Vikan


Vikan - 14.11.1940, Page 15

Vikan - 14.11.1940, Page 15
VIKAN, nr. 46, 1940 15 Það þykir ekki mikið, og kostnað- inn telja menn ekki eftir sér. En vitið þér, að fyrir þá peninga, sem 5 cigarettur á dag kosta, getið þér eignast og átt 5—10 þúsund króna líftryggingu. Þér hafið ráð á að vera líftrygður. Skrítlur. Magnús og kona hans voru að tala um hvað þau ættu að gefa syni sínum í jólagjöf. „Vindla?" sagði Magnús. „Nei, góði,“ sagði konan, „það væri ekki til annars en að hvetja hann til að reykja.“ „Gefðu honumsömu tegund af vindlum og þú gafst mér í fyrra, þá skal ég ábyrgjast, að hann hættir alveg að reykja.“ * „Hvers vegna kem- urðu svona seintheim úr skólanum, Kalli?“ „Ég skal segja þér, mamma, það var kona, sem týndi krónupen- ing á götunni, og all- ir voru að hjálpa henni að leita.“ „Þetta kom þér ekkert við, þú áttir að koma beina leið heim.“ „Já en ég varð að standa ofan á krón- unni, þangað til allir voru famir.“ * Kennarinn kom of seint í kenslustund- ina, og sá, að mynd hafði verið teiknuð af honum á töfluna. — Hann var ekki bein- línis fegraður á mynd- inni. Hann snéri sér að einum piltinu og sagði: „Veizt þú, hver er höfundur þessarar ófreskju?“ „Ég veit það ekki með vissu,“ sagði pilt- urinn, „en ég hefi for- eldra ófreskjunnar sterklega grunaða." * I Mexíkó eru fjár- hættuspil algeng, og skammbyssan er ekki ósjaldan notuð, þegar eitthvað ber á milli við slík tækifæri. Ný- lega kom maður til smábæjar í Mexíkó, og spurði eftir kunningja sínum, sem átti að vera þar í bænum. „Ég kannast við manninn," var svarað, „en hann dó skyndilega fyrir rúmum mánuði.“ „Svo —? Úr hverju dó hann? Var það hjart- að?“ „Ekki get ég sagt, að það hafi verið frekar hjartað heldur en spaðinn, tígullinn eða laufið. Hann gaf sjálfum sér fjóra ása.“ Lausn á 63. krossgátu Vikunnar: Lárétt: 1. Stjómmálamaður. — 13. Átján. — 14. Skarð. — 15. Tóm. — 16. Rut. — 18. Valur. — 20. Marin. — 23. Ólar. — 25. Rekir. — 27. Rafn. — 29. Tin. — 30. Pæl. — 31. Tún. — 32. Unun. — 34. Lundi. •— 36. Bali. — 37. Rymur. — 39. Iðrun. •— 41. Kák. — 42. Kag. —• 44. Þurka. — 46. Láfði. — 49. Amor. — 51. Aldir. •— 53. Anno. — 55. M'óki — 56. Lán. — 57. Gef. — 58. Utan. — 60. Himna. — 62. Ævin. —63. Rolur. — 65. Allri. — 67. Tem. — 68. Von. — 70. Sugan. — 72. Netið. — 75. Heimalningurinn. Lóðrétt: 1. Sæ. — 2. Já. — 3. Óttar. — 4. Rjól. — 5. Námur. — 6. M.N. — 7. L.s. — 8. Akrar. — 9. Maur. — 10. Artir. — 11. Ð.Ð. — 12. Rá. — 17. Hótun. — 18. Vaúur. •— 19. Refur. — 20. Mildi. — 21. Natan. — 22. Unnir. — 24. Lin. —• 26. Kæn. — 28. Púl. — 33. Nykur. — 34. Lukka. — 35. Iðkar. — 36. Búgða. — 38. Már. — 40. Raf. — 43. Tamur. — 44. Þokar. — 45. Allir. — 46. Linna. — 47. Ingvi. — 48. Sofna. — 50. Mót. — 52. Dám. — 54. Nei. — 59. Notum. — 60. Humal. — 61. Alveg. — 62. Ærnir. — 64. Lega. — 66. Lotu. — 69. H.H. — 70. Si. — 71. N.N. 72. N.N. 73. Ði. — 74. En. MENN VEEÐA EKKI BlKIR AF AÐ GEAFA EFTIR DEMÖNTUM. Framhald af bls. 6. fyrir framan hann á borðið. Jafnvel ég, sem ekki er neinn demantaþekkjari, sá að steinninn var dýrmætur. „Þetta er laglegur steinn, Charlie,“ sagði kaupmaðurinn og skoðaði hann vandlega í gegn um stækkunargler. „Já, þér finnið engan galla á honum.“ „Hve mikið vilijð þér fá fyrir hann?“ „Fimmtán þúsund krónur.“ „Það er of mikið, Charlie. Ég skal borga yður tólf þúsund.“ Eftir nokkra umhugsun féllst Charlie á það og þegar hann hafði kvittað fyrir, fór hann með úttroðna vasana af peningum. Þegar demantsnámurnar í Bakerville voru opnaðar fyrir almenning 1926, hóf- ust sannkallaðir þjóðflutningar þangað. Alls konar lýður kom þangað, í bílum, á hjólum, gangandi og ríðandi, í uxakerrum eða Zigaunavögnum. Rán, morð og grip- deildir voru daglegt brauð. Þegar bönnuð var sala á áfengi, hófst leynivínsala í stór- um stíl. Óleyfileg sala með demanta var líka algeng. Enn þann dag í dag eru leyni- krár þar, en fæstir demantagrafararnir hafa efni á að borga offjár fyrir vín, og verða því að bíða með að drekka þangað til þeir koma til Lichtenburg, en þar er áfengisútsala, En það eru líka til margar skemmti- legar sögur frá Bakerville. Um það bil sem fólksflutningarnir voru sem mestir, kom cirkus til Lichtenburg, og einn af trúðun- um fór til Bakerville til að finna mann, sem hann þekkti þar. Hann hitti manninn uppi á sandhrúgu, önnum kafinn við að grafa og sía. Trúðurinn horfði með athygli á aðfarirnar og spurði ótal spurninga. Maðurinn var svo önnum kafinn, að hann gaf sér lítinn tíma til svara, og að lokum sagði hann: „Sérðu þríhyrnda blettinn þarna. Farðu þangað og grafðu, það á hann enginn. Það, sem þú finnur, máttu sjálfur eiga, en lofaðu mér að vera í friði.“ Trúðurinn fór úr jakkanum og byrjaði að grafa. Á nokkrum klukkutímum hafði hann fundið svo mikið af demöntum, að hann gat dregið sig í hlé frá starfi sínu. Og daginn eftir var hann búinn að finna svo mikið, að hann hefði getað keypt allan cirkusinn, ef hann hefði viljað. Hann brá við og'lét löghelga sér reitinn, og hélt svo áfram að grafa, þangað til hann fann ekki meira. Þá sneri hann aftur til Lichtenburg, þar sem cirkusstjórinn sagði honum ösku- vondur, að hann gæti farið til fjandans. Trúðurinn hló bara og sagði forstjóranum, hvað komið hefði fyrir. Um kvöldið var engin sýning í cirkus, og það urðu yfir- leitt ekki fleiri sýningar, því að allt starfs- fólkið fór með forstjórann í broddi fylk- ingar til Bakerville. Heppnin var einnig með forstjóranum. Hann dró sig í hlé frá eirkuslífinu með álitlega peningaupphæð í banka. Nú er hann virðulegur jarðeigandi í Lancashire í Englandi.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.