Vikan


Vikan - 07.08.1941, Blaðsíða 15

Vikan - 07.08.1941, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 32, 1941 15 „H. M. S. King George V.“ er eitt af nýjustu og stærstu orustu- skipum Breta. Það er útbúið með risastórum, ferföldum 14 þumlunga fallbyssum og sérstökum 5,25 þumlunga fallbyssum. Major Áttlee innsiglisvörður heimsækir brunaliðssveit. Major C. R. Attlee innsiglisvörður sést hér vera að tala við menn úr bif- hjólasveit slökkviliðsmanna í London, þegar hann heimsótti aðal- bækistöðvar þeirra í London. ]/)að er a/veg dteíðan/egí/ I Englandi er til veitingahús, sem hefir uppljómað.fiskabúr með marglitum fiskum í staðinn fyrir þak. í Boise í Idaho er veit- ingahús, sem engir þjónar eru í. Gestim- ir velja réttina af hreyfanlegum renningi, sem rennur meðfram borðunum og öllum matnum er raðað á. * Það eru mörg dæmi þess, að hænur verpi fúlum eggjum. Þetta getur komið fyrir, þegar hæna, sem ætlar að fara að verpa, verður mjög hrædd og verpir þá ekki egg- inu fyrr en 3—4 dögum seinna. * Eftirspurn eftir einkennilegum og van- sköpuðum mönnum til að sýna í „cirkus- um“ hefir aukizt mjög mikið. Nú hefir verið sett á stofn efnarannsókna- - stofa í Mið-Evrópu, þar sem náttúr- unni er hjálpað til að framleiða van- skapað fólk. Fyrir skömmu átti að fara að búa til dreng með fuglshöfuð. Þrem vikum áður en fyrsta ítalska sprengjan féll í Abessiníu árið 1935 auglýstu ítölsk ferðafélög ódýrar ferðir til hinna nýju ítölsku landa í Afríku með svofelldum orðum: Ferðamenn! Árið 1936 önnumst við sérstakar ferðir frá Milano til Addis Abeba. Heimferðin er um Eritreu og Libyu. Heimsækið fyrrverandi kon- ungsríki Negusar! Sovjet-Rússland lætur í ljósi hatur sitt til Zaranna, með því að breyta áletruninni á líkneski Alexanders III. á „Byltingartorginu" í Leningrad. — Áletrunin, sem nú er á líkneskinu, hljóðar þannig: „Sonur minn og fað- ir minn voru teknir af lífi og sjálfur stend ég hér eins og fugláhræða úr steypujárni í landinu, sem um tíma og eilífð hefir kastað oki harðstjórnar- innar af sér.“ M. F. A. gefur út bókina Out of the Níght Menningar- og fræðslusamband alþýðu hefir ákveðið, að þriðja bók þess á þessu ári verði hin mjög umtalaða sjálfs- æfisaga Jan Valtins, „Out of the Night“. Upplagið verður takmarkað við tölu félagsmanna og þeirra, sem kunna að vilja gerast áskrifendur að þessari bók sérstaklega. Þeir, sem vilja tryggja sér að fá þessa bók, gefi sig fram sem fyrst við skrifstofu M. F. A. í Reykjavík, sími 5366, eða við umboðsmenn þess úti um land. Þeir eru 800 dollara virði hvor. ■■■■■■• Myndin er af konu Charles S. Harrimans frá Auburn í Washing- ton. Hún heldur á tveimur fyrstu „chinchillunum“, sem fæðst hafa í Bandaríkjunum og eru 800 dollara virði hvor. „Chinchillar" eru komnir frá Suður-Ameríku og skinn þeirra hafa verið flutt mikið til Evrópu. Að útliti eru þeir eins og blendingur af mús og héra og líkjast einna mest litlum kaninum með löng, loðin skott.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.