Vikan


Vikan - 07.08.1941, Side 12

Vikan - 07.08.1941, Side 12
12 VIKAN, nr. 32, 1941 ,,Mér dettur í hug hugmynd, sem getur sparað ohkur mikinn tíma,“ sagði Vincent. „Verið þið héma kyrrir og hafið gát á öllu. Ég fer út í bíl- inn, áður en Evans og ruslaralýður hans fer. Ég hefi dálítið í ferðatöskunni minni, sem ég get notað núna. Þið skuluð bíða hér. Ég verð ekki nema 3—4 mínútur." „Hvað ætlið þér að gera, foringi ?“ spurði Fino skelkaður. Honum leizt ekki á að vera skilinn eftir. ,,Ég hefi dálítið í bílnum, sem fullkömnar verkið. Þegar ég fór hingað, þá fannst mér, að það gæti verið gott að hafa með sér eina litla sprengju. Nú sæki ég hana. Við köstum sprengj- unni inn í eldhúsið, og þá getum við verið örugg- ir. Það er venja mín að ganga vel frá málefnum mínum, og þetta finnst mér gæti verið glæsi- legur endir.“ „Það er satt,“ sagði Fino með aðdáun. „Þér hafið hugsun á öllu og eruð alltaf öðrum fremri.“ „Þess vegna hefi ég komizt svona hátt. Standið þið nú kyrrir og gætið að því, að ekkert komi fyrir.“ Mick heyrði fótatak Vincents deyja út. Nú var stundin komin, hugsaði hann. Nú var annað hvort að hrökkva eða stökkva. Hann spratt upp með byssuna í hendinni. „Kastið þið byssunum og upp með hendurnar!“ hrópaði hann. Crossley gapti og augun ætluðu út úr höfðinu á honum. Hann sleppti takniu á byssunni sinni, og hún datt á gólfið. Fino starði á hann. „Guð komi til!“ hvíslaði hann. „Hvaðan kom- ið þér?“ Það var engin furða, þótt þetta kæmi þeim á óvart. Andlit Micks var alþakið blóði. Augun virtust glampa óeðlilega. Jakki hans, vestið, skyrtan, flibbinn og bindið var allt gegndrepa af blóði og enn draup blóðið úr skrámunum i andliti hans. Hann var ásýndum eins og ófreskja. En hendin, sem hélt á byssunni var engin imyndun. Hún var kaldur veruleikinn. Og svipur hans, sem var hálf brjálæðislegur, bar vott um, að hann mundi þá og þegar hleypa af. Fingur Finos urðu máttlausir, og byssan hans datt á gólfið. Hné Crossleys skulfu undir honum. Hann starði s.töðugt á Mick, eins og hann sæi draug. „Haldið höndunum uppi, þangað til ég kem til ykkar," skipaði Mick, „og munið eftir því, að taugar mínar eru spenntar til hins ýtrasta. Mér væri ekki hið minnsta á móti skapi að skjóta ykkur. Ef annar hvor ykkar hreyfir svo mikið sem litlafingurinn, þá hleypi ég af.“ Hann skreið yfir múrsteinana með bareflið i vinstri hendinni og byssuna í þeirri hægri í áttina til þeirra. Fino horfði með athygli á hann og beið eftir tækifæri. En hann fékk það aldrei. Þegar Mick reis á fætur og gekk til þeirra, gátu þeir báðir séð, að hér dugðu engar rökræður. Cross- ley fannst hann finna heitt blýið í maganum. „Gangið eitt skref aftur á bak frá byssunum,. skipaði Mick. Mennirnir hlýddu umsvifalaust. Þeir höfðu ekki minnstu löngun til þess að berjast. Fino var engin raggeit, en hann vissi, þegar hann var undir. „Snúið svo bakinu í mig og látið loga á vasa- ljósinu. Flýtið ykkur, eða ég spýti blýinu á ykkur.“ Mennimir sneru sér hægt við. Næsta hreyfing Micks var eldfljót. Þunga bareflið hans féll tvisv- ar. I bæði skiptin datt maður, eins og tré, sem verið er að fella. Mick vissi, að þetta var nóg handa þeim. Áður en Fino skall niður, greip' Mick vasaljósið. Þegar hann stóð þarna, fannst honum gólfið risa upp og ætla að gefa honum utanundir. Hann barðist við þoku, sem stöðugt sótti fyrir augu hans. Gæti hann aðeins hugsað skýrt í fimm mínútur, og vilji hans væri nógu sterkur til að halda byssunni stöðugri! Hann kastaði bareflinu frá sér og beið. En brátt fannst honum of tómlegt að standa kyrr i auðum ganginum. Honum datt líka annað í hug. Lefty Vincent var á leiðinni með sprengju. Af tilliti til Clare, sem lá meðvitundarlaus í eyðilögðu eldhúsinu, varð hann að sjá um, að Vincent kæmi ekki of nærri. Þess vegna steig hann yfir föllnu mennina, slökkti á vasaljósinu og læddist eftir dimrnum ganginum og þreifaði fyrir sér með olnbogunum. VIPPA-SÖGUR Vippi bjargar mannslíli. ----- BARNASAGA. ---- P yrst eftir að strákurinn hann Gísli 1 misþyrmdi Vippa litla í læknum og var nærri búinn að gera út af við hann með því að meina honum að komast upp úr aftur, gætti Vippi þess, að verða ekki á vegi hans eða hinna systkinanna: Jónasar, Ivars og Diddu. Vippi gat þó ekki annað en hugsað oft um þau. Honum var hlýtt til þeirra allra, nema Gísla og þótti meira að segja innilega vænt um Diddu, leiksystur sína. En hvernig stóð á því, að Gísli var svona vondur og vera bróðir þeirra ? Það var sama, hve mikið Vippi hugsaði um þetta, hann gat aldrei skilið það. Fyrr mátti nú vera en fyllast slíkri illsku, þótt hann hrópaði húrra í mesta sakleysi, þegar Ivar setti mark hjá Gísla! — Vippi var helzt að hugsa um að kveðja Silungavatn og tjaldbúana sina vegna þess, hvernig komið var á milli þeirra Gísla. En þá kom fyrir atburður, sem breytti því áformi hans. Kvöld eitt í kalsaveðri kom Jónas heim að tjaldinu, sem Vippi var í, og spurðist fyrir um það, hvort Gísli hefði sézt þar um daginn. Enginn af tjaldbúunum hafði séð hann, og fór Jónas við svo búið og gaf ekki skýr- ingu á því, hvers vegna hann spurði. Seinna um kvöldið, þegar Vippi og tjaldbúarnir ætluðu að fara að sofa, kom Kristján, faðir Gísla, hlaupandi. Þau urðu hissa, af því að þau sáu, að honum var eitthvað mikið niðri fyrir. „Er nokkuð að, Kristján ?“ spurði Hörður, þegar hann var kominn til þeirra. „Já, ekki get ég neitað því. Við erum orðin hrædd um hann Gísla. Hann hefir verið ákaflega undarlegur siðustu dagana og farið mikið einför- um og ekki viljað leika sér við hin systkinin stn. Hann hefir oftast verið allan daginn einhvers staðaf að flækjast, en þó alltaf komið heim að borða nema núna. Klukkan er orðin svo margt, að við erum orðin dauð- hrædd um hann, af því að hann hefir ekki sést síðan í morgun. Ég þori því ekki annað en að fara og leita hans. En konan mín má til að vera í tjaldinu hjá hinum börnunum, svo að ég kom til þess að vita, hvort þið vilduð kannske hjálpa mér að leita að honum.“ „Það er alveg sjálfsagt," sagði Kata og hin tóku strax í sama streng. Og svo fóru þau öll að leita að Gísla og skiptu sér og Vippi fylgdist með Kötu. Þau leituðu í tvo klukkutíma, en það bar engan árangur. Þegar hópurinn hittist aftur við tjald Kristjáns, var fyrst af öllu spurt um það, hvort Gísli væri kom- inn heim. En móðir hans, sem var mjög sorgbitin, kvað svo ekki vera. Faðir hans fór þá enn af stað, þótt hann ekki vissi, hvert halda skyldi. En Vippi og tjaldbúarnir fóru heim til sin og voru lengi að skeggræða um, hvað gæti hafa orðið af drengn- um. Svo lögðust þau til hvíldar. En Vippi gat ekki sofnað. Hann var alltaf að hugsa um Gísla. Hafði hann kannske farið eitthvað langt og fótbrotnað og ekki komizt heim þess vegna ? Hann gat líka hafa dott- ið í stóru ána, sem var talsvert langt frá tjöldunum, og væri ef til vill drukknaður, af því að hann kunni ekki að synda. Aumingja Gísli! Þótt hann hefði verið vondur við Vippa, kenndi hann í brjósti um Gísla og foreldra hans og systkini. Vippi lá vakandi og braut heilann Vippi hljóp beint af augum yfir holt og hæðir. um þetta allt saman, en allir hinir tjaldbúarnir voru sofnaðir. Allt í einu datt Vippa nokkuð í hug. Hann skreið varlega úr svefn- pokanum sínum og læddist út. Það var orðið bjart aftur. Vippi hugsaði sig dálitla stund um og svo hljóp hann af stað. Hann fór yfir lækinn og gegnum skóginn og upp á hæð og yfir hana. Þangað hafði enginn af leitarmönnunum farið. Vippi hljóp beint af augum, rétt eins og hann vissi upp á sina tiu fing- ur, hvert halda skyldi. Lóksins nam hann staðar og horfði athugulum augum fram fyrir sig. Þar voru margar mógrafir, fullar af vatni. Vippi gekk fram með mógröfunum og þurfti ekki lengi að leita. Þarna sá hann rauða blússu til- sýndar úti i vatninu. Það var ekki um að villast! Hún var auðþekkt þessi blússa! Þetta var áreiðanlega hann Gisli, aumingja drengurinn, og líklega drukknaður. En því var hann. þá ekki sokkinn? Vippi skildi ekkert í því. „Gisli! Gísli, ertu lifandi?" hróp- aði Vippi. En hann fekk ekkert svar. Vippi sá, að einn gat hann hér ekkert gert og sneri því heim, tii þess að láta vita, hvað hann hafði fundið. Aldrei hafði Vippi hlaupið eins hart á ævi sinni. Það var ekki alveg víst, að Gísli væri dáinn og því var um að gera að flýta sér, hugsaði Vippi og hann hljóp eins og mest hann mátti. Þegar Vippi kom að tjaldi Krist- jáns var veslings maðurinn nýkom- inn þangað, til þess að vita, hvort Gísli væri búinn að skila sér. Kona hans var hnipin af sorg út af hvarfi drengsins og hafði grátið. Þau urðu mjög undrandi, þegar Vippi kom hlaupandi og sagði þeim tíðindin. Kristján beið ekki boðanna. Hann tók Vippa litla upp og hljóp með hann af stað til mógrafanna. Þegar þangað kom, synti hann út að Gisla og náði I hann. Það var ekki að sjá, að nokkurt lífsmark væri með drengnum. Faðir hans tók þegar að gera lífgunartilraunir á honum og eftir tíu eða fimmtán mín- útur raknaði hann við. Þá bar Kristján son sinn heim í tjaldið og þið getið nærri, hve móð- irin var fegin að heimta drenginn sinn úr helju. Þau þökkuðu Vippa með fögrum orðum fyrir liðveizluna og svo fór hann í tjaldið sitt, glaður yfir þvi að hafa getað launað illt með góðu á svo áþreifanlegan hátt.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.