Vikan


Vikan - 31.07.1941, Side 10

Vikan - 31.07.1941, Side 10
10 VIKAN, nr. 31, 1941 Heimilið Matseðillinn. Karrisúpa. 50 gr. smjör, 50 gr. hveiti, Yz—1 teskeið karrí, 2 1. kjöt- soð eða fisksoð, 2 eggjarauð- ur, 1 matskeið rjómi. Smjörið er brætt, karríinu og hveit- inu er bætt út í, þynnt smátt og smátt með soðinu og látið sjóða hægt í 10 mínútur. Um leið og súpan er borin fram eru eggjarauðurnar og rjóminn þeytt út i. Fiskréttur. (Cabillaud á l’anglaise). 2 kg. þorskur, y2 sítróna, salt, pipar, 100 gr. smjör, % 1. fisk- soð. Fiskurinn, sem á að vera fremur lítill, er hreinsaður, roðið tekið af og fiskurinn rifinn frá beinunum. Fiskn- um er dýft niður í bráðið smjör, sítrónusafanum sprautað yfir hann og ofurlitlu af pipar og salti stráð yfir hann. Síðan er fiskinum rúllað saman og byrjað á breiðari endan- um. Fiskinum er haldið saman, með því að stinga prjóni, sem dyfið hefir verið í feiti, í gegn um hann. Þá er fiskurinn látinn í smurt mót, soðinu og því, sem eftir var af bráðna smjör- inu bætt út í. Að lokum er mótið sett í vel heitan ofn og bakað í 20 mínútur. Á meðan er soðinu oft ausið yfir fiskinn. Fiskstykkin eru síðan látin í hring á fatið. 1 miðjuna eru sett jarðepli. Tómatsósa er borin fram með þessu. Jarðepli og ostur. Jarðepli, smjör, salt, pipar, mjólkurostur. Jarðeplin eru flysjuð og skorin í þunnar sneiðar, skolaðar og þurrk- aðar á klút. Skífurnar eru lagðar í smurt mót, ofurlítið skáhalt hvor yfir aðra. Þá er kryddað þannig, að salti, pipar, smjöri og rifnum osti er stráð yfir lag af jarðeplum. Kryddlögin geta verið 4—5. Lok er látið á mótið og það sett í heitt vatn og síðan í ofninn og bakað í um það bil hálfa klukkustund. Gott er að snúa mót- inu við, til þess að bakist jafnt. Að lokum er hvolft úr mótinu á hlemm og síðan hvolft aftur yfir á fatið. Spínat-„soufflé“. V2 kg. spínat, 3 1. vatn, 4 te- skeiðar salt, 40 gr. smjör, 20 gr. hveiti, iy2 dcl. rjómi, pipar, sykur, 2 egg. Spínatið er hreinsað og soðið í saitvatninu í 5—7 min. Köldu vatni hellt yfir, og síðan er látið renna úr því á siu og vatnið kreist vel úr með sleif. Spínatið er hakkað og hveitið sett út í. Smjörið er brætt í potti, spínatið og hveitið látið út í og rjóm- anum bætt í smátt og srpátt. Þá er þetta látið sjóða í 5 mín. og stöðugt hrært í. Síðan er þetta kælt og eggja- rauðurnar hrærðar út í, hver á eftir annari. Að lokum eru hvíturnar, sem hafa verið þeyttar, látnar út í. Deig- inu er hellt í smurt mót, sem svo er sett í þvottaskál með vatni. Hún er síðan sett inn í ofn og bakað í eina klukkustund. Hvolft úr mótinu, skreytt með soðnum gulrótum og grænum baunum, og borið fram með hrærðu smjöri. Uppskriftin nægir handa 4—6 manns. J arðepla-lummur. Jarðeplin eru soðin og marin vel í sundur. Ofurlitlu jarðeplamjöli, mjólk og einu eggi er bætt í. Steikt í feiti eins og lummur. Ermalaus sumarfrakki. ermalaus og kragalaus. Hann er úr dökkbláu, þunnu ullarefni. Kjólkrag- inn er lagður út á og uppslögin á kjólermunum brotin upp á ermarnar. Fjórir vasar eru á frakkanum, tveir brjóstvasar og tveir fyrir neðan belti. Fallegast er að blússan, sem höfð er innan undir, sé hvít eða hvít- og blá- röndótt. Húsráð. Gyllta ramma má ekki nudda nema sem minnst. Gott er að þvo þá úr ediksvatni, sem blandað er af þrem matskeiðum af ediki og einum líter af vatni. Þurrka þá síðan með rök- um klút og strjúka að' endingu yfir þá með mjúkum' ullarklút. Meðferð ungbarna. Matseðill fyrir 2—3 ára gömul börn. 4 máltíðir á dag: — Af mjólk fái barnið y2—% lítra, alls yfir daginn, og má hún vera annað hvort soðin í graut (hafra-, grjóna- eða hafra- mjölsgraut), eða í henni bleytt brauð (tvíbökur, kringlur, skonrok, glóðar- steikt hveitibrauð) eða drukkin í smásopum, eftir vel tuggið smurt brauð; ennfremur súpur úr ávaxta- safa, y2—’/j egg linsoðin eða öðru- vísi tilhaft (pönnukaka, eggjakaka, omeletta). — Nónmáltíð: Ljóst kjöt (kálfa-, hænsna-), síld, fisk (heima- matreitt að öllu leyti; aðkeyptar fisk- og kjötstöppur oft viðsjárverðar), súpur af þessu, eða súpur af græn- meti (grænkáli eða þvíl.), eða súpur af ávöxtum eða berjum. Grænmeti, (jarðepli, gulrætur, gulrófur, blóm- kál, baunir, linsur). Nónmaturinn á að vera aðalmáltíðin, og þá heitur matur, nýeldaður. Barnið þarf að borða vel að morgninum; sé það lyst- arlítið væri reynandi að láta það fá matinn strax og það vaknar, og áður en það er klætt; fer þá vel á að láta það ekki fá nema lítið í senn, bæta heldur við jafnóðum og það lýkur við hvern skammtinn, þvi að það er eins og sum börn klýgi ef komið er með mikið handa þeim í einu. Oftast verður börnum betra af stöppum úr grænmeti og súpum úr ávaxtasafa heldur en mjölgrautum, en gott að breyta dálítið til stöku sinnum. Ekki þarf að breyta matseðlinum neitt verulega frá því sem hér er skráð, handa börnum, þótt komin séu á 4. og 5. ár, en þá þurfa þau að fá meira að vöxtum til af sama mat eða svipuðum þeim er að ofan getur, en draga má úr vökvuninni smátt og smátt. Milli máltíða ætti bamið ekkert að borða; maginn á að fá næði til að melta matinn og hafa hvíld á eftir. Aukagetur hinar og þessar verða oftast til að veikja melt- inguna, þær þreyta magann. Við þorsta ætti að gefa bömum blávatn, eintómt eða með ávaxtasafa. (D. Sch. Thorsteinsson: Bamið). Vatnsblettum á silki eða ullarfötum er vanalega hægt að ná af með gufu. A eftir er fatið sléttað með járni. Fyrst er settur ketill með ofurlitlu vatni á eldavélina. Þegar sýður og fer að myndast gufa er vatnsblett- inum haldið yfir og fært fram og aft- ur. Siðan er sléttað með heitu járni. # tJr gömlum koddaverum má búa til ver til að hlífa sjálfu verinu á koddanum. Það má sauma það laus- lega utan um koddann. Ytra kodda- verið sýnist þá hvitara, og mislita verið á koddanum fær síður fitublett á sig. * Setjið ofurlitla smjörslettu í pott- inn, sem verið er að sjóða hrísgrjón í. Það dregur úr tilhneigingu þeirra til að sjóða upp úr. Það er einnig mjög gott að setja ofurlitla smjör- slettu út í pottinn, þegar grænmeti er soðið. Þá fær grænmetið enn ljúf- fengara bragð. Þeir sem vilja mepa siy. Hvað er það, sem maður verður að vera án? Sykur, feitt kjöt, franskbrauð, kök- ur, feitar súpur og sósur, sæt aldin- mauk. Notið ekki sykur í kaffi eða te. Borðið ekki fæðu með sterkju, svo sem baunir, jarðepli, feitan ost, súkkulaði eða vín. Borðið um það bil 15—20 gr. af smjöri á dag. Hvað á að gera til að verða grannur ? Borðið hart brauð (60 gr. á dag)„ garðávexti, magurt kjöt og fisk, en engar sósur eða smjör. Gott er að hafa ofurlitla sítrónu í staðinn. Borðið grauta úr sagómjöli eða sliku, en ekki súpur eða sósur úr hveiti. Borðið hægt. — Borðið aldrei, þeg- ar þér þurfið að vera á hlaupum. — Drekkið ekki með matnum, heldur á eftir. Megrun getur verið hættuleg, ef þyngdin minnkar allt í einu; sérstak- lega ef fólk er af léttasta skeiði. Þeir, sem eiga vanda til að fitna, ættu að. hafa það hugfast, að það er auðveld- ara að koma í veg fyrir að fitna,. heldur en að megra sig aftur. eci- MILO HEILDSÖLUSIRGOIR ARNI JONSSON, HAFNAHSTR.5 REYKJAV

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.