Vikan


Vikan - 20.03.1941, Blaðsíða 5

Vikan - 20.03.1941, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 12, 1941 5 Smásaga eftir Hjalta Skeggjason Þarna eru Svörtuborgir.“ Bílstjórinn við hliðina á mér benti á nokkrar klettaþústir, sem grillti í framundan hæð- inni. Klettarnir tóku á sig ýmsar tröllsleg- ar myndir í þokunni. Sumir minntu á ljón með uppglennt gin, aðrir á risa með illúð- legum brúnum. Þetta var á háheiðinni. Við vorum á leið suður og ég var eini farþeginn í bílnum. Ferðafélagar mínir úr sumarleyfinu urðu eftir nyrðra í sólskininu, en ég varð að fara suður, í þokuna og súldina, til þess að sinna störfum mínum í höfuðstaðnum. Ég lagði af stað gangandi, en þennan morgun, þegar ég var í þann veginn að leggja á Borgaheiði, kom áætlunarbíll úr næstu sveit að bænum, þar sem ég gisti, og bíl- stjórinn bauð mér ókeypis far suður. Hann var miðaldra maður, hægur í framgöngu og bauð góðan þokka. Fólkið á bænum sagði mér, að hann væri þaulkunnugur á þessum slóðum og uppalinn hinum megin heiðarinnar. Nafn hans var Pétur. ,,Er þetta gamalt sæluhús,“ spurði ég og benti á kofarústir rétt við vegarbrún- ina. ,,Já, það var sæluhús hérna áður en bílvegurinn var lagður,“ svaraði Pétur. „Nú er það löngu fallið í rúst og enginn hirðir um að reisa það að nýju. Hún er fremur snjólétt, heiðarskömmin, og oftast bjlfær árið um kring.“ Við voru nú komn- ir fast að klettunum. „Svörtuborgir," sagði ég, „það er eitthvað draugalegt við nafnið. Kanntu engar sögur héðan?“ ,,0—o, það held ég, að þær séu nógu margar, sögurnar frá Svörtuborgum. Það er nú til dæmis sagan af Helguborg.“ Pétur benti á stærsta klettinn, því næst ræskti hann sig, og ég fann að hann var að bíða eftir því að ég bæði hann að halda áfram. „Blessaður segðu mér hana,“ sagði ég ákafur og um leið rétti ég honum ferða- pelann minn. Það sakaði ekki að mýkja ofurlítið í honum tunguna. ,,Ah — alltaf er blessað brennivínið jafn gott. — Já, sagan af Helguborg. Hún er nú hvorki löng né merkileg. Borgin dregur nafn sitt af stúlku, sem varð úti hérna á heiðinni endur fyrir löngu. Hún hét Helga og var frá Stóru-Völlum, sem er fremsti bærinn í Sveitinni sunnan heiðarinnar og eitthvert mesta stórbýli sýslunnar. Sagt er, að stúlkukindin hafi fellt hug til einkasonar hjónanna þar. 1 þá daga var það nú ekki siður, að stórbændasynirnir tækju niður fyrir sig við giftinguna, enda fór svo, að Magnús á Völlum náði í forríka prófasts- dóttur austan af landi. Þau giftu sig að haustlagi. Á brúðkaupsdaginn þeirra hvarf Helga. Hennar var leitað dögum saman, en árangurslaust. Það var ekki fyrr en snjóa leysti um vorið, að ferðamaður, sem var á leið suður, fann kvenmannslík undir einni heiðarborginni. Líkið var flutt heim að Stóru-Völlum og haft hljótt um. Skömmu síðar fór það að kvisast um sveitina, að eitthvað fleira hefði fundizt í borgunum. Sumir þóttust geta haft það eftir ferðamanninum, að líkin hefðu verið tvö, annað af nýfæddu barni. Ekki þorðu menn samt að hafa þetta í hámælum, og sögurnar hjöðnuðu niður án frekari rann- sóknar í málinu. Eftir þetta er sagt, að ferðamenn, sem um heiðina fóru, hafi oft heyrt einkennileg vein í borgunum, og ekki fýsti menn að gista í sæluhúsinu, nema nauðsyn bæri til. Magnús á Stóru-Völlum náði sér aldrei eftir þennan atburð. Hann varð einkenni- legur í háttum og talinn bilaður á geðs- munum síðari hluta æfinnar. Hefir sú veiklun þótt fylgja Stóru-Vallaættinni fram að þessu. O — jseja, það er margt undarlegt í líf- inu.“ Pétur hafði nú lokið máli sínu. Við sátum hljóðir nokkra stund. Mér varð litið um öxl. Svörtuborgir voru horfnar inn í þokuna. „Kantu ekki fleiri sögur af borgunum,“ spurði ég. „Manstu ekki eftir einhverri draugasögu úr gamla sæluhúsinu?“ Pétur þagði andartak, en, sagði svo: ,,Ég er nú fljótur að gleyma öllum draugasögum, enda ekki trúaður á þær. Aldrei hefi ég séð neitt óhreint um dag- ana.“ „Geturðu ekki sagt mér eitthvað meira um Stóru-Vallaættina ? Hver býr þar núna?“ spurði ég. „Hann þeitir Magnús,“ sagði Pétur, og •það var eins og hann dragi við sig svarið. „Er hann eitthvað skrítinn,“ spurði ég. Pétur leit til mín. Hann var mjög alvar- legur í bragði. „Já, hann er sannarlega öðruvísi en fólk er flest, hann Magnús gamli á Stóru-Völl- um. Það held ég nú.“ „Blessaður, segðu mér eitthvað um hann.“ Orðum mínum til frekari áherzlu, rétti ég pelann að sessunaut mínum. Hann saup drjúglega á, ræskti sig nokkrum sinnum, og sagði svo: „Sama er mér, þó að ég segi þér það, sem ég veit um hann Magnús gamla. Þetta veit hvort sem er hvert mannsbarn í sýslunni.“ Síðan hóf hann frásögn sína: „Magnús á Stóru-Völlum hefir nú búið á ættaróðali sínu í samfleytt fimmtíu ár. Hann tók ungur við búi föður síns og gift- ist skömmu síðar einni rikustu bóndadótt- ur sveitarinnar. Konu sína missti hann eftir stutta sambúð. Þau áttu eina dóttur er Guðrún hét. Hún varð snemma mjög gervileg, og þegar hún óx upp, þótti hún bera af öðrum stúlkum þar um slóðir. Þeir voru ekki fáir ungu piltarnir, sem biðluðu til Guðrúnar á Stóru-Völlum. En engum þeirra tók hún. Guðrún hafði mikið ástríki af föður sín- um, og oft lét Magnús þau orð falla, að erfitt mundi reynast að ná í tengdason, sem væri samboðinn henni Rúnu litlu. Það var haft í flimtingum í sveitinni, að ekki þýddi fyrir nema sýslumenn og ráðherra að fara í bónorðsför að Stóru-Völlum, því að hann Magnús léti hvorki Guðrúnu sína né sauðina í hendurnar á óvöldum bónda- ræfli. Sumarið, sem Guðrún varð tvítug, réðst ungur kaupmaður, er Oddur hét, að Stóru- Völlum. Hann var sonur fátækrar ekkju, sem bjó hinum megin heiðarinnar. Ekki hafði Oddur lengi dvalið á Stóru- Völlum, þegar það fór að kvisast um sveit- ina, að einhver samdráttur væri milli hans og Guðrúnar. Þeir, sem þekktu Magnús bezt, spáðu engu góðu um þetta, og þegar Oddur hvarf skyndilega úr vistinni skömmu eftir túnaslátt, þóttust menn vita, hvað valda mundi. Eftir burtför Odds gerðist Guðrún þung- lynd mjög. Heimilisfólkið hafði það fyrir satt, að hún liti aldrei glaðan dag. Samt kvartaði hún ekki og daglegum störfum sinnti hún líkt og áður. Aldrei hafði Magnús á Stóru-Völlum þótt jafnlyndur húsbóndi, en nú keyrði úr hófi fram. Hann var orðinn svo uppstökk- ur og geðillur, að vinnuhjúunum þótti nóg um, og höfðu jafnvel á orði að ganga úr vistinni, ef þessu héldi áfram. Sambúð þeirra feðginanna var og í öllu breytt. Guðrún yrti aldrei á föður sinn, nema Brenda litla Talbot í New York er ekki hissa þó að hitabylgjan sé að gera út af við flesta í kringum hana, enda er hún klædd eftir þörfum og svo hefir hún mjóikina sina til að svaia sér á.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.