Vikan


Vikan - 07.08.1941, Side 1

Vikan - 07.08.1941, Side 1
BLÓMASKEIÐ GRIKKJA í 1000 ár fóru fram heilög hátíðahöld — Ólympíu- leikarnir — hjá Forn- Grikkjum og styrjaldir hindruðu jafnvel ekki, að peir væru haldnir. Þar kepptu fræknir menn og fallegir og sýndu listir sínar guðunum til dýrðar. að var mikið um dýrðir í Grikklandi, þegar „heilagi mánuðurinn" gekk í garð. I heilt ár hafa 10 menn, hinir svoköll- uðu „Hellanodiker“, verið önnum kafnir við að undirbúa Ólympíuleikana. Á hverj- um degi frá sólaruppkomu til sólseturs hafa þeir verið samankomnir á skrifstof- um sínum í Ólympía á Peloponnesskaga. Þeir haf a tekið á móti umsóknum og athug- að heimildir umsækjendanna. Aðeins frjálsbomir menn af grískum uppruna máttu taka þátt í leikunum, og þeir urðu að hafa lifað heiðvirðu lífi. Þessara atriða var gætt mjög vel. Einu sinni sótti kon- ungssonur frá Makedoníu um leyfi til að taka þátt í leikunum, en honum var neitað, vegna þess að hann væri ekki grískur. Undirbúningnum er lokið. „Hellanodik- arnir“ hafa sent sendiboða í nafni hins heilaga Seifs til að bjóða öllum íbúum Hellas til þessara heilögu leika. I „hinum heilaga mánuði“ er aldrei stríð í Hellas. Ólympía er friðhelgur staður; þar má enginn bera vopn. Ef eitthvert ríki í Hellas réðist á Ólympíusvæðið, þá voru öll hin ríkin skyldug að refsa því, og gerðu það óspart. Framhald á bls. 3. Kringlukastarinn, eitt af frægustu líkneskjum fomaldarinnar. Það er eftir myndhöggyarann Myron (ca. 470 f. Kr.). Hann var sá fyrsti af grískum myndhöggvumm, sem gerði myndir af mönnum á hreyfingu.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.