Vikan


Vikan - 20.03.1941, Blaðsíða 3

Vikan - 20.03.1941, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 12, 1941 3 Lárus Pálsson leikari Samtal við hann um nám hans erlendis og störf hér heima. Hvenær byrjuðuð þér að leika? I 5. bekk Menntaskólans. Ég var kos- inn í leiknefnd, og lék þjón í leikriti, sem hét „Landabrugg og ást“, sem Bjarni Björnsson sviðsetti. Það voru eiginlega fyrstu nánu kynni mín af leik. Svo lék ég auðvitað aftur í 6. bekk og sama vetur með Leikfélaginu í „Manni og konu“. Þar lék ég Finn. Það var bráðskemmtilegt að leika í skólaleikjunum — en stundum gekk það dálítið út yfir lesturinn. Stúdentsprófi lauk ég vorið 1934 og sigldi þá um haustið til Hafnar. Fóruð þér utan til þess að nema leiklist eða í einhverjum öðrum tilgangi? I þeim einum tilgangi, að fara á leik- skóla. Satt að segja hafði ég afar óljósar hugmyndir um, hvað það eiginlega væri. Og flestir, sem ég talaði við og skýrði frá því, að ég ætlaði að verða leikari, sögðu, að það væri ágætt út af fyrir sig, — en ein- hverja stöðu yrði ég þó að hafa! Nú — en ég fór nú samt og fékk eins og aðrir land- ar að vera gestur skólans við konunglega leikhúsið eitt ár. Og fyrstu mánuðina leizt mér hreint ekki á blikuna. Fyrst og fremst var það málið -— það var ekki hægt að fá inntöku í skólann sem nemandi nema með því að ganga undir próf — leika á dönsku; — en danskan mín var ekki upp á marga fiska. Og svo var mér hreint ekki vel við það mat, sem kennararnir virtust leggja á nemendurna, án þess að nokkur yrði hissa. Þarna voru laglegustu menn teknir og þeir fræddir á ýmsu, bæði viðvíkjandi innri og ytri manni hvers fyrir sig, sem var vægast sagt mjög óþægilegt. En þetta lagaðist smám saman, og vorið 1935 tók ég svo inn- tökupróf og komst að. Hvaða leikriti komuð þér fyrst fram í erlendis? 1 „Vor Ære og vor Magt“, eftir Nordahl Grieg, seinna árið, sem það var leikið og seinna námsárið mitt. Það er að segja, það var í fyrsta sinn, sem ég lék hlutverk. En hvað marga þjóna, sem komu inn með bréf á bakka, knapa, sem halda á blysum o. s. frv., ég lék, veit ég ekki — þeirra tala er legio! Hvert réðust Jær leikari að loknu námi? Ég var svo heppinn að Konunglega leik- húsið bauð mér stöðu að loknu námi og tók ég því auðvitað. Ég held, að vaxt sé betra leikhús til fyrir unga ieikara en Konunglega leikhúsið. Andinn, sem þar ríkir, felst í orðunum: „Alltaf það bezt.a,!“ — án tillits til kostnaðar. Svo er það líka mikils virði, að í sama húsinu kynnist maður þrem listagreinum samtímis, en það eru: leiklist, ópera og ballett. Alls eru um 500 starfsmenn við leikhúsið. En það segir sig sjálft, að í slíku bákni fær ungt fólk ekki eins mikið að gera, ekki eins mörg og góð hlutverk og á smærri leikhúsum. Þess vegna er ágætt að vera þarna svo sem 4—5 ár — fara svo út á minna leikhús dálítinn Lárus Pálsson sem nunna og Bryn- jólfur Jóhannesson sem major Fégure í óperettunni Nitouche. tíma og reyna kraftana og koma síðan aftur, — enda gera það flestir. Ég fór út í ,,Riddarasalinn“, en þar höfðu nokkrir af kunningjum mínum frá skólaárunum sett upp lítið leikhús, sem þegar var farið að vekja athygli á sér fyrir djarflegt og gott efnisval og merkilegar sýningar. Þetta var veturinn 1939. Upprunalega var svo til ætlast að ég færi aftur að því konung- lega næsta ár — en svo kom stríðið. Þér hafið leikið í kvikmynd? Já, hún hét „Balletten danser" og var mikið til hennar kostað, en hún var hálf misheppnuð, fannst mér. Ég fékk nú reyndar mjög góða dóma, og fleiri af leik- endunum, en þegar um kvikmyndir er að ræða eru það ekki leikendurnir heldur leikstjórnin, sem allt veltur á. Það versta er, að þurfa að sjá sjálfan sig. Það er ákaf- lega leiðinlegt, að manni finnst, að líta svona út. Hvenær komuð þér heim? Með „Esju“, í hinni margumtöluðu Petsamoferð. Hvernig líkar yður að vera kominn heim til að starfa hér? Að mörgu leyti ágætlega. Hér er auð- sjáanlega mikill leikhúsáhugi. Sjáið þér bara, hvað leikendurnir leggja á sig, vinna allan daginn og æfa svo á kvöldin, þegar annað fólk hvílir sig. En það er hreinasta óhæfa, hversu gjörsamlega hneykslanleg vinnuskilyrðin eru. Leikfélagið verður t. d. oft og tíðum að æfa stór leikrit svo að segja í einkahúsum, vegna þess að leik- sviðið í Iðnó — svo gott sem það nú líka er — er alltaf leigt út! Það er stundum - rétt á síðustu 2—3 æfingunum, að leik- sviðið fæst til afnota. Það hefir valdið mér jtalsverðrar umhugsunar, hvernig á því stendur, að engum í þessum bæ skuli hafa hugkvæmst að byggja samkomuhús með boðlegu leiksviði — einungis til þess að græða peninga á því! En fyrst og fremst er það auðvitað þjóðleikhúsið, sem ríður á. Leikhúsið á sjálft peninga, sem eru meir en nógir til þess að fullgera það. En mér skilst að nú standi á því að verndarar okk- ar hafa ákveðið að nota bygginguna sem geymsluskúr. En ég trúi þessu ekki. Ég veit, að margir góðir menn vinna kappsam- lega að því að koma þessu máli á rekspöl sem fyrst — enda er tíminn tilvalinn til þess að hef jast handa. Um nauðsyn húss- ins þarf ekki að fjölyrða. Þér hafið sett á stofn leikskóla? Já, við erum rétt að byrja. Nemendurn- ir eru 15. Ja, nú skuluð þér ekki halda, að það sé meiningin að útskrifa 15 nýja leik- ara á ári. En með því að fá nýja nemend- ur á ári hverju má kanna landið og koma auga á hæfileikana, þar sem þeir eru, — hinir skaðast ekkert á því að stunda skól- ann. Málfar þeirra og öll framkoma ætti að batna við það, og það sem meira er, þeir skilja betur á eftir eðli leiks og leiklistar, njóta hennar betur. Hver veit, nema úr þeirra hópi komi einhvern tíma góður gagnrýnandi ? Kennslufögin á skólanum eru fyrst um sinn: Upplestur, leikkennsla, taltækni, dans og „plastik". Ég hlakka mikið til að starfa við þennan skóla. JHG. Hún elskar banjóið sitt. Þessi kona hefir tólf sinnum unnið í músik- samkeppni við hátíðarhöld í Asheville-fjöllunum í Bandaríkjunum. Hún spilar þjóðlög úr heima- högum sínum í fjöllunum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.