Vikan


Vikan - 23.01.1941, Blaðsíða 5

Vikan - 23.01.1941, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 4, 1941 5 Vér lifum á öld metanna og það er næsta ótrúlegt á hve mörgum svið- um menn reyna að setja met. Hvað finnst ykkur t. d. um Rússana tvo, Mich- alko Goniusz og Wasyl Bezborodny, sem gáfu hvor öðrum utan undir í samfleytt 36 klukkustundir — bara að gamni sínu? Tom Morris frá Melbourne í Ástralíu sippaði 940 km. á 28 dögum. Það er rétt eins og hann sé í ætt við kenguruana, stökkdýrin, því að hann stökk að jafnaði tvo metra í einu. Er hann hafði stokkið 472,000 sinnum, gekk hann til hvílu. Anton Hanislan ók konu sinni og frum- burði þeirra í barnavagni 24,000 kílómetra. Þau voru 22 mánuði í ferðalaginu. Þegar því var lokið, var Anton orðinn flatfættur. Vinir John Schleuter frá Wisconsin segja, að hann hafi drepið sig á reyking- um. Hann reykti 25 vindla á dag. Alls reykti hann 438,000 vindla, sem kostuðu 200,000 krónur. Hefði hann ekki reykt, segja menn í Wisconsin, væri hann enn á lífi. En hann dó á bezta aldri, 81 árs gamall! Kapphiaupið um metin. 26 tíma á ísjaka. — Sippað 940 km. á 28 dögum. — 11,300 eldspýtur ofan á ölflösku. — Synt 65 metra í kafi með logandi vindil í munninum. Tony Galento frá Florida leikur sér að því að taka hettur af flöskum með tönnunum. Harry Kahne lifir á því að skrifa með krít á svarta töflu, hangandi á fótunum með höfuðið niður og skrifar aftur á bak, — byrjar á síðasta orðinu og endar á því fyrsta, og þylur kvæði á meðan! Frist Brust heldur stórum granitsteini á höfði sér, en félagi hans, Sampson, mölv- ar steininn með þungum hamri. Menn geta líka orðið frægir fyrir að raða eldspýtum hverri ofan á aðra. William Fischler frá St. Louis raðaði á 30 klukku- tímum 11,300 eldspýtum ofan á ölflösku. Það væri ekki gott að lenda á milli tann- anna á hnefaleikamanninum Tony Galento frá Florida. Hann hefir óvenjulega sterk- ar tennur og skemmtir áhorfendum sínum með því að taka hettur af flöskum með tönnunum. Ástralíumaðurinn Arthur Anderson dró með tönnunum þrjá bíla eftir götunum í Melbourne. Bílarnir voru samtals um 3300 Framhald á bls. 14. Harry Kahne skrifar aftur á bak hangandi á fótunum, W. Fischler raðaði 11,300 eldspýtum ofan á flösku á 30 klukkustundum,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.