Vikan


Vikan - 23.01.1941, Blaðsíða 6

Vikan - 23.01.1941, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 4, 1941 að var einu sinni maður, sem hét Jón, og þótti ákaflega góðar pönnukökur. Þær voru fyrir honum veraldarinnar góm- sætasti réttur. Nú bar einu sinni svo til, að Jón kom í ferðalagi að Hofi. Honum var boðið upp á kaffi og nokkrar, ágætar pönnukökur. Hann borðaði þær með beztu lyst, en hugsaði sem svo, að þær hefðu nú jafnvel mátt vera enn fleiri. Síðan er gengið til sængur, en húsakynnum er svo háttað, að Jón verður að sofa í sama her- bergi og hjónin; hann háttar í sitt rúm og þau í hjónarúmið. Og sofna þau svo von bráðar öll svefni hinna réttlátu. Um miðja nótt vaknar Hofsbóndinn við að það er rétt eins og einhver sé að rjála við útidyrahurðina, húsfreyja og Jón vakna líka. Og hér er ekki að orðlengja það, að bóndinn sezt upp í rúmi sínu og segir höstum rómi: „Ég er húsbóndi á mínu heimili og ég vil ekki hafa neitt bölvað rjál við mína útidyrahurð að næturlagi.“ Síðan fer bóndinn í fötin. Og í því að hann grípur í hurðarsnerilinn segir hann: ,,Ég held, að ég verði að líta út í f jósið um leið og sjá, hvort hún Skjalda er borin.“ Og svo fer hann. Þá eru húsfreyja og Jón tvö ein eftir. Húsfreyjan er mjög fögur sýnum og fer nú Jón að hugsa margt, þegar hann er orðinn einn eftir með henni. Og það skipt- ir engum togum, hann stekkur út úr rúm- inu og stendur þá rétt við hjónarúmið, sem er við þilið hinu megin, gegnt hans rúmi. Þarna staðnæmist hann, en blíður roði fær- ist yfir vanga húsfreyjunnar og lokkandi bros leikur um varir hennar. Jón á í óskap- legu stríði við sjálfan sig. „Þetta er nú annars voða syndsamlegt af mér,“ hugsar hann. „Nei, guð fyrirgefur mér það aldrei,“ bætir hann við með sjálfum sér. „Rangt er rangt, og það verður ekki fram hjá því komizt. Jæja, ég set það nú samt ekki fyrir mig, þó að það sé syndsamlegt. Röskur nú! Til framkvæmda!“ Og nú ræðst Jón til framkvæmda og ætlar nú sjálfsagt að liggja á því lúalagi að nota sér fjarveru eiginmannsins. — Hér sjáum vér oss víst tilneydda að stöðva frásögn vora (af sið- ferðilegum ástæðum). — En, nei, ó-nei, þetta er nú víst ekki eins hættulegt og sýnist. Því skelmirinn hann Jón þýtur þarna fram hjá húsfreyjunni og — út úr herberginu! Hvað er að manninum? Hvað á þessi einkennilega framkoma hans að þýða? Hann er ekkert að hugsa um að neyta þess forboðna ávaxtar, sem þarna er í herberginu — annar forboðinn ávöxtur lokkar! Og hver sá ávöxtur er, kemur nú í ljós, þegar Jón hleypur fram í búrið til þess að reyna að klófesta eitthvað af þeim pönnukökum, sem kynnu að vera eftir frá kvöldinu áður. Honum leizt sem sé betur á pönnukökurnar, honum Jóni, en kvenmanninn! — Og þessi för í búrið tekst hið bezta og Jón kemur svo aftur inn í svefnherbergið lumandi á pönnukökunum, þannig að ekki sést og skreiðist svo í rúm- ið sitt. I þessu kemur bóndinn aftur inn. Það hafði aðeins verið vindurinn, sem var að gera einhvern hávaða útifyrir, og hún Skjalda var ekki borin. Háttar nú bóndi aftur hjá húsfreyju sinni, en eitthvað er hún stúrin. Að nokkurri stundu liðinni eru þau þó bæði komin í fasta svefn og farin að hrjóta, (hrjoro-hu-u, hrjoro-hu-u). — En Jón hámar í sig pönnukökurnar af mik- illi lyst og sofnar svo að lokum með lukku- legt bros á vönim. Pönnukökuþjófnaðarins verður ekki vart. Og um morguninn týgjar Jón sig af stað og rómar mjög viðtökur þær, sem hann hafi orðið fyrir, en einkum slær hann húsfreyjunni gullhamra fyrir hennar ágætu matargerð og þá sérdeilis hennar ágætu pönnukökugerð, sem taki öllu fram, sem í þeirri grein þekkist. „Hjá þér hefi ég fengið þær beztu pönnukökur, sem nokkur manneskja hefir gefið mér,“ segir Jón. Og síðan ríður hann úr hlaði. Nú er til þess að taka að bóndinn fór að fá eftirþanka út af því, að hann hafði skilið Jón einan eftir með húsfreyjunni um nóttina. Spyr hann nú konu sína að því, hvort Jón hafi sýnt henni nokkra frekju á meðan hann var í burtu. „Nei — en þetta er lítilfjörlegur maður — dóni.“ (Hún átti auðvitað við það, að Jón skyldi hafa verið að rífa í sig pönnukökur um hánótt). Lét svo bóndinn mál þetta kyrrt liggja að sinni. En það er frekar af Jóni að segja, að hann rómar mjög um alla sveitina ágæti húsfreyjunnar. „Sú kunni nú að baka og búa til pönnukökur. Já, þvílíkt og annað eins. En þó fékk ég samt beztu pönnukök- urnar yfir nóttina, þegar ég gisti þar! Ja, þvílíkt og annað eins.“ „Sagðirðu yfir nóttina?" „Nei, ég átti auðvitað við kvöldið,“ segir Jón þá og tekur sig á því. „Ne-ei, þú sleppur nú ekki með svona yfirklór,“ segir þá aftur áheyrandinn, „töl- uð orð standa og það, sem þú hefir sagt, það hefirðu sagt.“ En Jón sagði þá bara nei aftur — því að pönnukökuþjófnaðurinn mátti ekki komast upp — menn vilja nú einu sinni vera ærlegir í lengstu lög. Og samtalið endar með því að áheyrand- inn sagðist skyldi minnast þess, sem hann hefði heyrt Jón segja og tæki hann mark á því, sem Jón hefði fyrr sagt sér um þetta. Og hana nú! Bárust nú orð Jóns um þær ágætu pönnukökur, sem húsfreyjan hefði veitt honum, (um nóttina, sögðu sumir), út um sveitina. Hofsbóndinn hafði lengi verið eitthvað íbygginn og með grunsemdir í sambandi við það, sem kynni að hafa gerzt í fjar- veru hans um nóttina. Og þegar hann nú heyrir, að Jón segist hafa fengið þessar ágætu pönnukökur hjá konunni hans, þarna á meðan hann var í burtu, en hins vegar hefir konan kallað Jón — dóna, þá er nú svo sem auðskilið, hvernig í málinu liggur. Jón hefur haft í frammi ástamakk við konuna hans, og er svo ofan í kaupið háðskur og talar um pönnukökur þær, sem hann hafi fengið hjá konunni. Jú, þetta kemur svo sem allt heim! Og ber nú bónd- inn það upp á konu sína, að Jón muni hafa sýnt henni einhverja ástleitni um nóttina. Hún neitar. Jæja, hún ætíar ekki að kann- ast við það, hugsar bóndi. Hann verður ákafari. Hún verður ákafari, höfð fyrir rangri sök. Og að lokum hnakkrífast þau. Og það er nú einu sinni svo, að „smekkur- inn, sem kemst í ker, keiminn lengi eftir ber.“ Það verður ófriður út úr þessu, heim- ilisófriður, sem smá harðnar — og örfast af kjaftæði úr sveitinni og endar svo loks með — hjónaskilnaði. En þá, er í þetta óefni er komið, birtist engill réttlætisins á sjónarsviðinu í mynd hreppstjórans, sem klappar á öxlina á Jóni og segir: „Nú er húsfreyjan að Hofi búin að skilja við mann sinn vegna ástamakks- ins, sem þú hafðir í frammi við hana. „Ég — ég,“ endurtekur Jón í áherzlu- miklum móðgunartón, — ég hefi barasta fengið hjá henn pönnukökur!“ „0-jæja,“ segir þá hreppstjórinn, hlæj- andi góðlátlega, „jæja Jón minn, ég veit vel að þú ert fyndinn náungi, sem kallar allt ástamakk pönnukökur — og má sjálf- sagt þennan skilning þinn til sanns vegar færa, sé litið á málið frá táknrænu sjónar- miði. En við skulum nú leggja gamanið til hliðar að þessu sinni, Jón minn.“ — Og það þýddi ekki framar fyrir Jón að af- saka sig með neinum pönnukökum. Talaði nú hreppstjórinn fram og aftur um málið og brýndi fyrir Jóni að sýna sig nú sem heiðarlegan mann gagnvart húsfreyjunni, þar sem hún hefði skilið við mann sinn fyrir hans hlutdeild, — það væri óhætt að segja. Og bæri nú Jóni að ganga í hjónaband með þeirri fyrrverandi húsfreyju að Hofi. Líta mætti hér einnig á það, að kona þessi hefði mikinn mynd- arskap til að bera í sínum bústörfum — einkum bakstri — svo sem honum væri sjálfum nógsamlega um kunnugt. Er nú mikið um málið skrafað. Og þar kemur að lokum, að Jón féllst á ráðahag- inn. Og var nú hann og sú fyrrverandi hús- freyja svo gefin saman í heilagt ektastand með mikilli viðhöfn. Og varð þetta svo hið lukkulegasta hjónaband. Og það má nærri geta, að Jón hefir lifað í hinum dýrðlegustu pönnu- kökuveizlum upp á hvern dag þaðan í frá.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.