Vikan


Vikan - 20.11.1941, Síða 12

Vikan - 20.11.1941, Síða 12
12 VIKAN, nr. 47, 1941 „Munið, að þér hafið lofað mér að skila þessu,“ endurtók röddin. „Já, já, — en segið mér, hvað þér heitið," sagði Wrayson. Hann fékk ekkert svar, maðurinn hafði lagt heymartólið á. Wrayson hringdi í ákafa á miðstöðina. „Getið þér sagt mér, hvaðan var verið að hringja til mín rétt áðan?“ spurði hann. „Nei,“ var svarað stutt í spuna, „við getum ekki svarað slíkum spumingum." Wrayson lagði heyrnartólið á, en áður en hann hafði litið í kringum sig, vissi hann, að hann var einn í stofunni. Hann hafði ekki heyrt neitt fótatak, en þessi failegi gestur hans hafði auð,- sjáanlega notað tækifærið til að sleppa út og var nú horfinn. Hann gekk út að stiganum og stóð þar ofur- litla stund og hlustaði. En allt var mjög kyrrt. Ekkert hljóð heyrðist og lyftan var niðri á neðstu hæð. Hann hlytí að hafa heyrt, ef hún hefði verið notuð. Hann gekk aftur inn í íbúð sina og lokaði á eftir sér. Hann kveikti í sígarettu, skrifaði skilaboðin niður og gekk upp að ibúðinni, sem var beint yfir hans eigin íbúð. Hann hringdi dyrabjöllunni, en enginn kom til dyra, þótt hann biði drykk- langa stund. Andartak langaði hann til að opna hurð Bames með sínum eigin lykli, en hann hugsaði sig þó um. Hann þekkti Bames svo lítið, og þar að auki var hann mjög óþýður í við- móti og það mundi aðeins vekja leiðinlegan mis- skilning, ef Wrayson fyndist í íbúðinni. Hann lét því miðann í póstkassann og gekk hægt niður stigann. Þegar hann kom inn í íbúð sína, blandaði hann sér whisky, kveikti í pípunni sinni og settist niður í hægindastól til að bíða eftir Bames. Stundarfjórðungi síðar var hann sofnaður. II. KAPÍTULI. Wrayson hrökk allt í einu upp. Pípan hans datt niður á gólfið og askan dreifðist yfir vestið hans og buxumar. Ljósið logaði ennþá, en eldurinn á aminum var kulnaður. Ofurlítil stund leið, áður en hann kom alveg tii sjálfs sín, en þegar hann áttaði sig, skalf hann af kulda og skyndilegur ótti greip hann. Wrayson var engin bleyða. Hann hafði oftar en einu sinni á lífsleiðinni verið hætt staddur, en hann hafði alltaf verið rólegur og bjargað sér út úr öllum erfiðleikum. Honum duldist þó ekki, að nú var hann hræddur. Hjarta hans barðist, eins og það væri að springa, og honum fannst hann varla þora að líta við. Hann leit út að dyrunum og sá, að hurðin var í hálfa gátt, og honum fannst hún hreyfast. Tennur hans glömruðu í munninum, og hann fann svitann spretta fram á ennið. Hann stóð kyrr og hlustaði. Alls staðar var dauðaþögn, bæði uppi og niðri. Hann reyndi að muna, hvað hafði vakið hann svona skyndi- lega, en hann gat ómögulega gert sér grein fyrir því, og þó hlaut eitthvað að hafa vakið hann. Hann horfði á hálfopna hurðina, en mundi þá, að hann hafði sjálfur skilið hana eftir opna til þess að heyra, þegar Bames færi upp. Hann hellti glas sitt hálft af hreinu whisky og drakk það. „Eg er víst að verða taugaveiklaður," tautaði hann. „Þetta getur ekki gengið! Dæmalaus klaufi gat ég verið að sofna.“ Hann leit á klukkuna og sá, að hún var fimm mínútur yfir þrjú. Síðan gekk hann að hurðinni, en stóð drykklanga stund og hélt í handfangið. Stundarkomi síðar varð hann rólegri. Allt var kyrrt og hljótt. Hann andvarpaði feginn og gekk aftur inn í herbergið. „Það er mál til komið að hátta," sagði hann stundarhátt við sjálfan sig. „Skyldi hafa rignt?" Hann dró gluggatjöldin til hliðar og leit út. Fáeinar stjörnur sáust enn á himninum, en skýjabólstramir þykknuðu stöðugt og við og við rigndi ofurlítið. Gangstéttin var orðin vot og götuljósin spegluðust dauft í vætunni. Hann var um það bil að draga gluggatjöldin fyrir aftur, þegar hann heyrði hávaða á götunni. Efsta rúðan var opin, og hann heyrði greinilega, að hestur sló með hófunum á steinlagða götuna. Hann opnaði nú neðri gluggann og hallaði sér út. Þetta var rétt; hestvagn stóð úti á götunni fyrir ffaman dyrnar. Wrayson leit aftur á klukk- una. Það var áliðið; hver af íbúum hússins gat verið að koma heim á þessum tíma nætur? Barnes og hann sjálfur voru þeir einu af íbúun- um, sem voru vanir að koma seint heim. Hann leit aftur á vagninn. Ekillinn sat og svaf og var auðsjáanlega mjög þreyttur. Hesturinn virtist einnig vera dauðuppgefinn. Allt i einu sá Wrayson, að einhver sat í vagninum. Hann hallaði sér lengra út og sá þá, að það var karlmaðuf; önnur hendin, íklædd hvitum hanzka, lá á hné hans. Þetta var ekki ólíkt Barnes. Hann sat lík- lega og beið eftir einhverjum. Wrayson lokaði glugganum óþolinmóðlega og gekk inn í stofuna. „Það er bezt að lofa Bames og vinum hans að skemmta sér eins og þeir vilja,“ tautaði hann. „Nú fer ég að hátta." Hann gekk nokkur skref inn í herbergið, en þá greip sama angistin hann aftur, þvi að nú heyrði hann greinilegt fótatak í stiganum. Hann herti upp hugann, gekk út að hurðinni, reif hana upp á gátt, og um leið og stúlkan gekk yfir stigapallinn, stóð hann andspænis henni. Augu hans brunnu í fölu andlitinu og hann horfði spyrjandi á hana. Hún leit út, eins og hún hefði verið mjög veik og hélt sér í handriðið eins og fæturnir gætu ekki borið hana. Hún hallaði sér upp að veggnum, þegar hún kom niður á pallinn, og stóð þar kyrr eins og það væri að líða yfir hana. Rödd hennar var dauf og óeðlileg, þegar hún fór að tala. „Hvers vegna — hvers vegna njósnið þér um mig?“ spurði hún. „Ég er ekki að njósna um yður,“ svaraði hann. „Ég var sofnaður, en vaknaði svo allt í einu við að heyra yður koma.“ „Gefið mér — ofurlitið koníak," sagði hún lágt. Hann flýtti sér að verða við ósk hennar, og hún hallaði sér enn upp að veggnum, á meðan hún drakk. Hann tók eftir því, að hendi hennar var hætt að skjálfa, þegar hún rétti honum glasið aftur. „Vilduð þér ekki vera svo góður að fylgja mér niður og hleypa mér út?“ spurði hún í bænar- rómi. „Það er svo dimmt niðri, og ég er ekki viss um, að ég rati.“ Hann hikaði andartak, en fylgdi henni síðan, og þau gengu þögul niður stigann. Hann spurði einskis og hún sagði ekkert. En þegar hann opn- aði hurðina, og hún sá vagninn, lá henni aftur við yfirliði. Hún greip í handlegg hans og þrýsti sér að honum. „Hann er þarna —- í vagninum," tautaði hún. „Hvar get ég falið mig?“ „Hver svo sem það er, sem situr í vagninum," sagði Wrayson, „þá er hann annað hvort dauða- drukkinn eða hefir sofnað.“ „Eða hann er ef til vill dauður,“ hvíslaði hún. dapurlega. „Viljið þér ekki fara og athuga það?" Áður en Wrayson gat svarað henni eða áttað sig á þessari merkilegu athugasemd hennar, hafði hún smeygt sér út um dyrnar og gekk hröðum, léttum skrefum niður götuna. Hann horfði ósjálf- rátt á eftir henni og fór ekki út að vagninum, fyrr en hún var horfin fyrir horn. Hann gat ekki séð framan í manninn, því að pípuhatturinn hall- aðist alveg niður í augu. „Eruð þetta þér, Barnes?" spurði hann lágt. Hann fékk ekkert svar. Þá minntist hann orða ungu stúlkunnar og honum datt i hug, að hún hefði líklega haft rétt fyrir sér. En hvemig vissi hún það? Hafði hún ástæðu til að vita það, eða hafði hún aðeins getið þess til? Hann hallaði sér fram og snerti hönd mannsins. Hann lyfti henni upp og sleppti henni síðan. Hún datt niður, eins og hún væri dauð. Þá gekk hann aftur á bak og leit á ekilinn, sem nú var vakn- aður og sat og neri augun. „Það er eitthvað að farþega yðar!“ sagði Wray- son. Ekillinn steig með erfiðismunum niður af vagn- inum. ■i0W:MWí, Þær koma í stað karlmanna. Vegna aukinnar innköllunar í her Bandaríkjanna eru stúlkur famar að taka við ýmsum störfum karlmanna. Mynd þessi sýnir stúlkur, sem famar eru að vinna við benzínstöð í Philadelphiu. Berget Hollman hellir vatni á vatnskassann, en Sophie Boychuk reynir að sannfæra viðskíptavininn um, að hann þurfi að fá meiri olíu.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.