir einstæðingar. Og þess vegna var
það, aðeins þess vegna, að ég féllst á það,
að skilja dóttur mína eftir hjá þeim. Það
Maggi
og
Raggi
J i' u '-jQPr- 1940, King Fcaturcs Syndicatc, Inc., World
Raggi: Mig langar aS spyrja þig að dá- Raggi: Náðirðu nokkurn tíma prófi í
litlu, afi. skólanum ?
Afi: Hvað er það? Afi: Já, auðvitað, og það með 1. eink-
unn.
Raggi: Hvernig stendur þá á því, að ég
fékk núll í skólanum í dag?
Afi: Hvað veit ég um það? Ekki er það
mér að kenna.
Maggi: Jú, einnntt. Þao varsc pu, sem
hjálpaðir mér með heimadsemin.