Vikan


Vikan - 07.08.1941, Side 14

Vikan - 07.08.1941, Side 14
14 VTKAN, nr. 32, 1941 viðstaddir, heilsuðu mér brosandi, þegar ég kom inn. Ég settist kyrrlátlega á stól. Hautet var mjög nákvæmur í yfirheyrslunni, en þó tókst honum ekki að leiða neitt þýðingarmikið í Ijós. Auguste játaði, að hann ætti garðvettlingana. Hann notaði þá, þegar hann var að fást við rósa- tegund, sem hægt var að fá útbrot af. Hann gat ekkert sagt um, hvenær hann hefði seinast verið með þá. Nei, hann hafði ekki saknað þeirra. Hvar hann var vanur að geyma þá? Stundum hér og stundum þar. Skóflan var venjulega í litla áhalda- skúrnum. Var hann læstur? Auðvitað var hann læstur. Hvar var lykillinn geymdur. A nagla undir burstinni. Þar var ekkert, sem var þess virði að stela því. Hver hefði getað átt von á rænihgjahóp eða launmorðingjum ? Slíkt gerðist ekki í hans ungdæmi. Þegar Hautet gaf merki um, að yfirheyrslunni væri lokið, fór gamli maðurinn óánægður út. Mér hafði dottið í hug þessi óskiljanlegi áhugi Poirots fyrir sporunum í blómabeðinu og horfði því með athygli á garðyrkjumanninn, á meðan verið var að yfirheyra hann. Annað hvort var hann ekkert við glæpinn riðinn, eða þá að hann var með af- brigðum góður leikari. Allt í einu, um leið og hann var að fara út, kom mér nokkuð til hugar. „Fyrirgefið þér, Hautet,“ sagði ég, ,,en má ég spyrja hann nokkurra spuminga?" „Með ánægju, herra minn!“ Mér óx fiskur um hrygg og spurði Auguste: „Hvar geymið þér stígvélin yðar?“ „Á fótunum," urraði í gamla manninum. „Hvar ætti ég að hafa þau annars staðar?" „Já, en þegar þér háttið á kvöldin?" „Undir rúminu." „En hver hreinsar þau þá?“ „Enginn. Hvers vegna ætti að hreinsa þau? Haldið þér, að ég gangi fram og aftur á strönd- inni eins og ungu mennimir? Á sunnudögum er ég i sunnudagastígvélunum mínum, en virka daga ..." Hann yppti öxlum. Ég hristi vonsvikinn höfuðið. „Ja-há,“ sagði rannsóknardómarinn, þegar garðyrkjumaðurinn var farinn. „Okkur gengur ekki rétt vel. En við getum verið rólegir, þangað til við fáum svarið frá Santiago. Hefir nokkur ykkar séð Giraud? Hann er sannast að segja mjög ókurteis. Mig langar mest til að fara til hans og ..." „Þér þurfið ekki að fara langt.“ Við hmkkum við, þegar við heyrðum þessa ró- legu rödd. Giraud stóð fyrir utan og gægðist inn um opinn gluggann. Hann hoppaði liðlega inn og gekk að borðinu. . „Hér er ég. Ég bið afsökunar á að hafa ekki komið fyrr.“ „Það var ekkert — alls ekkert," sagði rann- sóknardómarinn ruglaður. „Að vísu er ég aðeins leynilögreglumaður og hefi enga þekkingu á yfirheyrslum. En ef ég væri að yfirheyra, þá myndi ég hafa gluggann lokað- an. Hver, sem er fyrir utan, getur heyrt allt. Jæja, það er nú sama.“ Hautet roðnaði af reiði. Það var um það bil að brjótast út styrjöld milli þeirra. Þeim hafði aldrei samið. Þeir höfðu ímugust hvor á öðrum. „Jæja, herra Giraud," sagði rannsóknardómar- inn hvasst. „Þér hafið vafalaust notað tímann vel. Þér hafið án efa fundið nöfn morðingjanna, eða er ekki svo? Og þér vitið lika nákvæmlega, hvar þeir eru núna?“ Þetta fékk ekki hið minnsta á Giraud, og hann svaraði: „Ég veit að minnsta kosti, hvaðan þeir komu." „Hvað segið þér?“ Giraud tók tvo smáhluti upp úr vasanum og lagði þá á borðið. Við þyrptumst að. Það voru tveir mjög algengir hlutir: sígarettustubbur og óbrennd eldspýta. Leynilögreglumaðurinn sneri sér að Poirot. „Hvað sjáið þér þamá?" spurði hann. Málrómur hans var næstum ruddalegur. Ég eld- roðnaði af reiði. En Poirot tók þessu með still- ingu. Hann yppti öxlum. Vikunnar. Lárétt skýring: 1. lof. — 4. láta. — 7. gleðst. — 10. viður. — 11. illúð. — 12. gólf. — 14. innsigli. — 15. tottaði. — 16. mild. — 17. tónn. — 18. fjáröflun. — 19. skegg. — 20. stúlku. — 21. greið. — 23. húsdýr. — 24. tré. — 25. á fætinum. — 26. pláneta. — 27. fjöl. — 28. stefnu. — 29. prís. — 30. skipi. — 32. forsetning. — 33. vagn. ■— 34. útlaga. — 35. líta. — 36. hóll. — 37. hljóp. — 38. lof. — 39. skipsuppsátur. — 41. hljóð. — 42. jarðvegur. — 43. nytjalandi. — 44. bæta. — 45. vantar. — 46. greinir. — 47. götu. — 48. ræfil. — 50. ræði. — 51. korn. — 52. viðbót. — 53. dreifi. — 54. flóki. — 55. kvistur. — 56. hlass. — 57. muldra. ■— 59. sneru. — 60. fuglar. — 61. græddu. — 62. fljótinu. — 63. hæðir. ■— 64. skýjavæta. Lóðrétt skýring: 1. höfðingjasnið. — 2. þak. — 3. fór. — 4. raft. — 5. skógardýr. — 6. tónn. — 7. tímarit. — 8. þyngdareining. — 9. kind. — 11. sár. — 12. slétta. — 13. eymd. — 15. birta. — 16. samgróningur. — 17. ill. — 18. fjallið. — 19. sætt. — 20. hryssa. — 22. fætt. — 23. þráður. ■— 24. morð. — 26. syni. — 27. afkvæmi. — 29. óstöðugt. — 30. snjó. — 31. sía. — 33. ílát. —• 34. fugl. — 35. botn. — 36. fæðingu. — 37. illmælis. — 38. átt. — 40. dragir. ■—■ 41. rófa. — 42. þíða. — 44. sjó. — 45. yfir- byggingu. — 47. efa. — 48. skrökvuðu. — 49. hljóðir. — 51. ögrun. — 52. sálir. — 53. fjöldi. — 54. erfið. — 55. kvenheiti. — 56. heiðurinn. — 58. vafstri. — 59. ný. — 60. kærleikur. — 62. for- setning. — 63. feður. Lausn á 99. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. lóan. — 4. ræma. — 7. verk. — 10. ört. — 11. kisa. — 12. gala. — 14. na. — 15. last. — 16. sorg. — 17. fa. — 18. sarp. — 19. sáta. — 20. kal. — 21. urmul. — 23. mata. — 24. vond. — 25. hein. — 26. hert. — 27. þang. — 28. lið. — 29. klif. — 30. buna. — 32. ið. — 33. gras. — 34. göm. — 35. kl. — 36. blóð. — 37. kost. — 38. kjá. — 39. aflóa. — 41. fall. — 42. þröm. — 43. rjóð. — 44. reku. — 45. frár. — 46. bát. — 47. víla. — 48. glas. — 50. rr. — 51. kend. — 52. grís. — 53. dá. — 54. þora. — 55. slök. — 56. mög. — 57. Njörð. — 59. áköf. — 60. laga. — 61. nom. — 62. árið. — 63. götu. — 64. aðfinnslu- semina. Lóðrétt: 1. Lönguhliðarbrenna. — 2. Óra. —. 3. at. — 4. risp. — 5. æst. — 6. M. A. — 7. vara. — 8. elg.----9. ra. — 11. karl. — 12. gota. — 13. vald. — 15. laun. — 16. satt. — 17. fang. — 18. smið. — 19. sarf. — 20. kona. — 22. reið. — 23. meis. — 24. vann. — 26. hlað. — 27. þurt. — 29. króa. — 30. bösl. — 31. flám. — 33. glóð. — 34. golu. — 35. kjör. — 36. blót. — 37. kaka. — 38. krás. — 40. fjár. — 41. feld. — 42. þras. — 44. rina. — 45. flík. — 47. verð. — 48. gröf. — 49- fága. — 51. komi. — 52. glöðu. — 53. dögun. — 54. þörf. — 55. skil. — 56. mati. — 58. joð. — 59. árs. — 60. löm. — 62. án. — 63. ge. „Sígarettustubb og eldspýtu." „Hvað skýrir það fyrir yður?" Poirot yppti aftur öxlum. „Það skýrir ekkert fyrir mér.“ „O-hó!" sagði Giraud og var mjög ánægður með sjálfan sig. „Þér hafið ekki lagt stund á þau fræði. Þetta er ekki venjuleg eldspýta, að minnsta kosti ekki í þessu landi. Svona eldspýtur em al- gengar í Suður-Ameríku. Til allrar hamingju hefir ekki verið kveikt á henni, því að þá hefði ég ef til vill ekki þekkt hana. Það liggur í augum uppi, að annar mannanna henti frá sér sígarettu- stubbnum, og um leið og hann kveikti sér í nýrri sigarettu, þá missti hann éina eldspýtu." „Og hin eldspýtan?" spurði Poirot. „Hvaða hin eldspýta?" „Sú, sem hann kveikti í sígarettunni með. Þér hafið þó líklega fundið hana líka?" „Nei.“ „Ef til vill hafið þér ekki leitað nógu vel.“ Andartak leit út fyrir að leynilögreglumaðurinn ætlaði að verða æfur af reiði, en hann stillti sig þó. „Þér hafið gaman af að gera að gamni yðar, herra Poirot. En hvað sem um eldspýtuna er að segja, þá nægir sígarettustubburinn. Þetta er sígaretta frá Suður-Ameríku úr svokölluðum „lakkrispappír"." Poirot hneigði sig. Fulltrúinn sagði: „Renauld hefir getað átt sígarettuna og eld- spýtuna. Þér verðið að muna eftir því, að það em aðeins tvö ár siðan Renauld kom frá Suður- Ameríku." „Nei,“ sagði leynilögreglumaðurinn og var nú búinn að fá sjálfsálit sitt aftur. „Ég er þegar bú- inn að rannsaka muni Renaulds. Sígarettumar og eldspýtumar hans era allt öðru vísi.“ „Finnst yður það ekki undarlegt,“ spurði Poi- rot, „að þessir ókunnugu menn skyldu koma hing- að vopnlausir, hanzkalausir, skóflulausir og skyldi takast að finna þetta allt svona auðveldlega?“ Giraud brosti. „Jú, satt er það, undarlegt er það. Og það er ekki hægt að útskýra þetta nema með þeirri hug- mynd, sem ég hefi.“ „Ó,“ sagði Hautet. „Einhver meðsekur í hús- inu!“ „Já, eða utan við' húsið," sagði Giraud og brosti einkennilega. Svör við spurningum á bls. 5: 1. Gissur biskup Isleifsson, árið 1096. 2. 1 Rússlandi (við Svartahaf). 3. Inn með Skjálfandaflóa vestanverðum. 4. Á því herrans ári. 5. Árið 1050 flaug Oliver de Malmesbury, ensk- ur Benediktmunkur, frá tumi einum 120 feta vegalengd. 6. Múhameðiskt ríki í Vestur-Asíu. 7. Jón Ögmundsson. 8. 1 Indlandshafi. 9. Hamborgurum, Hansamönnum í Hollandi og Englendingum. 10. I Norður-Afríku, um 6.5000.000 km2.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.