Vikan


Vikan - 31.07.1941, Síða 11

Vikan - 31.07.1941, Síða 11
VIKAN, nr. 31, 1941 11 „Ég ætla að reyna dálítið, sem bófarnir hafa aldrei látið sér detta í hug. Ég hugsa, að ég geti sprengt þessa hurð þarna og megnið af eldhús- inu með. Ef það tekst, þá er ofurlítil von um að við getum bjargað okkur úr rústunum. Ef það tekst ekki, þá erum við bara á sama stað og við vorum. En nú verðið þér að hjálpa mér. Við höfurn varla meira en eina klukkustund til urn- ráða." Clare leit á hann. Henni fannst þetta vera einstakt brjálæði. „Já, en — þetta er ómögulegt. Hvernig ætlið þér að gera sprengingu hér í eldhúsinu ? Þér hafið engin sprengiefni. Verið þér nú ekki að gabba mig, Mick.“ „Þetta, sem ég er að tala um, hefir verið gert einu sinni áður. Og það, sem aðrir hafa getað gert, get ég líklega líka.“ „Hvenær var það?“ „Það skal ég segja yður seinna. Nú fáum við bæði nóg að gera. Komið þér hingað, þá skal ég sýna yður, hvað þér eigið að gera. Rífið þessi gömiu blöð í lengjur, hnoðið þeim í kúlur, dýfið þeim ofan i'vatn og þrýstið þeirn eins fast saman og þér getið. En kúlurnar eiga að vera agnar- litlar. Þegar þér eruð búin, þá réttið mér þær. En í guðs bænum flýtið þér yður.“ Enda þótt Clare botnaði ekki neitt i neinu, bar hún hrúgu af blöðum að vaskinum og byrjaði orðalaust. Á meðan hún bjó til kúlur, horfði Mick á rörin. Hann valdi þrjú mismunandi löng — það lengsta var rúmur meter, en það stytzta um það bil hálfur meter. Hann bar þau að vaskinum. Hann tók kúlurnar og gerði þær harðar með því að dýfa þeim ofan i rykið á gólfinu, og tróð þeim svo I op lengsta rörsins, þangað til það var algjörlega lokað. Unga stúlkan starði undr- andi á hann, á meðan hún bjó til fleiri kúlur. Mick snéri rörinu upp og niður, hélt opna end- anum að vatnshananum og fyllti það næstum af vatni. Síðan fyllti hann það, sem eftir var, með eins miklu af bréfkúlum og hann gat troðið niður i það. „Nú getið þér gert það sama við hin styttri rör- in,“ sagði hann. „Eg skal þétta þau enn betur, þegar þér hafið gert eins og þér getið.“ Síðan gekk hann að ruslhrúgunni í horninu, reif tvö stór stykki af blýplötunni og festi þau eins vel og hann gat, í báða enda'rörsins. Meðan stúlkan hélt áfram við sitt verk, safnaði hann viðnurn saman og braut hann niður í smábúta. Síðan lagði hann dagblöð inn í eldavélina og brenni ofan á, þangað til eldhólfið var orðið fullt. Að þvi loknu tók hann rörin, sem Clare hafði verið að setja kúlur í, fyllti þau af vatni, tróð hréfkúlum í og setti blýlok á þau. „Og nú verðum við að vinna í myrkri urn stund,“ sagði hann. „Ég verð að nota mest af olíunni, sem er á lampanum." Mick slökkti á lampanum, skrúfaði brennar- ann af og rétti Clare eldspýtustokkinn sinn. „Standið þér við eldavélina," sagði hann, „og kveikið á eldspýtu fyrir mig, en komið ekki of nærri.“ Þegar kviknaði á fyrstu eldspýtunni hellti Mick mestu af olíunni á brennið í vélinni. „Látið eldspýtuna detta ofan á brennið," sagði hann. Á sama augnabliki fuðraði eldurinn upp. Mick setti lampann frá sér og lagði rörin þrjú yfir eldinn, svo að logarnir léku um þau. Siðan skrúfaði hann brennarann aftur á lampann, kveikti á honum og fullvissaði sig um, að allt væri eins og það ætti að vera. „Nú verðum við að safna saman öllu þvi brenni, sem við getum fundið og halda lífi í eldinum. Ef við getum' ekki haldið eldinum við og framleitt mikinn hita, þá er allt áh árangurs." XX. KAPlTULI. Örlagarik stund. „Eiga rörin að springa?" spurði Clare. „Ég vona það að minnsta kosti. Ég sagði yður, að þetta hefir verið gert áður. Ég hafði alveg gleymt þessu, þangað til ég fór að búa bareflið til. Járnrör full af vatni geta myndað sams konar sprengingu og gufuketill, sem hefir enga öryggisloku. Og þér getið verið viss um, að það er sprenging, sem um munar. Ég hefi ekki gleymt þessu eina skipti, sem það hefir verið gert áður.“ „Hvað gerðist þá?“ „Ég skal segja yður það seinna. Við verðum að hnipra okkur saman úti í horni, ef rörin skyldu springa.“ Mick athugaði allt eldhúsið, safnaði saman öllu brenni og stakk því i eldinn niður á milli rör- anna. Eldurinn skíðlogaði og gaf frá sér mikinn hita. Mick gaut hornauga til stólanna og velti fyrir sér, hvort hægt myndi að brjóta þá, án þess að það heyrðist. Þegar betur var að gáð, var einn að því kominn að brotna. Mick tók hann sundur og setti hann í eldinn. Clare fylgdi öllum hreyf- ingum hans eftir með augunum. „Farið þér nú ift í hornið, sem lengst er burtu, Clare," sagði hann. „Það nær ekki nokkurri átt að gera fyrirmyndar sprengingu, og vera svo sjálf það fyrsta, sem springur. Ef þér færið yður ekki, þá getið þér átt von á að fljúga beint upp í himnaríki." „En þér standið sjálfur rétt fyrir framan elda- vélina," sagði Clare. „Ég kem til yðar eftír augnablik," sagði hann. Síðan hélt hann áfram að leíta að eldsneyti. Hill- urnar í skápnum voru lausar og hægt að taka þær úr. Fjórar þeirra lentu í eldavélinni. Mick horfði með ákafa á bálið. Hann snérti yztu enda hvers rörs og varð stöðugt vonbetri. Rörin voru að verða glóandi. Ef Lefty Vincent kæmi ekki alveg strax og mennirnir spiluðu ofuriítið leng- ur, þá var enn von. Engin gufa kom út urn rörin. Minnsta rörið var þegar orðið glóandi. Hann beið enn í fimm mínútur og horfði á rörin, og enn sást engin gufa. Minnsta rörið byrjaði að hoppa upp og niður. „Nú held ég, Cl'are," sagði Mick, „að það sé tími til kominn að skriða í skjól. Ég er enginn sérfræðingur á þessu sviði og hefi ekki hugmynd unr, hve lengi við þurfum að bíða, þangað til loft- ið hrynur yfir okkur. En þess heldur skulum við koma okkur í skjól sem fyrst. Það geta auðveld- lega orðið slys, þegar viðvaningar fást við sprengiefni. Guð minn góður, hvað ég vona, að Vincent bíði ofurlítið enn! Það væri bölvað, ef hann kæmi of Snemma, eftir allt þetta erfiði okkar." eftir DAVID HUME. „Ég veit í rauninni ekki, hvort ég á að skríða í skjól,“ sagði Clare lágt. „Því, sjáið 'þér til Mick, ég vildi heldur láta sprengja ,mig í loft upp en bíða eftir að spilinu sé lokið þama uppi.“ „Já, þá hefðuð þér þó þá ánægju, að Vincent hefði farið fimm þúsund kílómetra til einskis. En hvað aumingja Lefty litli yrði sorgmæddur! Fáið þér yður sígarettu, þrýstið yður vel upp í hom- ið og fáið yður ofurlítinn blund.“ Clare tók brosandi við sígarettunni. Skapið batnaði ofurlítið. Jafnvel minnsti vonarneisti örf- aði hana. Hún settist á gólfið í horninu og Mick stóð á milli hennar og eldavélarinnar. Þau höfðu bæði nóg að hugsa um. Mick gaf eldavélinni homauga við og við. Öll rörin hoppuðu upp og niður. „Ég skal ábyrgjast, að þér gleymið ekki þessu ferðalagi yðar til Englands, Clare,“ sagði hann. „Ég gleymi því aldrei. Maður fer ekki í svona ferðalag á hverjum degi. 1 sannleika sagt, Mick, ég man bráðum ekki lengur, hvemig lifið var, áður en ég kynntist yður.“ „Hefi ég verið svona leiðinlegur? Ætli það væri ekki gott að ég segði yður sögu eða syngi fyrir yður?“ „Ó, vitleysa, það var ekki það, sem ég meinti. Mér finnst bara ég aldrei hafa lifað, fyrr en ég hitti yður i Southamton. Haldið þér ekki, að yð- ur leiðist, þegar þér eruð búnir að ljúka við þetta mál?“ Mick brosti. Það var langt frá þvi, að hann væri viss um, að hann fengi tækifæri til að láta sér leiðast. Það var að minnsta kosti mjög vafa- samt. „Það verður varla langt, þangað til ég fæ eitt- hvað að berjast við. Við höfum aldrei fengið pen- ingana okkar fyrir ekki neitt. 1 hvert skipti, sem viðskiptavinur kemur til okkar, og við tökum að okkur starf, þá hækkar líftryggingafélagið alltaf trygginguna. En ég hefi gaman af því.“ Mick masaði um alla heima og geima til þess að fá Clare til að gleyma þvi, sem koma átti. „Haldið þér, að við þurfum að biða lengi, Mick? Ég vildi óska, að ég vissi, hvenær þetta skeður. Þá væri það ekki nærri eins slæmt.“ „Ekki það? Ég býst við, að það væri mikið verra. Það er sagt, að það versta við að vera hengdur, sé það, að maður veit nákvæmlega hvenær skrúðgangan kemur inn og sækir söku- dólginn í seinasta göngutúrinn." „Mick,“ sagði Clare. „Mig langar til að tala alvarlega við yður eitt augnablik." Hún dró hann niður til sin og stakk hendinni undir handlegg hans. „Ég veit ekki, hvemig þetta endar, en ef — ef eitthvað hræðilegt kemur fyrir, þá finnst mér, að þér verðið að vita, að mér finnst þér vera hreinasta fyrirtak." Hún þagnaði augnablik og dró andann þungt. „Þér hafið gert svo mikið fyrir mig,“ hélt hún hæglátlega áfram, „að það er ekki nægilegt að þakka fyrir það. Ég get ekki fundið nein orð v yfir það, sem mig langar til að segja. En þér skiljið, hvað ég á við, er það ekki?“ Mick leit undan og horfði á lampann, sem nú var alveg að deyja á. „Heyrðuð þér, hvað ég sagði, Mick?“ spurði Clare. „Ég er ekki vön að vera stórorð eða gefa tilfinningum mínum lausan tauminn. Ég myndi ekki hafa sagt þetta, ef það liti ekki út fyrir, að við deyjum bæði innan fárra mínútna, en ég vildi

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.