Vikan


Vikan - 31.07.1941, Síða 15

Vikan - 31.07.1941, Síða 15
VIKAN, nr. 31, 1941 15 Vinsœldir KELVIN-DIESEL vélanna byggist á mörgxun einstökum atriðum. Myndin sýnir hvernig hægt er að gera stimipilhreinsun án þess að hreyfa strokklokin; maður dregur stimpilinn út um sveifarhúsdyrnar og setur aftur á sama stað um sömu dyr. Þetta er eitt af þeim atriðum, sem gert hafa KELVIN- DIESEL vélarnar svo heimsfrægar. Ólafur Einarsson vélfrœðingur Sími 4340. Vesturgötu 53, Keykjavík. Símnefni KELVIN. Tvöföld ánægja af myndatöku. Framhald. af bls. 4. tekið fyrir að taka myndir af dönsum. Ég hefi líka heyrt get- ið um milljónamæring í New York, sem hefir tekið myndir af eldsvoðum síðan hann var í skóla, jafnt á degi sem nóttu. María stórhertogafrú í Englandi hefir sérstaka áhægju af að taka myndir af öllu, sem upp- skurðum og sáralækningum við- víkur, en hjúkrunarkona ein, sem ég þekki, hefir eitt miklum tíma árum saman í að taka myndir af flugum og fiðrildum. ' Það er ekki mest undir því komið, hvaða hlutur er valinn, heldur að eitthvað sé ákveðið og því fylgt fast eftir og ekki allt- af verið að skipta um. Reynið þetta sjálf og þér munuð hafa ánægju af því! Skrítlur. Bílstjóri bauð bónda að aka með sér í kappakstursbíl. Hraðinn komst upp í hundrað kílómetra á klukku- stund. Bíllinn rakst á tré og eyði- lagðist, en mennirnir sluppu, þótt ótrúlegt megi virðast, ómeiddir. — Bóndinn stóð á íætur og kveikti í pipunni sinni: ..Þetta er stórfenglegt," sagði hann. „En eitt skil ég ekki: Hvernig farið þér að því að stanza, þegar ekkert tré er nálægt?“ Maður, sem hafði unnið í veð- máli á kappreiðum, sagði vini sín- um frá þvi, að þar sem hann hefði ekkert vti á hestum, hefði hann fengið sér lista yfir keppendurna, lokað augunum og stungið í list- ann með prjóni. Hesturinn, sem hann hitti, vann hlaupið. „Betra gat það verið,“ sagði vinurinn, „ef þú hefðir stungið með gafli, þá hefurðu getað hitt þá þrjá fyrstu." Kay Hermann heldur á stærsta, óslípaða gimsteini heimsins, Vargas-steininum, sem er metinn á 2 milljónir dollara. Myndin var tekin rétt áður en farið var að höggva hann í New York. Stein- inum var skipt niður í tuttugu og þrjá litla steina. Strœtisvagnar tilkynna: Samkvæmt heimild póst- og símamálastjórnarinnar hækka fargjöld með vögnum vorum á leiðunum „Reykjavík innanbæjar og nágrenni“ frá og með 1. ágúst næskomandi að telja, um 5 aura hver gjald- flokkur. sportcrem inniheldur nú hina viðurkenndu amerísku sunarome-sólarolíu. sólarolía ver yður gegn sprungum, hrukkum og sólbruna.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.