Vikan


Vikan - 07.08.1941, Qupperneq 3

Vikan - 07.08.1941, Qupperneq 3
VIKAN, nr. 32, 1941 3 FramhaJd af fyrstu síðu. í brennheitum. ágústmánuðinum, milli kornuppskerunnar og vínuppskerunnar, komu grískumælandi menn frá ýmsum stöð- um saman á Peloponnes. Ekkert gat hindrað Ólympíuleikana. Þegar her Persa streymdi inn í landið árið 480 f. Kr., bað Leon- idas Spartverjakonungur um liðsauka rétt fyrir orustuna í Laugaklifi. Honum var neitað um það, vegna þess að þá stóðu Ólympíuleikarnir einmitt sem hæst. Leikarnir voru haldnir til dýrðar æðsta guði Grikkja, Seifi. ’Alls konar menn komu þarna saman. Kaupmenn og iðnaðarmenn voru með, því að aldrei var betra tækifæri til að hitta fólk en þá. Á meðal manna gengu gullfallegir grískir unglingar og krafta- jötnar, sem iðuðu af spenningi eftir að fá að reyna sig við and- stæðinga sína. Til Ólympíu láu 7 vegir. Á hátíðastaðnum var Seifshofið merkilegast. 1 því var eitt af furðuverkum heimsins, líkneski Fidíasar af guðinum. Sumir gestanna sváfu á gistihúsinu í nágrenninu, en flestir urðu að liggja í tjöldum. Ólympíuleikarnir stóðu yfir í 5 daga. Á fyrsta deginum voru Seifi færðar fórnir, síðan unnu þátttakendur og dómarar eið við líkneski Seifs og var þá dregið um, hverjir skyldu etja kapp saman. Um kvöldið ræddust gamlir vinir við og ýmislegt var skrafað. Keppendurnir hlustuðu skjálfandi á seinustu heilræði þjálfara sinna. Nóttin var varla hálfliðin, þegar einstaka menn fóru að tínast út úr tjöldunum. Fólkið fór til að ná í beztu sætin. Við sólarupprás voru 50000 sæti skipuð og þá byrjuðu leikarnir. Þrjá næstu daga stóðu leikarnir yfir og áhorfendurnir hylltu sigurvegarana óspart. Byrjað var á keppni í hlaupum. Það voru margs konar hlaup, en mestan áhuga höfðu menn fyrir 192 m. hlaupinu. Á okkar dögum er það líka viðurkennt, að á þeim spretti nái menn mestum hraða. Svo voru líka 400 m. og 4000 m. hlaup. Á Ólympíuleikunum var aldrei hlaupið lengra hlaup en 4000 m. Maraþonhlaupið var ekki til í leikunum, eins og þeir voru þá. Næsti liðurinn er hnefaleikar og glíma. Háir og útlimaþrekn- ir menn koma inn á sjónarsviðið allir makaðir í olíu, svo að húðin springi ekki í hitanum og stráðir sandi, svo að hægt sé að ná góðum tökum á mótstöðumanninum. Glíman var ómannúðlegur leikur til forna. Mörg tök voru leyfð þá, sem Efsta myndin: Ólympíuleikarnir voru haldnir til dýrð- ar guðnum Seifi. Nú á dögum eru Ólym- píuleikarnir haldnir til dýrðar íþróttunum sjálfum. Myndin til hægri: Ungi hlauparinn Ladas á að taka á móti lárviðarsveig, eftir að hafa unnið hlaup, en þá dettur hann dauður niður. Áður fyrr hlupu menn í sandi og það var mjög erfitt. Myndin til vinstri: Gliman var einn af aðalþáttum Ólympíu- leikanna, en keppnin var mikið ofsafyllri en nú á dögum.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.