Vikan


Vikan - 07.08.1941, Blaðsíða 5

Vikan - 07.08.1941, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 32, 1941 5 Riddarinn frá Richmond. Patterson hershöfðingi Norðurríkjanna hafði króað Johnston hershöfðingja Suðurríkjanna inni hjá Shenandoak. Ef hann hefði ekki verið óttasleginn og reikull í ráði, þá myndi hann hafa hindrað, að herdeild bandamanna sameinaðist her- sveitum Beauregards við Manassas. Sagnfræðingar skilja ekki, hvers vegna Patterson dró hersveitir sínar til baka, og gaf Johnston þannig tækifæri til að kom- ast burtu. Johnston kom til Manassas, rétt þegar bandamenn voru að hörfa þaðan. Það varð til þess, að þeir fengu sigur þarna. „Eitthvað“ hlýtur að hafa hrætt Patter- son, þegar hann hafði króað Johnston inni í dalnum. Það gæti hafa verið „Riddarinn frá Richmond“ .... Smásaga eftir Tom O’Brien. Saga pessi er byggð á sannsögulegum atburði írá styrjöldinni milli Norður- og Suður-ríkja Bandaríkjanna. Fort Sumter hafði fallið í apríl. Nú var komið fram í júlí. Þessa stundina var allt mjög óákveðið, allar hernaðaraðgerðir framkvæmdar með mikilli gætni og leitaðir uppi óvinir, sem voru bræður manns í gær. Bandamenn höfðu safnazt saman í Man- assas, sem er tæpar þrjátíu mílur frá Washington, og þar biðu Beauregard, Longstreet og Jackson eftir því, að Irwin McDowel hershöfðingi Norðurríkjanna gerði fyrsta áhlaupið. Norðurríkjamenn voru alveg öruggir, nema aðeins í Shenan- doak dalnum, þar sem fyrir var herfylki bandamanna undir forustu Joseph E. Johnston hershöfðingja. Ef Johnston tæk- ist að sameinast aðalhersveitum banda- manna fyrir utan Washington, þá gæti farið að kreppa að Norðurríkjamönnum. Hersveit með 20000 mönnum undir forustu Robert Pattersons hershöfðingja var fleyguð inn á milli hersveita Johnstons og vegarins til Manassas. Hann hafði fengið fyrirskipun um að koma í veg fyrir allar hreyfingar óvinanna í suður. En Patterson nuddaði við eilíft aðgerð- arleysi og var mjög óákveðinn. Alls konar kviksögur bárust um herbúðirnar, kvik- sögur um, hve fjölmennt lið Johnston hefði, liðsaukningu óvinanna og fyrirhug- aðar árásir þeirra. Ef hann gæti aðeins fengið áreiðanlega vitneskju um styrkleika Johnstons í dalnum fyrir neðan! Svo var það eina stormasama miðsumar- nótt, að undirliðsforingi hans fælði hon- um fréttir af reiðmanni úr óvinaliðinu, sem einn af varðmönnunum hafði skotið niður. „Á vestri veginum, herra,“ sagði liðs- foringinn. „Þeir hrópuðu og skipuðu hon- um að nema staðar og skutu, þegar skip- un þeirra var ekki hlýtt. Það var stúlka —,“ bætti hann við. Patterson stökk á fætur. „Stúlka?" „Hún var í karlmannsbuxum og skyrtu, herra. Vörðurinn vissi það ekki. Hún ligg- ur meðvitundarlaus í tjaldi Cassells læknis. Hann er að hjúkra henni. Hver er skipun yðar, herra?“ Patterson huldi andlitið í höndum sér. Efasemdir hans vöknuðu að nýju. Hún var án efa að fara með einhver skilaboð niður í dalinn til Johnstons. Skyldi hún vera að koma frá Beauregard? Hann leit upp. „Hafði hún riðið langt?“ „Föt hennar voru öll þakin leir, herra. Sennilega hefir hún riðið langt. Ef til vill frá Richmond.“ Patterson athugaði skjal fyrir framan sig. Hann leit^llt í einu upp. „Sendið Rawley yfirherforingja til mín undir eins,“ sagði hann. Patterson var búinn að ráða allt við sig, þegar ungi yfirforinginn kom inn í renn- blautum bláa frakkanum. „Rewley yfirforingi,“ sagði Patterson, „þér hafið verið árum saman í Suðurríkj- unum fyrir stríðið. I skjölunum, sem ég hefi, er mælt með yður í hvaða starf, sem vera vill. Þér þekkið Suðurríkjabúana og^ talið eins og þeir. Hér er starf fyrir yður‘ til að leysa af hendi.“ Hann sagði yfirforingjanum í flýti frá áformum sínum. Þeir hefðu fengið nokkra einkennisbúninga Suðurríkjamanna, þegar ein af „Bláu hersveitunum“ af tilviljun rakst á smáútvarðastöð Suðurríkjanna í hæðunum. Rawley gæti farið i einn þeirra t,iniMiiimii 11 ■ I■ 11■■ 11■ 11■ I■ 11I■■ I■ IIIuI■■■■■ 11 ■■ I ■■■ I■■■■■■■ lill Vitið pér pað? Íl. Hver kom á fyrsta tíundargjaldl til I kirkjunnar á Islandi ? i | 2. Hvar er borgin Odessa? 1 i 3. Hvar eru Kinnarfjöll? | | 4. Hvað þýðir ,,Anno Domini“? | 5. Hvenær reyndu menn fyrst að fljúga, = svo að sögur fari af? = 6. Hvar er Afghanistan? | 7. Hvar var fyrsti biskup Norðlendinga? | i 8. Hvar er eyjan Madagaskar? | 9. Hverjum veitti konungurinn árið 1490 í verzlunar- og veiðileyfi við Island? i 10. Hvar er eyðimörkin Sahara og hvað er I = hún stór? § I Sjá svör á bls. 14. ''fiin 11111111111111111111 iii ii iii 111111111111111111111111 ii og beðið við rúm stúlkunnar, þangað til hún raknaði við. Hann átti að reyna að veiða upp úr henni sérhver skilaboð, sem hún væri með fyrir Bandamennina. Nokkr- ir aðrir gátu farið í einkennisbúninga Suðurríkjanna og verið hjá honum. Hann væri sá eini, sem ætti að tala. Það væri mjög mikilsvarðandi, að þetta tækist. Stúlkan var enn meðvitundarlaus, þegar Rawley kom inn í tjald Cassells læknis. „Það er engin lífsvon fyrir hana,“ sagði læknirinn. „Skotið hefir hitt hana neðar- lega í hrygginn. Hún getur aðeins lifað fá- einar klukkustundir.“ Stúlkan var mjög falleg. Það glitraði á brúna hárið hennar í skininu frá lampan- um. Andlit hennar, sem nú var búið að þvo, var líkt andliti barns, sem sefur vært eftir að hafa leikið sér allan daginn. Raw- ley stóð hjá henni í skrautlegum einkennis- búningi Suðurríkjayfirforingja, sem féll alveg að honum. Skemmtilegt ævintýri, hugsaði hann, um leið og hann horfði á brjóst hennar liftast upp og falla aftur niður. Suðurríkin gátu verið hreykin af henni. Það var ekki hætt að rigna. Rawley benti mönnunum að fá sér sæti. Þeir kunnu ekki við sig í þessum einkennisbúningum. Þeim fannst líða heil eilífð, þangað til stúlkan fór að bæra á sér. Andlit hennar skalf af kvölum. Rawley spratt upp og beygði sig yfir hana. Stúlkan, sem gerði sér nú fullkomlega ljós meiðsli sín, kreppti hnefana í kvalaköstunum. Hún opnaði aug- un og leit hægt í kringum sig í skugg- sýnu tjaldinu. Hún starði á Rawley og síð- an á mennina, sem sátu inni í tjaldinu. Síð- an leit hún aftur á yfirforingjann og brosti í gegnum tárin. „Heppnaðist mér það?“ muldraði hún. Rawley laut nær henni og þurrkaði svit- ann af enni hennar. ,,Já, yður heppnaðist það,“ svaraði hann blíðlega. „Norðurríkjamennirnir skutu á yður nálægt ánni. Einn af útvörðunum okkar fann yður. Þér hafið særst illa.“ Hendi hennar greip hendi Rawleys og hélt henni fast. Hann fann, hvernig hún skalf af kvölum. „Farrar yfirforingi — John Farrar,“ Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.