Vikan


Vikan - 20.03.1941, Blaðsíða 4

Vikan - 20.03.1941, Blaðsíða 4
Hver sökkti skipinu? 7 Framhaldssaga eftir WHITMAN CHAMBERS. Við rákumst á fallbyssubátinn Juarto frá Andegoya, þar sem hann var á stöðugri ferð fram og aftur á þeim slóðum, sem talið var að Alder- baron hefði sokkið. Hann var að slæða, en það hafði ekki neinn árangur borið enn þá, að því er þeir sögðu okkur. Við Hoffman fórum inn í kortaklefann fyrir aftan brúna og fórum að at- huga kortið. „Því fyrr, sem við finnum það, og því fyrr, sem þessu er lokið,“ sagði ég, „því auðveldara ætti að vera að fá skýringu á því, sem enn er okkur hulið.“ „Já, og því fyrr komumst við aftur til Panama. Við skulum koma." Grynningar voru þama á mjög takmörkuðu svæði. Á meðan Juerto var á sifelldu hringsóli fram og aftur, allt af á sama blettinum, renndi Hoffman út botnsköfu, og hóf nákvæma kerfis- bundna rannsókn á botninum. 1 myrkri um kvöldið, eftir átta tíma vinnu, festist botnskafan. „Ágætt! Hér er það,“ sagði Hoffman sigri hrósandi. „Hún getur ekki hafa festst í grjóti því að hér er leirbotn. Það hlýtur að vera Alder- baron eða eitthvert annað skip.“ „Því ekki að draga upp botnsköfuna, og sjá hvers við verðum vísari," sagði ég. „Alveg á sama máli!“ Hann sneri sér við og kallaði aftur ár „Robert, vefðu línunni um vind- una og dragðu hana upp.“ Þegar botnskafan kom í ljós, hengu á henni strigaslitrur og vorum við þá vissir um, að hér var verið á réttri leið. Það var kastað akkerum á 15 faðma dýpi, Juarto sagt frá því með merkjum, að skipið væri fund- ið og síðan beðið átekta til morguns, þvi að ekki yrði kafað nema í björtu. Strax í dögun morguninn eftir var Juerto kom- inn á sinn stað og verið að útbúa kafarann. Skömmu síðar sáum við Hoffman af þilfari tundurspillisins, að kafarinn fór yfir borðstokk- inn. Hálfri klukkustund síðar tóku skipverjar á Ju- arto að draga kafarann sinn upp aftur. Við viss- um, hve djúpt var þarna, og það olli okkur því mikillar undrunar, að það tók mjög langan tíma, að ná honum upp. Það var komið fram að há- degi, þegar við sáum, að hann var kominn upp úr sjónum. „Mér finnst einhvem veginn, að eitthvað sé bogið við köfunina hjá þessum náungum," sagði ég við Dick Hoffman. „Og ég er viss um, að hugboð þitt er rétt,“ svaraði Hoffman. Ég fekk bát til umráða og lét flytja mig yfir að fallbyssubátnum. Huertas skipstjóri á Juarto tók á móti mér. Hann var lítill vexti, gráeygur og illa greiddur. Huertas var alúðlegur og lítillátur. Hann sagð- ist vera þakklátur fyrir þann áhuga, sem floti Bandarikjanna sýndi með því að senda skip til aðstoðar við björgunina. Hann þáði með þökk- um alla þá hjálp, sem honum yrði látin í té. Hann bauð mig því hjartanlega velkominn um borð til sín. En honum datt ekki í hug að minnast einu orði á árangurinn af köfuninni! Ég stóð þarna á stálþilfarinu i brennandi sól- arhitanum og var alltaf að skipta um fót, og mér fannst hálsinn undir flibbanum vera orðinn eins heitur og plöturnar undir fótum mínum. Tvö ár í Andegoya höfðu ekki sætt mig við þá venju að fára alltaf eins og köttur í kringum heitt soð. Að lokum spurði ég: Það, sem skeð hefir í sögunni: Ray Leslie liðsforingi er farþegi á skipinu Alderbaron, en það er á leið frá Caimora til Limon Bay. Hann fær bréf frá Pedro Gonzales, dyraverði „Ameríska klúbbsins“ í Caimora, um það, að skipið muni sökkva áður en dagur renni. Ray leggur engan trúnað á það. Hann verður mjög undrandi, er hann hittir á skipinu Mildred Baird, dóttur sendiherra Bandaríkjanna í Caim- ora. Ray elskar hana, en þau hafa orðið ósátt vegna þess, hve mikinn áhuga hún virðist hafa fyrir Francisco Corretos, fjár- málaráðherra Andegoya. Hvers vegna var Corretos með skípinu? Var það vegna Mildred Baird? Ray vissi, að hann átti daginn eftir að vera á mikilvægum ráð- herrafundi í Caimora. Einn skipverja hefir verið myrtur og skömmu síðar tekur skipið að sökkva. Óskapleg hræðsla grípur alla farþegana. Ray ætlar að sjá Mildred far- borða. Corretos eltir þau, en lendir saman við Ray, sem slær Corretos niður. Ray læt- ur Mildred kasta sér í sjóinn með björg- unarbelti, því að hrapalleg mistök hafa orð- ið með björgunarbátana. Lystisnekkja Corretos bjargat þeim og fer með þau til Caimora. Ray fær skipun um að hjálpa til við að bjarga fjórum milljónum dollara gulls, sem sent hafði verið með Alderbaron og greiða átti ríkissjóði Bandaríkjanna. Tundurspillirinn Whipple, skipherra Hoff- man, er sendur til aðstoðar og fer Ray með honum á slysstaðinn. Fallbyssubáturinn Juarto á að sjá um, að gullinu sé náð. „Jæja, skipstjóri, hvers varð kafarinn vísari?" Huertas hristi höfuðið sorgbitinn á svipinn og baðaði út höndunum til frekari áherzlu: „Þvi miður, liðsforingi, er ég hræddur um, að gullið náist aldrei." „Hvaða vitleysa!“ sagði ég önuglega. „Auðvit- að næst það. Óskapa vandræðaskapur er þetta! Dýpið er aðeins 90 fet.“ „Ó, en þér vitið ekki, hve miklum erfiðleikum þetta er bundið, liðsforingi. Skipið liggur á hlið- inni,“ sagði Huertas. „Á hvorri hliðinni?" spurði ég. „Á bakborðshliðinni, liðsforingi. Og þeim meg- in var gullið geymt, svo að ómögulegt er að kom- ast að því.“ Nú, það var þá svona! Annar hvor hlaut að hafa logið þessu upp, Huertas skipstjóri eða kaf- arinn, því að mér var vel kunnugt um það, að skipið lá á stjórnborðshliðinni. Alderbaron hall- aðist á þá hliðina, þegar það var að sökkva og þannig hafði skipið farið alla leið til botns. Huertas gekk um og baðaði út öllum öngum til þess að gefa hverri setningu fulla áherzlu: „Skrifstofa gjaldkerans er nú grafin í leir. Alls konar brak úr skipinu gerir aðstöðu kafarans stórhættulega. Ó, en við skulum reyna, liðsfor- ingi. Já, já, já! Við skulum gera allt, sem í okkar valdi stendur. En,“ — hann yppti öxlum mjög alvörugefinn — „menn geta ekki ætlast til þess, að ég hætti lífi kafarans míns við að ná þessu gulli. Það hafa þegar farizt of margir menn í sambandi við skip þetta. Ég á við að slysið sé búið að kosta nógu mörg mannslíf. En ef það er mögulegt, þá skal það gert. Já, sannarlega, ef það er hægt. En . .. . “ Aftur yppti hann öxlum og var dapurlegur á sviplnn. „Jæja, skipstjóri!“ sagði ég ákveðinn. „Ég fer sjálfur niður til þess að rannsaka, hvernig í mál- inu liggur.“ „Þér?“ Huertas gapti af undrun. „Ég og enginn annar!“ sagði ég og skildi við skipstjórann með þeim orðum og fór út í bátinn. VIKAN, nr. 12, 1941 Er ég kom um borð í tundurspillinn, gekk ég til káetu skipherrans. Dick Hoffmann hefir víst fundizt ég vera súr á svipinn, því að hann sagði stríðnislega við mig: „Hver gerði þér nú gramt í geði, drengur minn?“ „Fíflið á fallbyssubátnum!“ „Huertas skipstjóri?“ „Já.“ „Hvernig stóð á því?“ „Hann var að reyna að telja mér trú um það, að ekki sé unnt að ná gullinu." „Hann getur svo sem haft á réttu að standa, hvað það snertir.“ „Vertu ekki að þessu bulli! Auðvitað er hægt að ná því! 1 fyrsta lagi segir hann, að skipið liggi á bakborðshliðinni og skrifstofa gjaldkerans sé grafin í leir. En eins og þú veizt, fór ég niður með skipinu og ég þyrði að veðja heils árs laun- um mínum um það, að Alderbaron liggur á stjórn- borðshliðinni.“ „En hvað æ'tti að koma Huertas skipstjóra til að ljúga þessu?“ „Því get ég ekki svarað,“ sagði ég ólundarlega. „Þú getur alveg eins spurt mig að því, hvers vegna Alderbaron var sökkt .... En það fullyrði ég, Dick, að Huertas hefir enga löngun til þess að ná upp gullinu. Ég hefi þó ekki hugmynd um, hvernig á því stendur. En þvi gæti ég trúað, að gullið náist alls ekki nema ég fari sjálfur og sæki það. Og ég gefst ekki upp fyrr en í fulla hnef- ana —“ „Ég óska þér góðs gengis í þessum ásetningi," sagði Dick hlæjandi. „Ekki mun af veita,“ sagði ég. Eftir hádegið settum við út lítið akkeri og gát- um fest það í skipsflakið og um tvöleytið kafaði ég. Nokkrum mínútum síðar hafði ég fast undir fótum og fór að reyna að átta mig á hlutunum. Ég stóð hreyfingarlaus um stund, meðan ég var að venjast birtunni. Þegar ég gat gert mér ljóst, hvar ég var staddur, sá ég, að ég stóð á skipshliðinni og Alderbaron lá þannig, að stál- plöturnar undir fótum mínum voru næstum lá- réttar. Ég hreyfði mig hægt áfram og gætti vel hvers fótmáls og náði að lokum borðstokknum. Ég gerði ekki strax tilraun til að komast á þilfarið, heldur fikaði mig fram með borðstokknum, til þess að fá vitneskju um, hvar ég var i skipinu. Þessi rannsókn leiddi það í ljós, sem ég raunar vissi áður, að skipið lá á stjórnborðshliðinni. Huertas skipstjóri hafði haldið því fram, að skrif- stofa gjaldkerans, þar sem gullið var geymt, væri grafin í leir, en nú sá ég, að þetta var einber þvættingur. Ég sneri við og hélt þangað, sem ég vissi, að gjaldkeraskrifstofan var. Þegar þangað kom, fór ég yfir borðstokkinn. Nú var ég í meira myrkri, og fór þó allra minna ferða, en í engu óðslega. Ég fann loks dyrnar, sem ég leitaði að og hurðin var opin. Þótt dyrnar væru opnar, fór ég ekki inn í her- hergið. Ég þóttist vita, að borð og stólar væru þar í einni kös. Ég hafði enga löngun til að festa línurnar á kafarabúningnum þama í myrkrinu. Ég var búinn að komast í allan sannleika um það, sem ég vildi vita —• og með ljósi gæti ég farið inn í skrifstofuna, án þess að eiga nokkuð á hættu. Ég fór sömu leið til baka og yfir borðstokkinn, gætti að hvort línurnar væru ekki í lagi, gaf frá mér loft og kallaði í simann: „Hve lengi er ég búinn að vera niðri?“ „Átján mínútur," svaraði maðurinn við símann. „Ágætt! Dragið mig upp!“ Fimm minútum síðar stóð ég á þilfari tundur- spillisins og þar var losað um kafarabúninginn. „Jæja, Ray? Hver varð svo árangurinn ?“ spurði Dick Hoffmann. „Eins og ég bjóst við. Skipið liggur á stjórn- borðshliðinni. Ég komst að dyrum gjaldkerans, án nokkurra erfiðleika. Látið mig hafa ljós og sprengiefni, svo að ég geti opnað skápinn.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.