Vikan


Vikan - 17.07.1941, Síða 5

Vikan - 17.07.1941, Síða 5
VIKAN, nr. 29, 1941 5 HEIÐARBÚAR. að er síðsumar á heiðinni. Langt í suðri drúpa blásvört ský lágt við sjón- hring, en í vestri renna himin og haf sam- an í grárri móðu. Það er komin einhver þungi í loftið og landið, einhver ótti við þverrandi lífskraft náttúrunnar og nálæg- an vetur. Fuglarnir eru hættir að syngja. Þeir fljúga höllum vængi í eyrðarlausum og þögulum hópum, og þeir finna, að nú er hver stundin síðust til brottfarar. En bóndinn horfir áhyggjufullur á sitt óhirta hey og hann horfir upp í fjölhn, því að þar er féð í óvissu öræfanna og bráðum kemur haust og hret. Neðst í heiðinni stendur ofurlítill bær. Hann er gamall og hrörlegur og túnið er þýft og illa girt. Það er snemma morguns, en upp um eldhússtrompinn stígur þó létt- ur blágrár reykur, því að hér er fólkið snemma á ferli. Svo opnast bæjardyrnar og fremur luralegur maður gengur út á hlaðið. Hann er órakaður og fremur ygld- ur á svip, alveg eins og hann eigi von á vindgusti eða rigningarstroku í andlitið. Hann horfir fyrst til hægri og svo til vinstri, en síðast næstum því beint upp í loftið, og grettir sig þá langmest. Hann rennir augunum upp eftir túninu og þá verður skyndilega svipbreyting í andliti hans. Það sléttist úr hrukkunum, það vott- ar fyrir einhverju, sem líkist daufu brosi og varirnar fara að bærast. „Blessuð skepnan. Það var ekki svo hætt við því, að hún brigði vana sínum.“ Guð- mundur fitlaði við skeggbroddana á vang- anum og horfði með ánægjusvip á tvær sauðkindur, sem voru að kroppa í láginni ofan við túngarðinn. Þá marrar aftur í bæjardyrahurðinni. Lítil og snareyg kona vippar sérútáhlaðið. „Hvað er þetta, maður,“ segir hún og það er fjashreimur í röddinni, „ertu að tala við sjálfan þig?“ Guðmundur glotti við. „Horfðu upp fyrir vallargarðinn, Jórunn,“ segir hann drýgindalega og lítur á konu sína um leið. „Huh. — Áttu við geldærskömmina þarna uppi í holtinu. Eða er það ekki geld- ær?“ „Geldær — hva, jú-ú, það er víst. — Nei, líttu upp í lágina.“ „Ó, blessunin. — Er hún nú komin. Og er þá ekki sérlega mösurbeina fremur en vant er. — Eða gimbrin — Guðmundur. Hvað sýnist þér um hana? Jafnvel stærri en sú í fyrra.“ „Hö-h?“ „Hvað er nú? Heyrirðu ekki maður? — Á, — var það nú sú gelda. He-he. — Ætli hún fari sér að voða. Veiztu hver á hana?“ Rödd Jórunnar varð dálitið ísmeygileg og lækkaði á síðustu orðunum. Guðmundur svaraði engu. Hann var farinn að horfa á lambána í holtinu. Smásaga l eftir \ I KOLBEIN frá Strönd. [ '‘'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiie' Kostaskepnan, hún Lagða; eftirlætis ær Jór- unnar og hans. Hún var ætíð vön að skila sér af fjallinu, þegar áliðið var sumars og hélt sig þá jafnan heima við tún eftir það. Hún var ekki að hætta neinu með síð- sumarhret og haustveður, skepnan sú. Allt- af skilaði hún vænsta haustlambinu af fjalli og var þó sjálf feit og bústin eins og sauður. Eða ullin. Hlý og þykk. Eiginlega tvöfalt reifi á hverju vori. Gaman að eiga margar slíkar, hugsaði Guðmundur. Við því var nú samt varla að búast. Slíkar skepnur eru ekki á hverju strái. — Það var tæpast hægt að segja, að Guðmundur væri tilfinningamaður, en ef hann hugsaði um Lögðu, fylltist hans breiða brjóst ein- hverri furðulegri hlýju. Sannleikurinn var sá, að slíkt henti ekki Guðmund í öðrum tilfellum. Jórunn kom aftur út á hlaðið. Hún hélt á vænu brauðstykki í hendinni. Hún brosti dálítið íbyggin til manns síns og strunsaði svo upp túnið. Guðmundur glotti út í ann- að munnvikið. Eyðslusemi var ekki hin veika hlið Jórunnar og hér var hún komin upp á tún með hálfa brauðköku. „Lagða, — Lagða mín.“ Skræk rödd Jórunnar barst heim á hlaðið til Guðmund- ar. Sauðskepnan uppi í láginni leit upp og jarmaði kumpánlega. Svo tók hún rásina niður lágina og heim á túnið. | Vitið pér pað? I 1. Hvað hét Þingvallavatn til foma? = 2. Hver var Aischylos? I 3. Hvar eru eyjarnar Jamaica og Haiti? É I 4. Hver var Chopin og hvenær var hann § | uppi ? | 1 5. Hver hefir verið kallaður síðasti Odda- | 1 verjinn ? 1 | 6. Hver var Saxo Grammaticus? | 7. Hvað er Sakurashima? | 8. Á hvaða tíma árs kom Aiþingi hið | | forna saman og hve lengi stóð það? i | 9. Hvenær var Shakespeare fæddur og : i hvar ? i : 10. Hvenær var gerð tilraun til að koma | á hernaðarskyldu með Islendingum til \ i aukningar og varnar eriendu ríki? i Sjá svör á bls. 14. i ‘'iiillllliliiiiiiiiiiiiiiiimiiiiitiiiiiimmiiimiiiiiiiiiiiiiiiiillilllltiiiiiitiiiiiiiiiilii^ Guðmundur stóð í þungum þönkum heima á hlaðinu. Hann fitlaði við skegg- broddana á vanganum. Svo sneri hann höfðinu ofurhægt til annarar hliðar. Þá var eins og hann vaknaði. Svipurinn breytt- ist og það vottaði fyrir skerpu eða áhuga í vatnsgráum augunum, sem lágu djúpt inni í feitu, rauðhrjúfu andlitinu. Þau höfðu staðnæmst við geldána uppi í holt- inu. Á sama augnabliki var Lagða gleymd. Hlýindakenndin var alveg horfin og eitt- hvað annað komið í staðinn. — Þessi feita og föngulega geldær! — Hver á hana, hök. — Jú, það var víst ekkjan á Hjalla. Hann þekkti fjársvipinn, — eiginlega ekki ósvip- að Lögðu. Sver, skeifulaga horn. Breiður, ávalur herðakambur. Þykkur brjóstkassi. — Sú mundi nú vera mörvuð, höh! Það var líkast því að hann fyndi þef af heitu slanki við þessa tilhugsun, — eða var það gorþefur, gorilmur réttara sagt. — Hann þurrkaði sér um nefið og labbaði út fyrir bæinn. Hálf viðutan horfði hann niður í sveitina. Langt niður frá mótaði fyrir dökkum grasþekjum í grænum túnhólm- um. Einn þeirra stóð á hallinu upp við fjallsbrekkuna. Þórunn á Hjalla. Hvað varðaði hann um Þórunni á Hjalla. Missti manninn í fyrra. Ungir krakkar. Fátæk. — Hvern f járann var hann að hugsa um hana. Hann dæsti og gaut augunum upp að kofanum við vallargarðinn. Kofinn stóð opinn og svart myrkrið gein við honum út um dyrnar. Rekugarmurinn hallaðist upp að veggkampinum úti fyrir. Guðmundur brá hendinn upp í úlfgrátt hárið og klóraði sér í hugsunarleysi. Þarna í kofanum und- ir gólfskáninni voru mörg bein. Kjálkar, höfuðbein, kjálkar. Gamalt? Jú, gamalt sumt af því og sumt ekki svo gamalt. Sauð- ur í fyrra, sauður og lamb. Hrútlamb í hitteð fyrra og tvær geldar ær. — Púh. — Fjandann var hann að hugsa um þetta? — Aftur leit hann upp í loftið. — Þórunn á Hjalla. Ekkja. Fátæk. — Það kom hon- um ekkert við. Hún var kjaftakind eins og allt hyskið þarna niðri í dalnum. Hann þekkti það. Hafði séð svipinn á því við kirkjuna stundum. Það lézt sosum vera betra en hann og hún Jórunn hans, ekki vantaði það. — O-jæja. Það mátti glápa og setja á sig svip. Guðmundur og Jórunn á Heiði mundu ekki verða uppnæm fyrir því, eða glósunum heldur. Og hvað vissi það sosum, pakkið, nema ekki neitt? — Sann- anir, það þurfti sannanir, og hvar voru þær. — Aftur leit hann sem snöggvast til kofans, og það var ekki laust við, að hann fyndi til svolítið óþægilegs óróleika. H.ann þurrkaði sér um nefið og gekk svo inn í bæinn.------- Jórunn var komin heim, hún var að bú- stanga í eldhúsinu. „Ertu búinn að glápa lyst þína?“ sagði hún svolítið illkvittnislega og trítlaði milli borðs og bekkjar. Guð- mundur svaraði engu. Hann settist á bekk- inn og skotraði augunum á grautarskálina á borðinu. Svo tók hann seint og langt í nefið. „Ætlarðu ekki að bera þig við að borða

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.