Vikan - 07.08.1941, Side 9
VIKAN, nr. 32, 1941
9
FRÉTTAMYNDIR
Vélahernaðurinn. Vélahergögn hafa mjög mikla þýðingu í nútímahernaði. Bretar eru að æfa stórar
skriðdrekasveitir. Mynd þessi sýnir brezka skriðdrekasveit.
Frú Ruth Mitchell Knowles,
systir Billy sáluga Mitchell hers-
höfðingja í Bandaríkjunum, var
sjálfboðaliði í her Júgóslava. Frú
Mitchell Knowless er útlærður
skipstjóri.
„Silfur fingurbjargir“ kaupa sjúkraflugvélar. „Silfur fingurbjarga"-
sjóðurinn hefir útvegað tvær nýjar sjúkraflugvélar, sem kostuðu
10000 pund. Þær hafa verið afhentar brezka flugflotanum og munu
brátt verða teknar í notkun. Mynd þessi sýnir formlega afhend-
ingu flugvélanna. Lady Maud Carnegie afhendir H. E. Whittingham
varaflugmarskálki þær.
Hertogafrúin af Gloucester skoðar bifhjólasveit. Á samkomu i St.
James Palace í London, sem haldin var í tilefni af „Rauða kross deg-
inum“, sýndi hertogafrúin af Gloucester mikinn áhuga á bifhjóla-
sveitum Rauða krossins. Á myndinni sést hertogafrúin vera að
skoða eitt af bifhjólum Rauða krossins, sem er útbúið með öllum
nauðsynlegum hjúkrunartækjum.
\ j
G. Hawland Shaw stjómmálamað-
ur og sérfræðingur Bandaríkja-
stjórnar í Asíu-málefnum hefir
verið gerður að aðstoðarráðherra
óg mun aðstoða Cordell Hull ut-
anríkismálaráðherra.
Menn úr flugher brezlta flotans. Eftir því sem líður á stríðið verð-
ur flugher brezka flotans stöðugt þýðingarmeiri í öllum hernaðar-
aðgerðum á sjó. Þessir djörfu flugmenn áttu mikinn þátt í að
sökkva þýzka orustuskipinu ,,Bismarck“, eftir að hafa uppgötvað
það og elt dægrum saman. Myndin er tekin um borð í brezku flug-
vélamóðurskipi.
Mikill ótti varð í Nýja-Englandi,
þegar tundurdufl sást á reki 50
metra frá Winthrop ströndinni. -—
Hernaðaryfirvöldin sendu her-
menn þangað, en á meðan drógu
strandgæzlumenn þennan 100 kg.
bolta í land, og kom þá í ljós, að
þetta var æfinga-tundurdufl, og
hafði rekið úr höfninni i Boston.